Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 34

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 34
Framkvæmdastjórar og stjórnarformaöur BYKO. Fremri röö frá vinstri: Jón Þór Hjaltason framkvæmdastjóri verslanasviös, Guömundur H. Jónsson stjórnarformaöur og Jón Helgi Guðmundsson aöalframkvæmdastjóri. Aftari röö: Bjarni Gunnarsson framkvæmdastjóri BYKO Hafnarfiröi, Sigurö- ur E. Ragnarsson framkvæmdastjóri timbursölunnar og Árni Árnason framkvæmdastjóri fjármálasviös. SKIPURIT BYKO STJÓRN Þrátt fyrir mikinn vöxt sagði Jón Helgi að djarfar ákvarðanir væru ekki einkenni á stjómendum BYKO. „Við höfum alltaf byrjað smátt og viljað sjá bakkann hinum megin áður en við köstum okkur til sunds. Ekki er þó alltaf hægt að sjá fyrir endann á hlutunum en við reynum að stíga þannig skref að aldrei sé of mikið lagt undir í einu.“ BYKO tók þó óvenju stóra áhættu þegar ráðist var í byggingu timbursölunnar við Skemmuveginn í Kópavogi. Byrjað var á framkvæmdum árið 1976 og tóku þær 4 ár. Á þeim tíma þótti Skemmuvegur svolítið úr leið og ýmsir óttuðust að í of mikið væri ráð- ist því verið var að stækka húsrými fyrirtækisins úr 3 þúsund fermetrum í 15 þúsund fermetra. Allt fór þó vel og nú er svo komið að of þröngt er um BYKO á Skemmuveginum. Hagur fyrirtækisins í fyrirrúmi BYKO er eitt þeirra fyrirtækja þar sem kynslóðaskipti hafa orðið. Jón tók við aðalstjórninni af föður sínum árið 1984. Það er álit manna að þessi kynslóðaskipti hafi gengið vel og Jón Helgi var spurður um skýringuna. „Þetta er búið að eiga sér langan að- draganda. Kynslóðaskiptin tókust vel vegna þess að allir sem að þessu stóðu höfðu hag fyrirtækisins að leiðarljósi. Þannig verða ýmsir þættir sem annars gætu valdið ágreiningi léttvægir. Það hefur einnig hjálpað til hvað ég kom ungur inn í fyrirtækið og fékk snemma að axla ábyrgð.” Samhliða kynslóðaskiptunum hafa orðið miklar skipulagsbreytingar á fyrirtækinu. Um síðustu áramót var BYKO gert að hlutafélagi en fram að þeim tíma hafði það verið sameignar- félag. „Þetta þótti vera eðlileg ráð- stöfun þar sem allir eigendurnir eru ekki starfandi við fyrirtækið lengur. Sameignarformið hentaði ekki meðal annars vegna þess að það felur í sér ótakmarkaða ábyrgð eigenda og það fer ekki vel á því að aðili sem hefur dregið sig í hlé frá daglegri stjómun beri ótakmarkaða ábyrgð. En það sem réði þó fyrst og fremst ákvörðun okkar um að stofna hlutafélag var að treysta hag fyrirtækisins í framtíð- inni og opna fyrir ýmsa möguleika sem hlutafélagaformið býður upp á.“ — í nýju skipuriti fyrir fyrirtækið er Jón Helgi skráður aðalfram- kvæmdastjóri. Hann var spurður hvers vegna hann hefði kosið það starfsheiti. 34

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.