Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 23

Frjáls verslun - 01.05.1987, Síða 23
Þótt nútíma búðarkassar líti ekki út eins og tölvur bjóða innviðirnir upp á sömu möguleika og tölvur. Sé svo mætti ef til vill segja að skynsemin hafi orðið heimskunni yfirsterkari þegar pólitíkusar ákváðu að fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af tölvutækjum árið 1984. Hin aukna skynsemi náði þó nokkru skemmra en margur hyggur. Að- flutningsgjöld og söluskattur var ekki felldur niður af rafritvélum, reiknivélum eða „búðarkössum" eins og tíðkast að kalla ákveðna gerð tölva án frekari flokkunar eða skil- greiningar. Afleiðing þessarar „pennastriksaðgerðar" í Fjármála- ráðuneytinu á sínum tíma er ekki aðeins stóraukin sala á tölvum ýmist til notkunar eða ryksöfnunar heldur einnig að margir keyptu tölvu í stað þess að kaupa ritvél, — þótt þeir hefðu aðeins þörf fyrir ritvél en ekki tölvu. Spurningin sem skiptir máli er ekki um það hvað hafi borgað sig, enda afstætt þegar búið er að hringla með aðflutningsgjöld og söluskatt á tækjum án tillits til notagildis, heldur snýst spurningin um framleiðni yfir- leitt: Er framleiðni manns sem vinn- ur á sæmilega ritvél jafn mikil og þess sem vinnur sama verk á tölvu sem við eðlilegar aðstæður er helm- ingi dýrari í innkaupi og rekstri? Það má einnig setja dæmið upp á annan hátt. Af rafritvél (eins og af búðarkassa og afgreiðslutölvum) þarf að greiða 35% toll, 24% vöru- gjald, 1% tollafgreiðslugjald og 25% söluskatt á sama tíma og t.d. PC tölv- ur eru undanþegnar þessum gjöld- um. Mörgum tölvuprenturum má líkja við rafritvél án hnappaborðs, en þeir eru einnig undanþegnir aðflutn- ingsgjöldum. Ritvinnsluforrit kosta einnig peninga. Sá sem þarf rafritvél sem kostar 35-40 þúsund kr.(en sem ætti að kosta, ef allt væri með felldu, 12-16 þúsund kr.) finnst betri kaup vera í tölvu fyrir 60 þúsund kr. auk 15 þúsund kr. prentara og forrita fyr- ir 10 þúsund. Tölvuna má nota sem ritvél auk þess sem vinna má alls konar önnur verkefni með henni (hver þau verkefni eru geta verið afar þokukenndar hugmyndir um). Niðurstaðan er sú að vegna þeirra mistaka að ekki voru einnig felld nið- ur gjöld af rafritvélum kaupir fólk tölvukerfi fyrir 85-100 þúsund kr. þegar það hafði aðeins þörf fyrir 15 þúsund kr. rafritvél. I þessu dæmi eru það stjórnvöldin sjálf sem hafa tekið að sér að hafa vit fyrir fólki og þetta er árangurinn. Því trúir varla nokkur maður að niðurfelling á að- flutningsgjöldum og söluskatti á tölvum eingöngu hafi orðið til að auka framleiðni atvinnunnar í land- inu. Þessi aðgerð er álíka skynsamleg og ef felld væru niður aðflutnings- gjöld og söluskattur af klofstígvélum en ekki hnéháum á þeim gefnu for- sendum að það sé hagkvæmt fyrir frystihúsafólk að geta vaðið uppí klof hvort sem það þarf þess eða ekki. Tafir af völdum tölva Ósamræmi í tollflokkun og tregða til að leiðrétta slíkt hefur leitt til þess að tæki, sem nauðsynleg eru til þess að tölvur geti nýst sem best í versl- unum, eru hátollavara sem einnig þarf að greiða af söluskatt. Af- greiðslutölvur eru flokkaðar sem búðarkassar hvort sem þær eru með 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.