Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 44
leg tilvik auk þess að prófa helstu jaðartilvik. Þriðja skrefið er að framkvæma kerfispróf. Þá er prófað hvort samræmi sé í framsetningu gagna; hvort mismunandi sam- antektir gefi samvarandi niður- stöður; hvort kerfið standist yfir- leitt þær kröfur sem gerðar voru við hönnun. Þessum hluta er oft- ast sleppt þar sem hér er gjarnan kominn mikill þrýstingur af hálfu notanda um að fá kerfið til notk- unar. Bráðnauðsynlegt er þó að tryggja a.m.k. að gögn notanda tapist aldrei, þ.e. að allar skrán- ingar séu öruggar. Fjórða og síðasta þrepið er að setja kerfi í gang hjá notanda. í byrjun er nauðsynlegt að fylgjast vel með gangi kerfisins. Tryggja þarf að forritið sé notað eins og ætlast var til. Oft þarf að breyta ýmsum smáatriðum til að tryggja að notkunin sé þjál. Á þessu stigi prófunar er unnið með raunveru- leg gögn notanda, og því verður að taka afrit af kerfinu mjög oft til að tryggja lágmarks áhrif ef villa finnst ekki fyrr en á þessu stigi. DÆMI UM AÐFERÐIR TIL AÐ AUÐVELDA PRÓFUN OG VILLULEIT: Hönnuðir og forritarar geta gert ýmislegt til að auðvelda prófun og villuleit forrita. Eitt mikilvægasta atriðið er að hægt sé að skoða beint allar skráðar upplýsingar. Stundum dugar að sýna allar forsendur með niðurstöðum, en ef um mikið magn gagna er að ræða er æskilegast fyrir prófar- ann að hægt sé að kanna gögnin með almennu fyrirspurnakerfi. Best er að nota almennan gagna- grunn, þar sem bæði er hægt að skrifa forrit og koma með almenn- ar fyrirspurnir. Almennur gagna- grunnur hefur auk þess þann kost að oft er hægt að svara auðveld- lega spurningum, sem notandi kemur með. Síðar má byggja þessa fyrirspurn inn sem hluta af kerfinu, ef þurfa þykir. Æskilegast er að hönnuðir út- búi prófgögn strax við lok hönn- unar kerfisins. Hjá stærri fyrir- tækjum tíðkast nú að prófarar taki þátt í hönnuninni, alveg frá fyrstu tíð. Með þessari aðferð verða prófgögn og niðurstöður skil- greindar í byrjun. Þessi gögn má bera undir notandann og fá sam- þykki hans við vinnugangi kerfis- ins. Þannig hefur prófun forrita verið stöðugt að færast framar í hönnunarferilinn og blandast meira inn í öll stig smíðinnar. Yfir- leitt er þá útbúin röð prófana, sem ný útgáfa verður að standast áður en hún er sett af stað hjá notanda. Til að auðvelda allt viðhald kerfisins, en ekki eingöngu próf- anir og villuleit, er nauðsynlegt að samloðun milli mismunandi að- gerða og eininga kerfisins sé sem allra minnst. Með lítilli samloðun er átt við að breyting á einum stað geti ekki haft áhrif á öðrum. Allar aðgerðir eru sjálfstæðar og breyt- ur sem allir hlutar forritsins þekkja eru fáar. Öll undirforritasöfn sem notuð eru, eru mjög ítarlega próf- uð og vandlega afmörkuð. Varnarforritun er nauðsynleg til að stöðva misnotkun kerfisins eða einstakra hluta þess. Til dæmis má nefna athugun á stærðartakmörkunum, deilingu með núlli og fleira í þeim dúr. Varnarforritun er sérstaklega nauðsynleg í öllum almennum undirforritasöfnum, til að tryggja skynsamleg viðbrögð við vafa- sömun gögnum. Góð handbók hefur óbeint reynst öflugt tæki við prófanir. Höfundur handbókarinnar verður að prófa allt kerfið út í æsar til að geta lýst aðgerðum. Það lendir því á höfundi að lýsa gangi kerfis- ins og útskýra og réttlæta allar aðgerðir þess. Dæmi um algengar villur í forritum: Ein algengasta villan í forritum hér á landi er sú að skráning gagna er ekki trygg. Sérstaklega á þetta við ef sama aðgerðin þarf að uppfæra margar færslur sam- tímis. Þá er mikil hætta á að hluti færslanna skráist, en ekki allar. Þannig myndast innbyrðis mis- ræmi í gögnum, sem erfitt getur verið að finna fyrir notanda. Sem dæmi má taka bókhaldsforrit, sem þarf að færa fjárhagsfærslur á marga lykla fyrir eitt og sama fylgiskjalið. Ef einungis hluti þessara færslna færist, stemmir bókhaldið ekki þótt allt hafi verið í lagi upphaflega. Ástæðurfyrir því að einungis hluti færslnanna skráist geta verið mismunandi. Rafmagn getur farið af í miðjum klíðum, notandi getur stöðvað for- ritið, diskur getur skemmst eða fyllst og margt fleira. Einnig þekkist það að ná- kvæmni í útreikningum er önnur en notandi sér á skjánum. Þannig er ekki alltaf víst að notandi fái sömu samtölu úr lista og forritið. Ástæðan er gjarnan sú að forritið reiknar með fleiri aukastöfum en sýndir eru. Annar angi af þessari sömu villu er að notandi fær mis- munandi niðurstöður, eftir því hvernig gögnin eru framsett. Sala dagsins getur verið mismunandi eftir því hvort beðið er um einn einstakan dag eða samantekt yfir mánuðinn. Villur af þessu tagi eru mjög hvimleiðar og verða þess valdandi að notandinn fer að van- treysta kerfinu. Ein algengasta villan við próf- anir er sú að eingöngu eru prófuð einstök einföld tilvik. Jaðartilfellin gleymast, einkum og sér í lagi það að hluta af gögnunum vanti. Þannig vill gleymast að byggja inn nægjanlegt varnarkerfi til að tryggja að hönnunarforsendum kerfisins sé ekki misþyrmt. Deil- ing er sérlega varasöm, og nauð- synlegt er að athuga sérstaklega hver viðbrögð forritsins eiga að vera ef deila á með núlli. Þegar villa hefur fundist í forriti er gjarnan rokið til og hún leiðrétt. Yfirleitt gleymist að athuga hvort fleiri slíkar leynist í forritinu. Það er nú svo að forritun er að tölu- verðu leyti breyting á eldri forrit- um. Þannig vill misskilningur eða villa flæða vítt og breitt yfir forrit. Einnig vill gleymast í hrifningunni yfir að hafa fundið og leiðrétt „VILLUNA" að athuga hvort aðrar villur hafi slæðst inn við leiðrétt- Framhald á sícu 50 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.