Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Side 29

Frjáls verslun - 01.02.1983, Side 29
Við tiltölulega stöðugt verðlag, gæti ég trúað að fast gengi með ákveðnum breytingum veitti meira aðhald á peninga- og vinnumarkaði og í samn- ingum milli aóila. Hinsvegarer Ijóst, að í þeirri óðaverðbólgu, sem við búum við núna, er óhjákvæmilegt annað en að hafa aðlögun gengis að kostn- aðarþróun, ef ekki á allt aö fara í strand. En e.t.v. er þessi spurning ótímabær, því allt gengiskerfi heimsins byggist á svokallaðri sveigjanlegri gengisskráningu, þótt einstaka lönd ákvarði inn- byrðis föst hlutföll gjaldmiðla sína á milli. Fyrir okkur Islend- inga kemur því vart annað til greina, en aö fylgja þessari meginreglu. Spurningin er hvort við getum komið upp iðnaðarframleiðslu til útflutnings — Rétt eftir að boðaður var samdráttur eða aukið aðhald í rekstri SIS, er rætt um stofn- aðild SÍS að rafeindafyrirtæki. Er slíkt fyrirtæki arðvænlegra en annar rekstur, sem SÍS heldur nú uppi? — Fyrirtækið Marel h.f., sem stofnað var í mars s.l., er í raun aðeins framhald þróunar- og framleiðslustarfsemi á raf- búnaði til notkunar ífiskiónaði, sem í gangi hefur veriö í mörg ár hjá fyrirtækinu Framleiöni s.f., sem er í eigu Sambandsins og frystihúsa innan samvinnu- hreyfingarinnar. Hér er um mjög áhugavert iðnþróunarverkefni að ræða. Spurningin er nú, hvort okkur íslendingum muni takast að byggja hér upp iðnað, sem hafi sterkan og tæknilega þróaðan sjávarútveg að bakhjarli sem aðalmarkmið, og hvort við get- um á þeim grundvelli sérhæft okkur til arðbærrar iðnaðar- framleiðslu m.a til útflutnings. Það sem er skemmtilegt við stofnun Marels h.f. var það, að hinn nýstofnaði Samvinnu- sjóóur íslands hf. kom þar inn sem hluthafi, og var það fyrsta fyrirtækið, sem sjóóurinn kaupir hlutabréf í. Hvort fyrir- tækið verður arðbært verður framtíðin að leiða í Ijós, en við vorum sammála um aó þessa tilraun yrði að gera. Á það verður síðan að reyna hvort hún tekst eða ekki. Verslunarrekstur í dreifbýli víða rekinn með tapi — SÍS hefur lagt stolt sitt í að viðhalda verslunarrekstri á afskekktum stöðum í landinu og fámennum, og á ýmsum stöðum hafa kaupfélög sigrað í samkeppni við kaupmenn og þeir lagt upp laupana. Hversu stórt er vandamál verslunar á slíkum stöðum? — Það er ekki rétt að segja, að Sambandið haldi uppi þessum verslunarrekstri, því það eru kauþfélögin á viðkom- andi stöðum. Kaupfélögin eru kjölfesta í hverri byggð, en auðvitað má búa svo að þeim, aö þau geti lent í erfiðleikum. Það er margrætt mál, að versl- unarálagnin í verslun þar sem velta er lítil er alls ófullnægj- andi til að standa undir rekstri þessara verslana. Þetta hafa kaupfélögin þó gert og yfirleitt með því að greiða verslunar- kostnaðinn niður úr öðrum rekstri. Slíku er ekki hægt að halda áfram endalaust. Vanda- málið er misstórt, alvarlegt mjög víöa, en þar sem það er verst er afkoma kaupfélaganna í hættu. Varðandi kaupmenn þá er það rétt, að þeir hafa víóa hætt rekstri á smæstu stöðunum. Það er jú eðli einkaframtaksins þegar illa gengur, enda hafa þeir ekki sama bolmagn og fé- lagsframtak þegar að kreppir. Verðlagsákvæði þurfa að vera sveigj- anlegri — Vandamál verslunarinn- ar í heild er oft talin of lág álagning, en viðurkennt er að þetta sé mjög misjafnt eftir vörutegundum. Er prósentuál- agning óheppileg aðferð í ein- hverjum tilvikum? Eru aðrar leiðir í álagningarmálum færar eða heppilegar að þínum dómi? — Það er ekki hægt að tala um vandamál verslunarinnar í einu lagi, því þau eru svo ólík og aðstaða verslananna er svo misjöfn. Vandamál matvöru- verslunar í Austurstræti eru allt önnur en t.d. kaupfélagsins á Norðurfirði á Ströndum. Á þaö hefur oft veriö bent, að prósentuálagning geti verið óeðlileg því hún hvetji ekki til hagkvæmra innkaupa. Sú leið, sem við hljótum að stefna að, er að gera verðlags- ákvæði sveigjanlegri, þannig að svigrúm gefist fyrir aukna samkeppni. Sú er raunar stefna verðlagsyfirvalda, þótt hægt miði, þ.e.a.s. að breyta framkvæmd verðlagsmála á þann veg að hverfa frá beinum verðlagsákvæðum um álagn- ingu, en auka þess í stað eftirlit með að samkeppni sé virk. Við samvinnumenn höldum því fram, að sterk samvinnuversl- un geti virkað sem óopinbert verðlagseftirlit. Samvinnuhreyfingin er fylgj- andi frjálsri verslun og telur, að til lengdar sé hún besta trygg- ing neytenda fyrir lágu vöru- verði og góðri þjónustu, sagði Erlendur Einarsson forstjóri Sambands ísl. samvinnufé- laga. 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.