Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 37
Á tveimur árum sem iðnaðar- ráðherra hefur Nils Wilhjelms m.a. náð þeim árangri að út- flutningur danskra iðnaðar- vara hefur stóraukist. í fyrsta sinn í mörg ár er vöruskipta- jöfnuður Dana jákvæður (1987). Nú hyggst Wilhjelms beina dönskum iðnfyrirtækj- um inn á nýjar brautir, m.a. með CIM. iö innifelur úttekt og kortlagningu allra rekstrarþátta fyrirtækisins. CIM-tæknin (á dönsku CIM-strat- egi). Markmiðið með þessu verk- efni er að aðstoða fyrirtæki við m.a. að taka upp CIM tækni, skil- greina mælikvarða sem nota má til að mæla árangur og leggja drög að reglum og vinnutilhögun. Fyrirtæki sem tekur þátt í þessu verkefni á kost á styrk frá TUP sem nemur 25% af heildarkostn- aði við að taka upp CIM, þ.m.t. ráðgjafarkostnaður. Styrkurinn verið hæstur 200.000 dkr og er undanþeginn sköttum. Danska CIM verkefnið hefur verið í fullum gangi á þessu ári og mun standa yfir til ársloka 1989. Fjöldi danskra iðnfyrirtækja hefur gerst þáttakendur. REYNSLA bANDARÍKJAMANNA AF CIM Tölvuvæðing framleiðslu- stjórnar í bandarískum fyrirtækj- um hófst fyrlr alvöru uppúr 1980 og hefur farið vaxandi með hverju árinu. Reynslan hefur sýnt að smærri fyrirtæki eru mun fljótari að taka upp samhæfða fram- leiðslustjórnun (CIM) en stærri og þurfa heldur ekki að kosta jafn- miklu til. Skýringin er helst talin sú að í smærri fyrirtækjum sé minna skrifræði, en það mun vera einn flöskuhálsanna. Hjá Cone Drive Operations í Michigan, en þaðfyrirtæki umset- ur 35 milljónir dollara á ári og framleiðir aðallega niðurfærslu- gíra og snigildrif, hefur CIM verið síðasti þátturinn í samhæfingu tölvutækninnar sem staðið hefur í nokkur ár. Árangurinn er helm- ings stytting framleiðslutíma að meðaltali, 40% minnkun birgða og 85% aukin stundvísi í vöruaf- greiðslu. Annað bandarískt framleiðslu- fyrirtæki, Frost Inc. í Grand Rap- ids, Michigan, sem framleiðir hluti í færibönd og telst lítið á þarlend- an mælikvarða, hefur unnið með CIM undanfarin ár og stefnir að því að hafa náð fullum árangri 1992. Framleiðsluverðmæti á hvern starfsmanna voru að með- altali 75.000 dollarar en höfðu aukist í árslok 1986 í 164.000 doll- ara. Aukin sjálfvirkni í framleiðsl- unni gerði það að verkum að fyrir- tækið, sem áður rak 6500 fer- metra verksmiðju, kemst nú af með 2600 fermetra. Birgðahald hefur minnkað um 50% og af- greiðslutími pantana hefur styst úr 12-16 vikum í 2-4 vikur. Þriðja fyrirtækið, Motor Wheel Corporation í Lansing, Michigan, sem framleiðir alls konar felgur og hjól og hefur samhæft fram- leiðslustjórnun í einu tölvukerfi, hefur náð að stytta þann tíma sem tók að hanna, prófa og fram- leiða nýja tegund úr 18-24 mán- uðum í 9 mánuði og stefnir í 6 mánuði. Vinna við framleiðniauk- andi aðgerðir skilar 5 sinnum meiri árangri í fyrirtækinu nú en áður. Birgðahald hefur minnkað umi 50% síðan 1980. Öðrum fyrirtækjum, svo sem Snap-on Tools Corp. í Wiscons- ine, hefur tekist að auka sölu um 13% á milli áranna 1985 og 1986 með aukinnni tölvutækni og sjálf- virkni. Samantekt: Leó M. Jónsson tæknifrædingur. HEIMILDIR: — Det Teknologiske Udviklingsprogram. CIM- Stratigiprogram. Industri- og Handelsstyrelsen. Industriministeret. Kaupmannahöfn. Febrúar 1988. - Implementering af Integreret Framstill- ingsstyring- en forudsætning for CIM. Peter S. Antonsen, civ. ing. Ökonomistyrning & Infor- matik. 4.árg. 1988/89 nr.1. - How CIM spells success. Industrial World, júní 1988. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.