Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 33
óraunhæft og er stefnt að því að
útsendingartíminn verði 5-6 klst á
dag og að þrátt fyrir það megi tak-
ast að halda rekstrarkostnaði inn-
an tilgreindra marka.
Dagskrárdeild TV 2 hefur tekið
sér til fyrirmyndar Channel 4 í
Bretlandi, þ.e. Channel 4 eins og
sú stöð er rekin núna en á þeim
bæ hefur reynst nauðsynlegt,
vegna fækkunar áhorfenda, að
draga úr gerð vandaðs eigins efn-
is og sýna þess í stað ódýrt
skemmtiefni og bandaríska fram-
haldsþætti. Þetta er sú stefna
sem gert er ráð fyrir að verði einn-
ig fylgt í TV 2 og hefur hún valdið
miklum deilum í Danmörku.
Margir fullyrða að hér séu auglýs-
endur þegar farnir að stýra efni
stöðvarinnar og vilji fyrst og
fremst ná til þeirra hópa sem helst
sækjast eftir s.k. léttmeti í sjón-
varpi. Menntamálaráðherra
Dana, H.P. Clausen, hefur lofað
endurskoðun laganna um TV 2
fyrir áramótin og er gert ráð fyrir
því að ýmsar breytingar sem aug-
lýsendur hafa óskað eftir nái m.a.
fram að ganga, t.d. ákvæði um að
hámarkstími sem verja megi til
auglýsinga skuli miðast við árs-
meðaltal. Það þýddi að auglýs-
ingar mættu vera lengri tíma á
dag á haustin þegar mest eftir-
spurn er eftir sjónvarpsauglýsing-
um en minni að sumrinu. Auglýs-
endur vilja einnig að lögunum
verði breytt þannig að hafa megi
fleiri en styttri auglýsingatíma og
að þeim verði dreift meira í dag-
skránni.
En framtíðin er ef til vill ekki
alveg eins björt fyrirTV 2 og halda
mætti í fyrstu. Samkeppni er
þegar í augsýn frá kapalkerfum
sem allt bendir til að fái leyfi til að
AÐEINS 12% HORFUN
ER VOND BYRJUN
selja auglýsingatíma innan
skamms. Danska verkalýðs-
hreyfingin hefur t.d. komið upp
þéttu kerfi sjónvarpsstöðva, AIM,
sem senda með köplum á af-
mörkuðum svæðum. Fái AIM
leyfi til að selja auglýsingar getur
það hæglega rykkt rekstrar-
grundvellinum undan TV 2, að
áliti Jens Howitz og hann bendir á
í þessu sambandi að útvarpsaug-
lýsingar í Danmörku séu 70%
svæðisbundnar en einungis 30%
þeirra séu ætlaðar hlustendum
allsstaðar í Danmörku.
Markaðsathuganir hafa gefið
vísbendingu um að í Danmörku
muni um 40% sjónvarpsauglýs-
inga vera frá seljendum matvara
og er það svipað hlutfall og sagt
er vera í þeim löndum sem Danir
miða sig helst við. Þar næst koma
auglýsingar þeirra sem selja
þvotta- og þrifefni, um 10%, og
síðan heimilistæki og aðrar raf-
vörur, 9,8%.
í byrjun október sl. voru birtar
niðurstöður úr fyrstu skoðana-
könnuninni meðal sjónvarps-
áhorfenda. Þær sýna að einungis
12%af 2,8 milljónum þeirraáhorf-
enda sem geta séð báðar stöðvar
hafa horft á fréttir í TV2. 41%
héldu sig við gömlu sjónvarps-
stöðina. Þetta er áfall fyrir nýju
stöðina en eykur um leið mögu-
leika á því að lögunum verði
breytt þannig að leyfilegt verði að
skipta auglýsingum niður í fleiri
og dreifðari skammta og að TV2
hætti að senda fréttir út á sama
tíma og eldri stöðin.
33