Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 27

Frjáls verslun - 01.05.1987, Page 27
I nýjum störfum Mestu framfarirnar felast í vaxtafrelsinu — rætt við Eirík Guðnason nýskipaðan aðstoðarbankastjóra Seðlabanka íslands Texti: Þórunn Þórsdóttir Myndir: Kristján Einarsson Töluverðar breytingar hafa átt sér stað í Seðlabanka ís- lands að undanfömu. Hlutverk bankans breyttist þegar í ágústmánuði 1984, er fyrsta skrefið til vaxtafrelsis var tekið. Enn lengra var gengið í frjáls- ræðisátt í nóvember síðastliðn- um, þegar ný lög um Seðla- bankann voru samþykkt á Al- þingi. Sitthvað fleira hefur haft áhrif á starfsemi Seðlabankans. Ný lög um viðskiptabankana tóku gildi í upphafi síðasta árs, stofnuð hafa verið fjármála- og fj ármögnunarf yrirtæki. Verðbréfaþing íslands tók til starfa fyrir rúmu ári. Bankinn fluttist í nýtt og glæsilegt hús við Kalkofnsveg nú í vor. í júnímánuði var Eiríkur Guðna- son skipaður aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. Eiríkur er fæddur og uppalinn í Keflavík, en tók stúdents- próf við Menntaskólann að Laugar- vatni 1965. Þaðan lá leiðin í við- skiptafræðinám við Háskóla Islands, sem hann lauk árið 1970. Eiríkur hóf störf við Seðlabankann þegar árið 1969, sem sumarmaður í hagfræði- deild. Að afloknu námi var hann aft- ur ráðinn við bankann og hefur starf- að þar síðan. Hann hefur farið á ýmis námskeið í tengslum við starfið, t.d. hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Seðlabanka New York-borgar. Að sögn Eiríks hefur starf hans alltaf verið á sviði peningamála. Til að byrja með fólst það í að safna upp- • ' V l-' m Eiríkur Guönason aöstoöarbankastjóri Seðlabankans. 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.