Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 20
LÍTILL ÁRANGUR HJÁ GORBASJOV Þrátt fyrir Perestrojku og Glasnost ríkir stöönun í efnahagsmálum Sovétríkjanna segja erlendir fréttamenn í Moskvu. Eftir nokkurn vöxt áriö 1986 færðist ástandið aftur í samt horf á árinu 1987. Þótt vöxtur væri mælanlegur meö 2,3% er reiknað með dulinni verðbólgu uppá 2% þannig að áhrif vaxtarins verða nánastengin. Landbúnað- urinn stendur á núllinu, út- flutningsverðmætin halda áfram að minnka og aukning í samgöngum og flutningum er varla mælanleg. Iðnaðarfram- leiðslan jókst um 3,8% á árinu 1987 og er það minna en áætlað hafði verið og minna en árið áður. Það mun vera Halldór Laxness sem einhvers staðar kemst þannig að orði, þegar hann lýsir einni hlið á efnahagskerfinu í Sovétríkjunum, að það sé með ólíkindum hvað hægt sé að fá fólk til að leggja á sig sé því lofað að það fái að éta eftir 5 ár. Sten Sjöström, en hann er fréttaritari sænskra dagblaða í Moskvu, segir m.a. að þrátt fyrir að stjórnin geti bent á einhverjar félagslegar framfarir hverfi þær með öllu í skuggann af hinum klassíska skorti á neysluvörum. Meðal þess árangurs sem þakka megi Gorbasjov sé að nú sé eitt helsta efnahagsvanda- málið í Sovétríkjunum þau tvö kerfi sem ríki hlið við hlið, annars vegar gamla ráðstjórnarkerfið með allar tilheyrandi stofnanir sínar svo sem KGB en hins vegar einhvers konar fyrirskipað markaðshagkerfi sem á að vera fullmótað 1990 - haldi Gorbasjov velli þangaö til. Dæmi um þetta fyrirskipaða markaðshagkerfi er sú staðreynd að sovéska ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að aftur skuli taka upp verðbréfaviðskipti í landinu þannig að ríkisfyrirtæki geti selt starfsmönnum og almenningi hlutabréf samkvæmt sérstökum reglum sem nú er verið að kynna. Gorbasjov gæti því látið opna Kauphöllina í Moskvu á ný en henni lét Stalín loka árið 1930 þegar hann ákvað að taka upp fullkominn áætlunarbúskap. Kauphöllinni, sem stendur skammt frá Rauða torginu, hafði fyrst verið lokað í byltingunni 1917 en var opnuð á ný á nokkrum árum síðar. Hún var opin á s.k. NEP-tímabili fram að 1930. FOKKER 50 KLM Royal Dutch Airlines hefur fest kaup á 7 nýjum Fokker 50 flugvélum og munu þær verða notaðar á styttri flugleiðum af dótturfyrirtækinu NLM City Hopper, segir í frétta- bréfinu Fokker News (28/9). Þá segir einnig að með tilliti til aukins frjálsræðis í evrópskum flugsamgöngum hafi KLM tryggt sér kauprétt á þremur Fokker 50 til viðbótar. Fokker 50 skrúfuþotan tekur við af F27 Friendship sem KLM hefur notað reglulega síðan 1966. Fjórar vélar verða afhentar KLM á árinu 1990 og þrjár á árinu 1991. Meginástæðan fyrir vali á Fokker 50 er sögð hafa verið tæknistig, sparneytni og þægindi sem jafnast á við það sem gerist í nýtísku þotum vegna afburða hljóðeinangrunar farþegarýmis. KLM hefur einnig pantað 10 Fokker 100 farþegaþotur og tryggt sér kauprétt á 5 til viðbótar. Afhending Fokker 100 mun hefjast snemma á árinu 1989. Þegar hafa verið seldar 93 Fokker 50 (okt. 1988) og tryggður kaupréttur á 29 til viðbótar, þ.e. samtals 122 vélar. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.