Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 44
urinn. Þetta var bátur sem fékk nafn- ið Arnar, 5 tonn, og réri hann sum- arið 1979 og gerði það gott. Þá um haustið seldi hann bátinn en festi sér annan Arnar frá Djúpavogi, 7 ára gamlan 16 tonna. Þann bát rak Ragnar þar til í júlí 1984 að hann keypti 36 tonna trébát. Að sjálfsögðu fékk báturinn nafnið Arnar og er með skrásetningamúmerið KE 260, gullfallegur bátur, sem er vel við haldið í hvívetna. „Við höfum verið með þetta 300-400 tonn af bolfiski árlega, en höfum ekki kvóta nema fyrir 105 tonnurn", sagði Ragnar Ragnarsson, „þú getur rétt ímyndað þér hvernig maður er innstillur gagnvart honum. Kvótinn er ekki sanngjarn gagnvart bolfiskveiðunum, en mun skárri í rækjunni. Ég fer ekki af stað á vertíð öðm vísi en að hafa áður tryggt mér meiri kvóta, fiska þá annað hvort fyrir aðra sem eiga kvóta eða kaupi hann“, sagði Ragnar. Fyrstu þrjár vikurnar í fyrra vom þeir á Arnari komnir með 80 tonn og nærri því að fylla kvótann sinn. I rækjunni höfðu þeir 100 tonna kvóta í fyrra, en nú hefur hann lækkað niður í 70 tonn. í opinberum skýrslum má lesa að Amar KE 260 hafi verið einn þriggja báta í sínum stærðarflokki sem skil- aði bestu aflaverðmæti á síðasta ári. Við spyrjum Ragnar út í þetta. Hann segir að hann leggi mikla áherslu á að skila góðri vöm í land. Hann sé ekki með mikið af netum, aldrei meira en hann og félagar hans þrír á Amari ráði við með góðu móti, einn- ar náttar fiskur sé hin ákjósanlega markaðsvara. Ragnar segist oft hafa verið spurð- ur að því hvers vegna hann verki ekki aflann sjálfur. Hann segir að honum líði vel með það sem hann hafi í dag. Hann telji að betra sé að sinna útgerðinni vel, fiskverkun í landi mundi aðeins verða til þess að hann hætti að geta sinnt bátnum eins og gera þarf. Þá áætli hann sér alltaf tíma fyrir sig og fjölskylduna, en með því að útvíkka reksturinn mundi sá frítími fara fyrir bí. Ragnar situr í atvinnumálanefnd Keflavíkurbæjar, fulltrúi Alþýðu- flokksins, sem hefur meirihluta í þeirri nefnd sem öðrum. Í minnihlut- anum situr Jónas kaupmaður og bróðir hans. í nefndinni vinna allir vel saman að sögn Ragnars, og skipt- ir pólitíkin þá engu máli. Ragnar segist hafa mikla trú á væntanlegum fiskmarkaði í Keflavík, markaðirnir eigi eftir að efla verð- mætaskynið hjá fiskimönnum og öðrum sem um fiskinn fara höndum. Markaðirnir selji einfaldlega ekki nema góðan fisk. Ætlunin er að þessi markaður verði fjarskipta- markaður, þ.e. að sala fari fram gegnum fjarskipti. Slík viðskipti byggjast mjög á trausti aðilanna hvor á öðrum. Gámur — Hreinsunarþjónusta Er allt í rusli hjá þér? Þá getum við hjálpað. Vió lánum þér sorpgáma, stóra og smáa og mætum síðan reglulega til aó losa. Einföld lausn, ekki satt? Gámur Borgarholtsbraut 54 Kópavogi sími: 91-44229 Gámur hf. Furulundi 8 Akureyri sími: 96-21817 44

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.