Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 55
 Boö frá hönnunarkerfi eru flutt yfir í stýritölvu sem stjórnar filmuskeranum sem einnig getur unniö sem tölvuteiknari. Ljósmynd: Kristján. E. Einarsson. fara með einstaka stafi: Hægt er að taka ákveðna stafagerð og umteikna stafina að vild, breyta t.d. yfirlöppun stafafótar, en þannig mætti endalaust halda áfram. Eigi að setja ramma utan- um stafi eða klysju nægir að velja gerð rammans og þykkt með hnappaborðinu, merkja fyrir einu horni hans með hnitaranum og ramminn birtist allur umsvifa- laust. Á hvaða hönnunarstigi sem er má vista teikningu til geymslu sem fullunnið verk, hálfunnið eða sem tilbrigði. Þá mynd sem er á skjánum má hvenær sem er prenta með venjulegum tölvu- prentara. Eigi að flytja hönnun- ina yfir á filmu er stærðin ákveðin í efnisskránni. Tölvan reiknar þá jafnharðan út hve mikið efni t.d. í fermetrum þarf til verksins. Efnið er lagt út á borð tölvuteiknarans sem teiknar viðfangsefnið eða sker út. Þannig má t.d. fullvinna mynd sem er nokkrir fermetrar á nokkrum mínútum. Sé um fleiri en eitt verk fyrir sama verkkaupa að ræða safnar tölvan saman kostnaðareining- um, þ.e. tölvutíma, hönnun og efni, og getur þannig skrifað út sundurliðaðan reikning í verklok. NÝJAR VÍDDIR Með þessum búnaði má segja að nýjar víddir hafi lokist upp. Stærð þeirra verka sem frá tölvu- teiknaranum koma í einu lagi og án samskeyta getur verið allt að 1,2 metrar á breidd og meira en 100 metrar á lengd. Með þessari tækni er t.d. hægt að gera stafi sem eru allt að 2,4 metrar á hæð án samskeyta. Sama gildir um fyrirtækjamerki t.d. þegar merkja á stóra gáma, flutningavagna eða þess háttar. Sem dæmi um þau verkefni sem má auðvelda með þessum búnaði nefnir Ásgeir að hægt sé að teikna upp mynd sem eigi að mála á húsvegg í fullri stærð og gata hana eftir sérstökum regl- um. Þannig geti þeir sem eiga að mála myndina merkt fyrir helstu kennileitum og tryggt að öll hlut- föll myndarinnar skili sér óaðfinn- anlega. Stærsta mynd sem þann- ig má teikna gæti verið 963 fer- metrar. Kosturinn við að geta gert allt að 2,4 metra háa stafi á límfilmu án samskeyta er sá að miklu minni hætta er á að slíkar merk- ingar gefi sig t.d. þegar þær eru notaðar utanhúss í íslenskri veðr- áttu. Það er því ekki undarlegt þótt stór hluti af verkefnum Undralands sé merking og skreyting sendi- og flutningabíla. Þar má nefna Kók-bíla Vífilfells, flutningavagna og sendibíla Arn- arflugs, Sveins bakara, Frjáls framtaks h.f., Smjörlíkis h.f., Sanitas...... og þannig mætti lengi upp telja. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.