Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 47

Frjáls verslun - 01.05.1984, Page 47
um tekjumissi af þessum sökum. Sem fyrr segir mun flutninga- getan samtals aukast um 3,5 milljónir TEU eöa um 40% á árunum 1984—1986. Eftirspurn eftir flutningum mun ekki aukast til jafns við þetta, meö öðrum orð- um, nýting skipanna mun minnka a.m.k. þar til óhagkvæmustu skipin falla út. Staöreyndin er sú aö áöur en þessi mikla aukning á flutnings- getu á sér staö er talið aö flutn- ingsgjöld á þessum siglingaleið- um hafi lækkaö aö raunvirði stööugt siöan 1979. Flutnings- gjöldin hækkuðu ekki fyrr en á allra siðustu mánuöum og höföu skipafélögin vonast eftir bættri afkomu og auknum hagnaöi á næstu mánuðum og árum. Þess- ar vonir eru nú í þann veginn aö þreytast í martröð hjá mörgum skipafélaganna. Þannig mun ennfrekari lækkun flutningsgjald hafa veruleg áhrif og þvi næst knésetja hinn verst- settu skipafélög. Hin nýju skip sem eru aö koma á markaðinn eru flest s.k. deep- sea ro-ro skip sem taka milli 2000—3000 gáma, þau eru meö stórum innkeyrsluramp á skut sem hægt er aö sveigja til hliöar. Skip þessi eru mjög fjölhæf og taka gáma á þilfar og i lestar en umramp skipanna sem tekur allt aö 400 tonna þunga er ekiö inn í skipiö nær hvers kyns varningi vinnuvélum, þungastykkjum, bil- um, timburvörum o.þ.h. Barber Blue Sea skipin sem eru 9 talsins og ACL skipin sem eru alls 5 auk pólsku skipanna eru öll aö þess- ari tegund. Evergreen skipin sem Nýjar aðferðir viö losun og lestun eru alls 24 og US-Lines alls 12 eru hins vegar venjuleg gáma- flutningaskip. US-Lines skipin hafa þá sérstööu aö þau eru stærstu gámaskip i heiminum meö flutningagetu alls yfir 4000 gáma. (TEU) Þessi skip eru ekki eins fjölhæf og ro-ro skipin en eru ódýrari i smiðum. Hvert þessara skipa kostar á bilinu 40—70 milljónir dollara og er heildarfjár- festing i skipum hjá ofangreind- um skipafélögum á bilinu 4—5 milljaröar dollara. Mjög athyglis- vert er aö fylgjast með þessum miklu breytingum sem framund- an eru og þau áhrif sem þessi aukna samkeppni kemur til meö aö hafa á siglingarnar, mun senn koma i Ijós. Heimildir Cargo Systems Coutaineisation Internatinoal SEATRADE. ofl. 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.