Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 29

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 29
Seðlabanki Íslands. má margt betur fara. Eins og ég nefndi áðan tel ég mestu framfarirn- ar felast í vaxtafrelsinu. í kjölfar þess má búast við að lán af innlend- um uppruna aukist og minni þörf verði fyrir erlend lán. Samkeppni milli stofnana á sviði vaxta getur líka leitt til framfara, til dæmis þannig að bankastofnunum fækki og þær stækki. Sem dæmi um framfarir að undan- förnu má nefna að fyrirtæki eru farin að gefa út verðbréf og selja beint til annarra fyrirtækja og einstaklinga. Þetta er í samræmi við þróunina annars staðar í heiminum, stór og traust fyrirtæki geta aflað sér ódýr- ari lána á þennan hátt en með því að snúa sér beint til lánastofnana. Það er eftirtektarvert að hér á landi eru vaxtakjör banka ívið lægri en á þeim bréfum sem verið er að selja. Bank- arnir geta hins vegar ekki veitt fyrir- tækjunum eins mikil lán og þau afla sér með útboði skuldabréfa. Ef nefna ætti nokkur sérkenni fjánr'\gnsmarkaðar c’.ikar verður fyrst yrir sú staðreynd að lán hér byggjast í ríkum mæli á erlendum sparnaði. Innlendi hlutinn er þó í verulegri sókn um þessar mundir. Varðandi útgáfu verðbréfa má benda á að þau beinast eingöngu á innlend- an markað. Talsvert hefur verið rætt um gagnkvæm verðbréfaviðskipti við útlönd án þess að ég treysti mér til að taka afstöðu til þess nú. Þá má benda á verðtrygginguna sem setur mikinn svip á viðskipti nér. Hún er til komin vegna reynslu okkar af verð- bólgu og er líklega óhjákvæmileg enn um sinn þar sem við erum ekki laus við verðbólguna. En æskilegra væri ef hægt væri að losna við verð- bólgu og draga úr verðtryggingu lánsfjár. Það er þó ekki tímabært fyrr en tekist hefur að byggja upp traust manna á stöðugt verðlag. Eitt af einkennum okkar markað- ar er hve breytilegir vextir eru al- gengir. Skuldabréfalán banka eru til dæmis yfirleitt með breytilegum vöxtum. Þetta er eðlilegt ef um óverðtryggð lán er að ræða en á verðtryggðum lánum er ekki jafn rík ástæða til að hafa vextina breytilega. Ég held að það væri til bóta að semja um fasta vexti á verðtryggðum lán- um. Báðir aðilar, lánveitandi og lánþegi, myndu líklega vanda sig bet- ur við að semja. Lánþegi sem skrifar undir samning um fasta vexti veit betur hvar hann stendur, ég tala nú ekki um sé lánið til langs tíma eins og til dæmis 40 ára lán Byggingar- sjóðs ríkisins. Vegna vaxtafrelsisins er líka orðið vandasamara en áður var að semja um breytilega vexti. En það er góð og gild regla að vanda sig við hvers konar ráðstafanir og samn- inga um peninga. Ég held að margir þeir sem kynntust neikvæðu raun- vöxtunum hér á árum áður eigi enn eftir ýmislegt ólært í þeim efnum. Að minnsta kosti virðist eftirspurn eftir lánsfé vera mikil þrátt fyrir þá breyt- ingu sem orðin er á raunvöxtum. Margir eiga í vandræðum á skulda- dögum, sérstaklega ef óvæntar breytingar hafa orðið, til dæmis á tekjum eða verði fasteigna“ Samkvæmt gildandi lögum á Seðlabankinn að auglýsa vexti bank- anna, miðla upplýsingum. Freistandi er að álykta sem svo að völd Seðla- bankans hafi minnkað og fari jafnvel enn minnkandi. Hvert verður hlut- verk hans í framtíðinni? „Víst er að tilveran er heldur ný- stárleg, en hvort völd bankans hafi minnkað get ég ekki dæmt um. Seðlabankinn gegnir áreiðanlega öðru hlutverki en áður í framtíðinni. Afskipti hans, ekki síst af vaxtamál- um, verða frekar óbein en bein. Eftir sem áður þarf bankinn að hafa tök á að stýra peningamagni i umferð, skrá gengi krónunnar og hafa áhrif á vaxtastig í landinu svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt þarf hann að gefa út seðla og mynt og gæta gjaldeyris- varasjóðsins. Þannig verður áfram þörf fyrir Seðlabanka, hér á landi eins og hjá öðrum þjóðum. Að minnsta kosti er ábyggilegt að sú starfsemi sem hér er þarf einhvers- staðar að vera, hvort sem það heitir Seðlabanki eða eitthvað allt annað.“ 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.