Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 60
TÆKNI HIN LITLA, UÚFA Z88 Stærsti gallinn við flestar þeirra fartölva sem nú eru á markaðin- um er sá að þær eru of stórar og þungar til að fólk taki þær með sér nema ítrasta nauðsyn krefji. Þá er von að spurt sé hvað þarf rit- vinnslutölva að vera létt til að geta kallast hin fullkomna lausn? Hönnuður Z88, breski hugvits- maðurinn Sir Clive Sinclair, segir að slík tölva þurfi að komast fyrir í skjalatösku af meðalstærð. Far- tölvan Z88 fullnægir þeirri kröfu. Eins og Ijóst má vera er hönnun fartölvu byggð á einhvers konar málamiðlun. Tæknilegum eigin- leikum og vinnslugetu þarf að fórna til að halda þyngd og fyrir- ferð í lágmarki. Þess vegna reynir hönnun þessara tækja mjög á hugvit - snjallar tæknilegar lausn- ir er það sem málið snýst um. Það hefur verið sagt, til að lýsa þróuninni í tölvutækni og um leið stöðnuninni sem ríkti í bílahönnun fyrir nokkrum árum, að hefði bíll- inn þróast til jafns við míkrótölv- una sl. 30 ár vægi hann núna hálft kg, kostaði tíkall, eyddi 50 kW á ári og færi með Ijóshraða. Z88 frá Cambridge Computer vegur innan við kg og er að fyrir- ferð nákvæmlega A4, um 2 sm á þykkt. Hún er byggð á Z80 ör- gjörvanum sem upphaflega var þróaður af Zilog fyrir CP/M stýri- kerfið. í stað þess að nota diskl- inga notar Z80 minniskubba á stærð við hálfan eldspýtnastokk til að geyma vinnsluminni (RAM) og lesminni (ROM). Á lesminnis- kubbi er stýrikerfið og ýmis með- fylgjandi hugbúnaður, 128 kb. Skjárinn er ekki stór, reyndar aðeins gluggi sem sýnir 6-8 línur í senn, 80 stafi í hverri, blekskjár (SuperTwist) án baklýsingar. Þótt skjárinn sé ekki stór er hann Sir Clive Sinclair er þekktur fyrir aö fara ekki troönar slóðir. Þaö hefur hann ekki heldur gert við hönnun Z88. ágætt dæmi um þær snilldarlegu lausnir sem einkenna þetta tæki. Til hliðar á skjánum birtast ýmsar upplýsingar svo sem um skipanir og vinnslustöðu auk þess sem sérstakur gluggi sýnir útlínur text- ans í því skjali sem unnið er í. Þannig getur maður fylgst með því hvað miðar áfram, t.d. til sjá eða ákveða hvar undirskrift skuli vera þótt aðeins séu 7 línur í senn á textaskjánum. í samanþjappaðri grein er erfitt að gera Z88 tæmandi skil. Þess í stað mun reynt að svara ýmsum spurningum sem ætla mætti að þeir vildu fá svör við sem velta fyrir sér kaupum áfartölvu. Fyrsta spurningin væri þá um verð. Grunnverð Z88 er um 33 þúsund krónur (seljandi er Hin búðin, Garðastræti 17). Innifalið í grunn- verði er stýrikerfið auk 12 forrita á 128 kb ROM-kubbi, 32 kb vinnsluminni (innbyggt), íslenskir stafir á hnöppum, skjá og út á prentara, RS-232C, 9 pinnateng- ill auk ístunguraufa fyrir stækkun- areiningar. Hnappaborðið er af fullri stærð eins og á PC tölvum. Tölvan gengur fyrir rafhlöðum (4 stk.) eða 6 volta spennu frá straumbreyti. Rafhlöður endast 20 klst. í samfelldri vinnslu og er sérstök viðvörun sem á tryggja að skipt sé um rafhlöður í tíma. Inn- byggt samskiptaforrit sem nefnist Import/Export er innifalið í grunn- verði. Hægt er að flytja skjöl og gögn frá PC tölvu og yfir í Z88 eða öfugt. Það er gert með Import/ Export á sérstaklega einfaldan hátt. Til þess að tengja Z88 við PC þarf aðeins að kaupa snúru og lítið forrit. Kostnaðurinn er um þúsund krónur og er þá l/E notað til að stýra millifærslu. Fullkominn samskiptabúnaður m.a. til að stýra ytra mótaldi kostar ásamt kapli 3-4 þúsund krónur. Prentari er tengdur við RS-232C með þar til gerðu millistykki en tengillinn getur verið fyrir rað- eða hlið- sendingu eftir því sem við á hverju sinni. Þetta er sama fyrir- komulag og er á dvergtölvunni Psion. I ritvinnslukerfinu er sér- stakt forrit sem gerir kleift að for- rita prentarastýringu ef hún er ekki þegar fyrir hendi. Þá er eðlilegt að spurt sé í hvaða formi millifærsla gagna sé á milli PC og Z88. Fyrst er því til að svara að til að hægt sé að 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.