Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 52
TÆKNI andi líkur á því að skjöl týnist eða skemmist. í myndvinnslukerfi geta tugir starfsmanna fyrirtækis skoðað sama skjalið á sama tíma án þess að bætt sé við einni ein- ustu pappírsörk þess vegna. Þá skiptir einnig miklu máli að nú gerir myndvinnsla kleift að fella saman myndir og ritmál í eitt og það nærri fyrirhafnarlaust. í þessu samhæfða kerfi er skjalið lagt í myndara (skanner) sem les það inn á opískan disk sem tölvustöðvar nota síðan eins og hverja aðra miðlæga gagna- geymslu. Optískur diskur getur staðið skil á einni ákveðinni mynd, sem geymd er á meðal milljóna annarra mynda, á innan við 20 sekúndum og sú mynd get- ur eins verið af bréfi eins og hverju öðru skjali með ritmáli og/ eða myndum. Þessi tækni þýðir að „rafeindaskjalageymsla" er raunhæfur möguleiki en ekki fjar- lægur draumur. í Wang mynd- vinnslukerfinu er unnt að hafa gagnasafn á optískum diskum samhliða gagnasafni á örfilmum í einu samhæfðu tölvukerfi og er tölvupóstur einn þáttur þess. Tök- um dæmi um hvað þessi tækni hefur í för með sér fyrir starfs- menn fyrirtækja: Sölustjóri þarf að kynna sölumönnum nýtt tæki. Hann notar tölvustöð til að skrifa texta bréfs með ritvinnslu, sækir mynd eða teikningar af nýja tæk- inu í gagnageymslu og lætur tölv- una setja inní bréfið, hann sækir verðútreikninga í gagnageymsl- una og skoðar þá og setur verð- skrá inní bréfið, sækir síðan lista yfir sölumenn og sendir bréfið til þeirra með tölvupósti. Hann getur skoðað öll þessi skjöl og myndir samtímis í sjálfstæðum gluggum á tölvuskjánum. Enginn pappír er notaður við þessa upplýsinga- miðlun. Samhæfð myndvinnsla á borð við Wang IIS hentar ýmsum fyrir- tækjum og stofnunum betur en öðrum og er skýringin á því fólgin í eðli þeirrar starfsemi sem þau stunda. Sem dæmi má taka tryggingafélag. Við uppgjör tjóna þarf að safna saman ýmsum gögnum svo sem tjónaskoðunar- skýrslum, verðskrám, reikningum frá ýmsum aðilum o.fl. í sam- hæfðu myndvinnslukerfi eru öll þessi gögn tiltæk og hægt að skoða þau og nota á sama tölvu- skjá. Ekki þarf að byrja á að finna hvar skjölin eru geymd, fá afrit af þeim og geyma þau síðan eða eyða í pappírstætara. Starfsmað- ur tryggingafélags getur t.d. af- greitt mál í gegnum síma nánast samtímis með þessu móti. í bankakerfinu er pappírsflóðið ennþá eitt helsta vandamálið þrátt fyrir tölvuvæðingu. Pappírs- kostnaður og pappírsvinna er drjúgur kostnaðarliður í rekstri banka og sífelt er unnið að hag- ræðingu í því skyni að halda skrif- ræðiskostnaði í lágmarki. Vegna þeirra ströngu krafna sem gilda í bankastarfsemi og varða marg- vísleg öryggismál og endurskoð- un hefur reynst hægara sagt en gert að draga úr pappírsnotkun- inni. Með samhæfðri mynd- vinnslu í bönkum skapast nýir möguleikar á að draga verulega úr pappírsnotkun og auka gagna- og vinnsluöryggi samtímis. Sem dæmi um þá hagræðingu sem verður möguleg í bankakerf- inu með myndvinnslu má nefna Út er komin hjá Heildi á Akur- eyri ný kennslubók um ritvinnslu- kerfið Word eftir Níels Karlsson sem er einnig höfundur eldri bók- ar um MS-DOS/Word 2.0 auk þess sem hann er einn höfunda íslensku kennslubókanna um IBM stoðirnar; Rit-, Skrá-, Mynd-, Skýrslu- og Teiknistoð. Eins og segir í formála nýju bókarinnar kom Word 3,0 í kjölfar Word 2.0 og síðar 3.1. Þótt breyt- ingar séu ekki stórvægilegar á milli þessara útgáfa urðu þær þeim mun meiri með útgáfu 4.0. Ritvinnslan er nú mun þjálli og hraðvirkari en áður auk þess sem bætt hefur verið við hana ýmsum nýjum möguleikum. Sem dæmi að ekki verður lengur nauðsyn- legt að safna saman ávísunum frá gjaldkerum, flokka þær, leggja saman og sendatil ávísanaskipta til Seðlabanka. í myndvinnslu bregður gjaldkerinn ávísuninni í myndara og þar með er hún kom- in sjálfkrafa inn í uppgjör. Álag á megintölvur bankanna mun minnka verulega þegar starfs- menn þurfa ekki lengur að afla upplýsinga úr miðlægu gagna- safni en geta fengið mynd af við- komandi skjali á útstöð. Mynd- vinnslan mun geta sparað bönk- unum mikinn kostnað vegna dýrs geymsluhúsnæðis fyrir pappírs- gögn og sumum þeirra allan kostnað vegna örfilma. Þá getur starfsmaður banka, í einu vet- fangi, fengið mynd á skjá af eigin- handarundirskrift (sýni á korti) til að ganga úr skugga um að undir- skrift skjals sé ófölsuð og með myndvinnslukerfinu er hægt að tryggja að engin ávísun, á reikn- ing sem hefur verið lokað, verði innleyst nokkurs staðar nokkrum mínútum eftir að reikningi hefur verið lokað. Þetta eru aðeins örfá dæmi um væntanlegt hagræði af þessari nýju tækni. Bankamenn gætu nefnt tugi dæma til viðbótar. má nefna möguleika sem þekkj- ast í útgáfukerfum (Desk-Top- Publishing eða DTP) en þeir virð- ast ætla að halda innreið sína í ritvinnslukerfi framtíðarinnar. í þessari bók er Word aðalvið- fangsefnið en það sem snýr að MSDOS stýrikerfinu sérstaklega er fellt inn í viðauka. Þá er það athyglisvert atriði í sambandi við þessa bók og notkun hennar við kennslu að kennarar geta fengið diskling með öllum skrám sem vísað er til í bókinni. Sem dæmi um slíkar skrár má nefna lausnir verkefna, útlitssíður og fjölva. Bókin er 176 blaðsíður. Brotið er 169x239 mm (þykkt 13 mm). Sá hluti bókarinnar sem fjallar NÝ BÓK UM MS-W0RD 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.