Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 22

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 22
 olvur Afgreiðslukerfi verslana: Ónotuð tækif æri til tölvuvæðingar Greinahöfundur, Leó M. Jónsson tæknifrœðingur, er ritstjóri Viðskipta-og tölvublaðsins. Margir telja sig hafa komist að þeirri niðurstöðu að hérlend- is séu alltof margar tölvur; full- yrða að hér hafi geisað allsherj- ar „tölvufyllirí“ undanfarin ár og eiga þá yfirleitt við PC-tölv- ur. Sem betur fer hefur fólk skoðanir á hlutunum og er ekki alltaf sammála. Margir, sem taldir eru hafa sérþekkingu á tölvusviðinu (eða telja sig hafa hana), hafa sjálfsagt skoðun á því hvort of mikið, nóg eða of lítið sé um tölvur í landinu þótt þeir kjósi að hafa hana útaf fyrir sig. A.m.k. einn sérfræð- ingur hefur fjallað um þetta mál opinberlega, gefið sér forsend- ur og dregið af þeim þá ályktun að tölvur séu nánast út um allt meira og minna ónotaðar. Auð- vitað hefur hver og einn rétt til að halda fram sínum skoðunum í þessu efni sem öðru og ef til vill hefur sérfræðingurinn rétt fyrir sér, ef til vill ekki. Það sem verra er: Sérfræðingurinn dreg- ur ályktun sína af rökum sem mörgum mun þykja hæpin — vægast sagt. Meðal þeirra raka eru þau að varla sé svo komið inn í fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík að þar megi ekki sjá tölvur, eina eða fleiri sem ekki er verið að nota þá stundina. Hver sem er getur hvenær sem er gengið inn á skrifstofu fyrirtækis og séð þar ritvél, reiknivél, jafnvel síma sem ekki er verið að nota þá stund- ina. Ákveðin ritvél er ef til vill ekki notuð nema annan hvem dag og dettur þó engum í hug að tvær eða fleiri ritvélar á þeim vinnustað sé ljóst dæmi þess að ritvélar séu meira og minna ónotaðar (gagnslausar) á Islandi. Þótt sjúkra og slökkviliðs- bílar standi löngum stundum óhreyfðir dettur engum í hug að draga af því þá ályktun að þeir séu gagnslausir þótt einhverjum dytti í hug hvort ekki mætti nýta þá jafn- framt til einhverra verka á milli út- kalla. Þrátt fyrir alla tölvuvæðinguna tel ég næsta víst að geta gengið inn á skrifstofu einhvers fyrirtækis, jafn- vel hér í Reykjavík, og bent á störf sem tvímælalaust borgaði sig að tölvuvæða án tafar. Hins vegar dett- ur mér ekki í hug að líta á útkomu úr slíkri „skyndikönnun“ sem forsendu til þess að draga af þá ályktun að of fáar tölvur séu í notkun. Tala tölva og tölvutækja skiptir ekki höfuðmáli, reyndar má segja að hún sé nánast aukaatriði. Mér er nær að halda að það sé almennt tæknistig atvinnulífs- ins sem ráði því að hve miklu leyti framleiðni verður aukin með tölvum og tölvutækni. Og enginn þarf að fara grafgötur um að aukinn tími sem fólk hefur nú til alls konar tóm- stunda svo sem hestamennsku, sigl- inga, garðræktar og útivistar er ánægjulegur vottur þess að fram- leiðnin hefur aukist. Þar á tölvu- tæknin áreiðanlega stóran hlut að máli, ekki síst einmenningstölvur og hentugur íslenskur hugbúnaður í smærri fyrirtækjum. Pólitík með í spilinu? Sé mikið af einkatölvum, kann það að vera vegna pólitískra mistaka. Hefur engum dottið í hug að ráð- herra með vonda ráðgjafa gæti átt hlut að máli? Á prenti hefur m.a. mátt lesa að pólitík sé samkeppni um heimsku. 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.