Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 6
HEYRT OG SEÐ ..\ OG ENN MINNKA ÞÆR Á örfáum árum virðist sem Ijósritunarvélar hafi tekið þróunarstökk, ef þannig má að orði komast. Ef til vill eru tengsl á milli þróunarinnar í geislaprent- urum fyrir tölvur og Ijósritunarvélum? Þegar Ijósritunarvélar eru annars vegar vekur það sérstaka athygli hve miklar tækni- legar framfarir hafa orðið í gerð smærri og léttari véla. Nýtt dæmi um þetta er Canon PC-20, ný dvergvél sem, auk þess að Ijósrita í 5 litum, er búin s.k. „Zoom- linsu“ sem við skulum einfaldlega kalla Canon j>.. Winniwm1'1 .Lmmtmmnmmmimimmim „súmlinsu11. Það vekur einnig athygli að þessi Ijósritunarvél kostar aðeins tæpar 78 þúsundir króna og þarfnast einskis við- halds að sögn seljandans sem er Skrifvélin h.f. en með því er m.a. átt við að það sem setja þarf í vélina af efnum er allt í einu og sama hylkinu sem skipt er um með einu handtaki. Súmsviðið er frá 72% og uppí 122%. Það þýðir í stuttu máli að hægt er að minnka afrit niður í 72% af stærð frumrits og stækka afrit upp í 22% umfram stærð frumrits. Stækkun eða minnkun er stillt í eins prósents þrepum. Afköstin eru 8 afrit á mínútu og tekur vélin stærst B4 og vegur aðeins um 22 kg. SAMDRÁTTUR í TÖLVUSÖLU Seljendur Digital, Hewlett-Packard, IBM og Wang tölva hafa haft samvinnu um markaðs- könnun. Hún er framkvæmd af sjálfstæðri endurskoðunarskrifstofu og byggist á gögnum sem sá aðili safnar frá áðurnefndum seljendum um uppsett kerfi. Annan hvern mánuð er gefin út skýrsla með niðurstöðum. Niðurstöður sýna svo ekki verðu um villst að samdráttur hefur orðið á árinu 1988 í sölu tölvukerfa og það er einnig athyglis- vert að sjá hvaða áhrif samdrátturinn hefur á markaðinn fyrir tölvur. Tölvum er skipt í 4 flokka eftir söluverði. í fyrsta flokki eru tölvur sem kosta minna en eina milljón króna. Á fyrstu 6 mánuðum ársins 1987 seldu og settu þessi fyrirtæki upp 40 tölvur samanlagt í þessum verðflokki en aðeins 11 á sama tíma í ár. I flokki tölva sem kosta á bilinu 1-3 milljónir króna voru hliðstæöar tölur 551987 en 12 á samatímabili 1988. í flokki tölva sem kostuðu á bilinu 3-6 milljónir voru settar upp 2 á fyrstu 6 mánuðum ársins 1987 en 4 ásamatíma 1988. í flokki tölva sem kostuðu yfir 6 milljónir voru settar upp 2 á fyrri hluta ársins 1987 en 5 á sama tíma í ár. ORACLE STÆRSTI GAGNAGRUNNSKERFUM Þann 20. 9. sl. kynnti Tölvulausn og Oracle Danmark Oracle gagna- grunnskerfi og 4. kynslóðarmál. Jörgen Balle, forstjóri Oracle Danmark, gat þess m.a. að Oracle fyrirtækið væri nú stærst allra fyrirtækja sem framleiddu gagna- grunnskerfi og væri jafnframt þriðja stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims með um 2500 starfsmenn. Fram kom að velgengni Oracle mætti m.a. rekja til þriggja grundvallaratriða í hönnun kerfisins: Oracle er fyrsta töflulíkanskerfið (RDBMS) og kom á mark- aðinn þegar árið 1979. í öðru lagi var SQL valið sem fyrirspurnarmál en það er þegar orðið alþjóðlegur staðall. í þriðja lagi var ákveðið 1982 að endurskrifa Oracle í C forritunarmálinu þannig að það mætti flytja á milli mismunandi gerða tölva og stýrikerfa á auðveldari hátt. Meðal þeirra nýjunga sem kynntar voru sérstak- lega má nefna SQL*ReportWriter til skýrslugerðar. Kerfið er með valmyndir sem minna á Macintosh Finder. Þá má nefna SQL*Loader sem les inn gögn úr öðrum kerfum inn í Oracle, SQL*QMS sem vinnur eins og QMF frá IBM nema að það gengur einnig á öðrum tölvum. Einnig var sýnt Oracle á Macintosh sem m.a. tengir saman gögn á VAX og Macintosh. Klaus Andersen verk- fræðingur og tæknilegur ráðgjafi hjá Oracle Danmark sýndi m.a. hugbúnaðargerð án forritunar með SQL*Forms töflureikni, SQL'Calc sem tengist Oracle gagna- grunninum beint með SQL málinu og tæki fyrir óvana sem nefnist Easy*SQL. Tölvulausn, verkfræði- og tölvuráðgjöf, hefur nú starfað í 2 ár og hefur það sérhæft sig í Oracle búnaði á VAX, Unix, MS-DOS og Macintosh. í samvinnu við Oracle Danmark mun Tölvulausn bjóða námskeið í Oracle SQL nú í haust. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.