Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 36
IÐNAÐUR — TÆKNI samvinnu á milli þeirra deilda fyrirtækjanna sem fást við mark- aðs- og sölumál, annars vegar, og hins vegar þeirra sem fást við vöruþróun, hönnun og fram- leiðslutækni. Með CIM tækninni eru samskiptin og upplýsinga- miðlunin gerð markvissari, auð- veldari og um leið árangursríkari. Allir viðkomandi aðilar í fyrirtæk- inu eiga auðveldara með að nálg- ast þær upplýsingar sem til eru í tölvu fyrirtækisins og jafnvel utan þess. Með sérstöku skipulagi er tryggt að upplýsingar séu jafn- harðan uppfærðar og endurnýj- aðar. Einn kostur CIM er sá að hægt er að klæðskerasauma kerfið að þörfum fyrirtækis, t.d. er unnt að komast af með tiltölulega einfald- an og ódýran tölvubúnað í upp- hafi og bæta síðan við hann. Samhæfingin nær til margra þýðingarmikilla þátta í fram- leiðsluferli fyrirtækis (sala m.a. til- heyrir framleiðsluferli). Þannig getur sölumaður, sem staddur er í öðru landi, verið í tölvufjarskipta- sambandi og kannað hvort hægt sé að mæta sérstökum kröfum væntanlegs kaupanda. Með CIM er tölvutæknin virkjuð við hönnun framleiðslutækja og framleiðslu- aðferða t.d. samhliða hönnun vörunnar. Þannig getur hönnunin breyst og aðlagast framleiðslu- tækninni og/eða öfugt í jöfnum takti og í samvinnu viðkomandi aðila í stað þess að þeir bíði hvor eftir öðrum. Samhæfingin nær einnig til stýringar sjálfvirkra og hálfsjálfvirkra framleiðslutækja svo sem hugvéla og tækja sem lúta númerískri stýringu. Einn þeirra dönsku upplýsinga- bæklinga sem FV hefur undir höndum nefnist „CIM. Hvad, hvorfor, hvordan? En kortfattet introduktion". Hann er gefinn út af „Industri og Handelsstyrelsen" í tengslum við s.k. CIM-prógramm sem er einn liður í „Det Teknolog- iske Udviklingsprogram11. í þess- um bæklingi segir frá árangri sem náðst hefur með CIM tækninni í nokkrum bandarískum iðnfyrir- tækjum, sem er samkvæmt upp- lýsingum frá National Research Council, Washington DC, á þessa leið: Lækkun hönnunarkostnaðar 15- 30%. Stytting tíma ferlisins „framleiðsla - sala“ 30-60%. Aukning vörugæða 2-5 sinnum. Afkastaaukning í framleiðslu 40- 70%. Fækkun vörutegunda sem fram- leiddar eru samtímis 30-60%. Aukning arðsemi fjárfestingar 2-3 sinnum. Lækkun launakaostnaðar 5- 20%. Þess er jafnframt getið í sama bæklingi að sum dönsk fyrirtæki sem tekið hafa upp CIM hafi orðið fyrirvonbrigðum, vandamálin hafi reynst óteljandi. Önnur dönsk iðnfyrirtæki hafi hins vegar náð verulegum árangri. TOPPARNIR MEÐ TILB0Ð Danir leggja mikla áherslu á að æðstu stjórnendur iðnfyrirtækja taki fullan þátt í undirbúningi, skipulagi og námskeiðum sem snerta CIM. Ástæðan er sú að CIM hefur m.a. í för með sér ákveðna stefnumörkun í rekstri, t.d. ákvörðun markmiða til lengri tíma, og hefur bein áhrif á samkeppnishæfni og viðskipta- hætti fyrirtækis. Bent er á að eðli- legt sé að markmiði með CIM verkefni sé náð á 4-6 árum og því þurfi leiðsögu stjórnenda með fulla yfirsýn til að tryggja árangur, ekki síst vegna þeirra fjárfestinga sem verkefnið kann að hafa í för með sér og geta verið talsverðar. í áðurnefndum bæklingi er geng- ið svo langt að fullyrt er að án þátttöku æðstu stjórnenda fyrir- tækja sé CIM verkefni dæmt til að mistakast. í öðrum bæklingi sem gefinn er út af sama aðila er dönskum framleiðslufyrirtækjum gert ákveðið tilboð um þátttöku í þremur sjálfstæðum CIM-pró- grömmum. CIM-kynning (á dönsku CIM-int- roduktion). Fyrirtæki er boðinn hálfsdags kynningarfundur sem kostaður er af „Det Teknologiske Udviklingsprogram" (TUP). Sér- stakur ráðgjafi kynnir CIM fyrir æðstu stjórnendum fyrirtækisins sem hann hefur áður kynnt sér þannig að hann leggur áherslu á að lýsa þeim áhrifum sem tæknin kann að hafa í viðkomandi fyrir- tæki og hvernig hún geti styrkt samkeppnisstöðu þess. Meðal þess sem ráðgjafinn fjallar um er spurningin: Hvenær og hvar hentar CIM og hvernær ekki? Hann lýsir ennfremur fyrstu skref- um fyrirtækis á CIM-brautinni og nefnir dæmi um árangur í öðrum dönskum fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir umræðum og að ráðgjafinn svari ýmsum spurningum fulltrúa fyrirtækisins á þessum 4 klst. fundi. CIM-mat (á dönsku CIM-vurder- ing) nefnist sérstakt ráðgjafar- verkefni sem boðið er uppá gegn greiðslu. Verkefnið tekur venju- lega 2-3 vikur og er mælt í 6 ráð- gjafavikum (2 ráðgjafar í 3 vikur) en fer að sjálfsögðu nokkuð eftir aðstæðum í viðkomandi fyrirtæki. TUP greiðir 75% af fyrstu 10.000 dkr vegna ráðgjafarinnar og 50% af næstu 40.000 dkr. í þessu verkefni getur styrkur TUP því orðið mestur 27.500 dkr. Ráð- gjafar geta verið frá nokkrum sjálfstæðum dönskum ráðgjafar- fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig m.a. í CIM og hafa hlotið viður- kenningu og meðmæli TUP. Eitt þessara ráðgjafarfyrirtækja er Asbjörn Habberstad A/S í Kaup- mannahöfn. Tilgangurinn með þessu verk- efni er að kanna stöðu fyrirtækis- ins, aðstæður þess og hvort grundvöllur sé fyrir því að taka upp raunverulegtCIM prógramm. Með þessu móti er unnt að sýna á hvern hátt fyrirtæki geti hagnast á því að nota CIM, hvernig og hvaða fjárfestingar er þörf en einnig gæti verkefnið leitt í Ijós að ekki borgaði sig, t.d. á þessu stigi, fyrir viðkomandi fyrirtæki að halda út á CIM-brautina. Verkefn- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.