Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 38
AF TOLVUSVIÐI Haukur Nikulásson verkfræðingur: MARGT SMÁTT CtÁ[)T GERIR Ein O I Un I SAMTENGDAR PC TÖLVUR MYNDA NÆSTU KYNSLÓÐ FJÖLNOTENDAKERFA Á síöustu árum hafa hraövirk samskiptakerfi í auknum mæli fengiö hlutverk fjölnotendakerfa í stærri fyrirtækjum í stað svokall- aöra millitölva. Samskiptakerfi af þessu tagi þekkja fleiri séu þau kölluö „net“. Tölvubúnaöur stærri fyrirtækja var gjarnan samsettur af megintölvum, millitölvum og einkatölvum en nú þykir sýnt aö í framtíðinni veröi búnaðurinn megintölvur, netmiöstöðvar og einkatölvur, þar sem netmiðstöð- in er í raun ekkert annað en vel búin einkatölva. UPPHAF NETKERFA Þegar fyrirtæki hófu almennt að kaupa smátölvur þótti strax álitlegt aö tengja tölvurnar saman með það sem meginmarkmið að samnýta dýr jaðartæki t.d. prent- ara og fasta diska. Á upphafsár- um netanna var strax sýnilegt að fræðilega gátu netkerfi orðið nýr vettvangur fjölnotagagnavinnslu. Segja má að þar með hafi dauðadómur í raun verið kveðinn upp yfir millitölvunum. En hvers vegna eru þær þá enn við lýði? Jú, þó svo að fræðin og tengibún- aðurinn gengi vel upp vantaði hentugan hugbúnað til að vinnsluhraðinn væri viðunandi. Nethugbúnaðurinn var yfirleitt búinn til ofan á einnotendastýri- kerfi (t.d. CP/M) sem voru varla nægilega góð fyrir einn notanda, hvað þá sem undirlag fyrir sam- skipti af þessu tagi. Fyrstu nettilraunirnar sem greinarhöfundur tók þátt í 1982- 83 voru með tókanetkerfi frá Haukur Nikulásson Vector Graphic. Hámarks flutn- ingshraði þess nets var 750Kbitar (u.þ.b. 100 stafir) á sekúndu. Þetta netkerfi var ónothæft með öllu. Flutningshraðinn var þó ekki flöskuháls kerfisins. Tafir netsins fólust fyrst og fremst í hugbúnað- inum sem ekki var nægilega skilvirkur. Niðurstaðan sem fékkst á þessum tíma var að net- kerfi hefðu ekkert nema ókosti: Rándýr tengikort kostuðu hátt í tölvuverð, hugbúnaðurinn tók svo mikið minni í útstöðvunum að varla var hægt að nota nokkur önnur forrit og svo var svartími afspyrnu lélegur. 1983: NOVELL BÝR TIL SÉRHÆFT NETSTJÓRNKERFI Hjá Novell-fyrirtækinu, sem á sínum tíma var eingöngu fram- leiðandi tölva, var nú ráðist að rót- um vandans. Kerfisfræðingar fyrirtækisins hönnuðu nýtt stýri- kerfi og annan nauðsynlegan hugbúnað sem hægt var að nota á PC samræmdar tölvur. Þessi hugbúnaður var nefndur Net- Ware. NetWare var samið frá grunni sem netstýrikerfi og því lagðar aðrar áherslur á uppbygg- ingu skráarkerfisins en tíðkuðust í einnota stýrikerfum á borð við CP/M og MS-DOS. NetWare keyrði á tölvu sem hafði það eina hlutverk að vera netstjóri. Út- stöðvarnar voru PC tölvur með nettengispjöldum og notuðu þær áfram sitt upprunalega MS-DOS en til þess að komast í samband við netstjórann notuðu þær lítið forrit sem vann í tölvunni sam- hliða stýrikerfinu en ósýnilegt notandanum. Frá upphafi var kappkostað að allur algengur vélbúnaður myndi nýtast með NetWare hvort sem hann væri frá Novell eða öðrum. Hægt er að nota næstum hvaða PC/PS, AT eða 386 tölvu sem er fyrir miðstöð, og stýribúnaður var gerður fyrir öll venjuleg nettengi- spjöld. Jafnvel má ganga svo langt að nota mismunandi spjöld í sama netinu. Þessari þróun hefur verið fram haldið óslitið síðan og hefur nýjum möguleikum sífellt verið bætt við. Nýlega kynnti Novell nýjustu útgáfu stýrikerfis- ins og er þá mögulegt að nota Apple Macintosh tölvur sem út- stöðvar í sama neti og PC/PS tölvur. Skráarkerfi NetWare hefur nefnilega möguleika á að geyma skráarheiti fyrir MS-DOS, Finder (Apple) og UNIX auk síns eigin. Netmiðstöðin þjónar Mac-not- andanum eins og hún væri App- leShare miðstöð. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.