Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 57

Frjáls verslun - 01.05.1987, Side 57
IHNW NV\\\ Hér á landi ríkir almennt framleiðsluviöhorf. Talið er að markaðsstjórar ættu það hlutskipti fyrir höndum að vera talsmenn breytinga í íslensku atvinnu lífi. nwCSÖMHHiai ^ \ . breið samstaða um að hann yrði að hafa skýr formleg völd, bera ábyrgð á markaðsstarfseminni og vera jafn- framt í yfirstjórn fyrirtækisins. Ef byggja á upp raunverulega markaðs- deild þýðir ekki einungis endur- skírða söludeild, heldur tilheyrir söludeild markaðsdeild, ásamt ýms- um öðrum stoðverkefnum, s.s. mark- aðsrannsóknum, kynningarstarf- semi, þjónustudeild, o.fl. eftir at- vikum. Nokkuð var rætt hvort markaðs- stjóri ætti að hafa bein áhrif á fram- leiðslu eða innkaup, þar sem þau lytu jú fyrst og síðast markaðnum. Ekki varð niðurstaða um þetta, en þó al- mennt talið ófært að setja markaðs- stjóra yfir framleiðslustarfsemi í hreinu framleiðslufyrirtæki, þar sem þar væru eftir sem áður ýmis tækni- leg úrlausnarefni, sem þyrftu sér- þekkingar við. Talið var nægilegt að miða við samhæfingarhlutverkið sem nefnt er hér að ofan. Hins vegar var talið að markaðsstjóri gæti haft með innkaup fyrirtækis að gera, þeg- ar um hreint verslunarfyrirtæki væri að ræða. Ennfremur mætti einnig gera ráð fyrir víðtækari ábyrgð markaðsstjóra í þjónustufyrir- tækjum. Niðurstaða í stuttu máli varð niðurstaða hóps- ins sú, að umræða um hlutverk og til- gang markaðsstjóra í íslenskum fyr- irtækjum væri mjög þörf, þar sem hér á landi ríkir enn nokkuð almennt framleiðsluviðhorf. Talið var að markaðsstjórar ættu það hlutskipti fyrir höndum að vera talsmenn breytinga í íslensku atvinnulífi, í þá átt að meiri rækt yrði lögð við mark- aðsstarfsemina. Slíkt hlutskipti yrði vandasamt og eflaust allur gangur á því hvernig til tækist. Markaðsstjóri ætti oft fyrir höndum að hefja störf sín á að breyta viðhorfi eigenda eða yfirstjórnenda fyrirtækisins þannig að hann fengi það umboð sem að ofan greinir. Vegna þess hvernig litið er á nýgræðinga, ekki síst þá sem nýskriðnir eru út úr skóla, er ekki að efa að verkefnið krefst bæði kænsku og þolgæðis. Meginniðurstaðan varð því sú, að ef fyrirtæki ætlar að halda velli á markaðnum, verður það að leggja rækt við markaðsstarfsemi í víðu samhengi. Til þess að svo megi verða, verður að ríkja skilningur á hvað í því felst að setja upp formlega markaðsdeild og ráða markaðsstjóra. Hvernig því er hagað í einstökum atriðum fer að sjálfsögðu eftir að- stæðum. En það er ekki nóg að setja upp markaðsdeild og ráða markaðs- stjóra, heldur verður slíkur aðili að hafa nægilegt umboð til þess að geta látið eitthvað af sér leiða. í raun fylgir slíkt ekki ætíð með og því þarf markaðsstjórinn sjálfur að sækja það sem til þarf á eigin spýtur innan fyr- irtækisins. Ekki er síður nauðsynlegt að þeir sem hefja störf sem slíkir hafi skilning á því. 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.