Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.05.1987, Qupperneq 48
Jónas í Nonna & Bubba. Hannes segir að hann hafi farið út til Eng- lands í hálfgerðu bríaríi til að læra meira í ensku. Hann hafi fundið að nú væri hann á krossgötum, hefði þörf fyrir að reyna eitthvað nýtt til að takast á við. Þegar Jónas bróðir hans kom til hans í heimsókn í Englandi, kom það á daginn að Jónas sagðist vera orðinn þreyttur á að standa einn að rekstrinum á matvöruversl- ununum, vildi fá annan með sér í reksturinn. Starfið í Nonna & Buba er erfitt fyrir tvo menn, hvað þá einn, enda er opnunartíminn alla daga vik- unnar frá kl 9 til 22 á kvöldin. Það varð úr að Hannes gekk inn í fyrirtækið, seldi Sigurði bróður sín- um fasteignasöluna, en hann hafði þá unnið við hlið bróður síns um all- langt skeið. Einnig seldi hann aðrar eignir sínar og keypti 50% í N&B. „Ég gerði mér náttúrlega ekki neina grein fyrir því hvað þetta yrði erfitt. Vinnutíminn er langur og í mörg hom að líta. Þá skapar það mikla erfiðleika að á einu ári, frá því í júlí í fyrra til júlí í ár, hefur launa- skriðið verið 63%, vextir hafa hækk- að um helming, en álagningin í lág- marki, enda samkepnnin mikil, og hvergi meiri en hér í Keflavík. Þetta skapar allt erfiðleika, en við erum óragir við að sækja á brattann, enda eigum við góða viðskiptavini". Hannes sagði að hann væri ekki í neinum vafa um að hverfisbúðir eru almennt að sækja sig í þeirri hörðu samkeppni sem þær hafa átt í gagn- vart stórverslunum. „Söluaukningin hjá okkur var 80% í fyrra og stefnir í 50% aukningu í ár. Starfsfólkið hjá okkur eru 66 manns reiknað í ársverkum og á þessu ári greiðum við rétt um 30 milljónir í Iaun“, sagði Hannes. Um innflutningsverslunina Impex sagði Hannes að það væri lítil verslun í sjálfu sér,en hefði nokkur mjög góð umboð, biði vöru sem gengi vel út. Stefnan væri sú að fríska svolítið upp á rekstur Impex í framtíðinni. Tíminn til þess hefði að langmestu leyti farið í verslanir Nonna & Bubba, — þrjár góðar kjörbúðir. „Rekstur verslananna er mjög bindandi, þegar opið er nær alla daga og alltaf til kl. tíu að kvöldi. Við bræðurnir reynum að eiga frí á kvöldin og um helgar eins og hægt er. Það er eins gott að eiga skilnings- ríka fjölskyldu, sem gefur svigrúm til að stunda vinnu sem þessa. Annars er það dálítið metnaðar- mál hjá okkur bræðrunum að gera sem besta hluti í atvinnumálum bæj- arbúa. Tveir okkar bræðranna, Jón- as og Ragnar eru í atvinnumála- nefnd bæjarins og sjálfur er ég for- maður í byggingarnefnd íbúða fyrir aldraða, mjög skemmtilegt verk. Það eru tuttugu íbúðir að rísa héma á okkar æskuslóðum", sagði Hannes Ragnarsson undir lok spjalls okkar. Að endingu báðum við hann að segja okkur eilítið frá uppvextinum í Keflavík. „Við bræðurnir eigum foreldrum okkar mikið að þakka. Þrátt fyrir að við værum margir strákarnir heima, vorum við alltaf fínir og huggulegir til fara. Mamma saumaði og prjónaði allt á okkur eftir nýjustu tísku. Og hún hugsar hlýlega til okkar enn, því fyrir þremur árum, þegar við bræð- umir allir fórum með fjölskyldum okkar í jeppaferð um páska vestur á firði, þá tók móðir okkar sig til og prjónaði lopapeysur á okkur alla og afhenti okkur rétt áður en við fórum í ferðina. Pabbi ól okkur aftur á móti upp af mikilli hörku og metnaði, til dæmis var ég orðinn 16 ára þegar ég fékk að sofa út á sunnudögum. En hann var alltaf sanngjarn við okkur, en þoldi engan slóðaskap eða leti, varð alveg vitlaus ef við stóðum okk- ur ekki“. Hermann og Halldór Ragnarssynir verktakar: Margir hafa brennt sig illa á þessari atvinnugrein Okkur er vísað inn á bjartar og fallegar skrif- stofur hjá fyrirtækinu Húsanesi sf. að Iðavöllum 13a í Keflavík. Dagur er að kveldi kominn og starfsemin liggur niðri til morguns. En þarna hittum við að máli bræðuma Halldór og Hermann Ragnarssynir, 37 og 32 ára, en þeir eru eigendur Húsaness sf, ásamt Mar- geiri Þorgeirssyni húsa- smíðameistara. Þeir bræður eru hinsvegar múrarameistarar. Húsanes sf. er rétt liðlega 9 ára gamalt byggingafyrirtæki og hefur allt frá upphafi haft ærið að gera. Fyrirtækið er eitt stærsta verktaka- fyrirtækið á Suðurnesjum. Ársvelta Húsaness í ár verður trúlega um 85 milljónir króna. Hjá fyrirtækinu starfa um 30 manns auk undirverktaka, í fyrra voru starfsmenn heldur færri, enda var þá nokkur kreppa á húsbygg- ingamarkaði og nýjar íbúðir seldust mjög tregt eða alls ekki. í ár em verkefni Húsaness ótal mörg, enda vinna starfsmennimir langan vinnudag, fulllangan segja þeir bræður reyndar, því allir hafa gott af eðlilegri hvíld og tíma til að sinna áhugamálum sínum. í Keflavík er fyrirtækið með bygg- ingu hinnar miklu Sundmiðstöðvar Keflavíkur, sem rís skammt sunnan 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.