Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 37

Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 37
Á tveimur árum sem iðnaðar- ráðherra hefur Nils Wilhjelms m.a. náð þeim árangri að út- flutningur danskra iðnaðar- vara hefur stóraukist. í fyrsta sinn í mörg ár er vöruskipta- jöfnuður Dana jákvæður (1987). Nú hyggst Wilhjelms beina dönskum iðnfyrirtækj- um inn á nýjar brautir, m.a. með CIM. iö innifelur úttekt og kortlagningu allra rekstrarþátta fyrirtækisins. CIM-tæknin (á dönsku CIM-strat- egi). Markmiðið með þessu verk- efni er að aðstoða fyrirtæki við m.a. að taka upp CIM tækni, skil- greina mælikvarða sem nota má til að mæla árangur og leggja drög að reglum og vinnutilhögun. Fyrirtæki sem tekur þátt í þessu verkefni á kost á styrk frá TUP sem nemur 25% af heildarkostn- aði við að taka upp CIM, þ.m.t. ráðgjafarkostnaður. Styrkurinn verið hæstur 200.000 dkr og er undanþeginn sköttum. Danska CIM verkefnið hefur verið í fullum gangi á þessu ári og mun standa yfir til ársloka 1989. Fjöldi danskra iðnfyrirtækja hefur gerst þáttakendur. REYNSLA bANDARÍKJAMANNA AF CIM Tölvuvæðing framleiðslu- stjórnar í bandarískum fyrirtækj- um hófst fyrlr alvöru uppúr 1980 og hefur farið vaxandi með hverju árinu. Reynslan hefur sýnt að smærri fyrirtæki eru mun fljótari að taka upp samhæfða fram- leiðslustjórnun (CIM) en stærri og þurfa heldur ekki að kosta jafn- miklu til. Skýringin er helst talin sú að í smærri fyrirtækjum sé minna skrifræði, en það mun vera einn flöskuhálsanna. Hjá Cone Drive Operations í Michigan, en þaðfyrirtæki umset- ur 35 milljónir dollara á ári og framleiðir aðallega niðurfærslu- gíra og snigildrif, hefur CIM verið síðasti þátturinn í samhæfingu tölvutækninnar sem staðið hefur í nokkur ár. Árangurinn er helm- ings stytting framleiðslutíma að meðaltali, 40% minnkun birgða og 85% aukin stundvísi í vöruaf- greiðslu. Annað bandarískt framleiðslu- fyrirtæki, Frost Inc. í Grand Rap- ids, Michigan, sem framleiðir hluti í færibönd og telst lítið á þarlend- an mælikvarða, hefur unnið með CIM undanfarin ár og stefnir að því að hafa náð fullum árangri 1992. Framleiðsluverðmæti á hvern starfsmanna voru að með- altali 75.000 dollarar en höfðu aukist í árslok 1986 í 164.000 doll- ara. Aukin sjálfvirkni í framleiðsl- unni gerði það að verkum að fyrir- tækið, sem áður rak 6500 fer- metra verksmiðju, kemst nú af með 2600 fermetra. Birgðahald hefur minnkað um 50% og af- greiðslutími pantana hefur styst úr 12-16 vikum í 2-4 vikur. Þriðja fyrirtækið, Motor Wheel Corporation í Lansing, Michigan, sem framleiðir alls konar felgur og hjól og hefur samhæft fram- leiðslustjórnun í einu tölvukerfi, hefur náð að stytta þann tíma sem tók að hanna, prófa og fram- leiða nýja tegund úr 18-24 mán- uðum í 9 mánuði og stefnir í 6 mánuði. Vinna við framleiðniauk- andi aðgerðir skilar 5 sinnum meiri árangri í fyrirtækinu nú en áður. Birgðahald hefur minnkað umi 50% síðan 1980. Öðrum fyrirtækjum, svo sem Snap-on Tools Corp. í Wiscons- ine, hefur tekist að auka sölu um 13% á milli áranna 1985 og 1986 með aukinnni tölvutækni og sjálf- virkni. Samantekt: Leó M. Jónsson tæknifrædingur. HEIMILDIR: — Det Teknologiske Udviklingsprogram. CIM- Stratigiprogram. Industri- og Handelsstyrelsen. Industriministeret. Kaupmannahöfn. Febrúar 1988. - Implementering af Integreret Framstill- ingsstyring- en forudsætning for CIM. Peter S. Antonsen, civ. ing. Ökonomistyrning & Infor- matik. 4.árg. 1988/89 nr.1. - How CIM spells success. Industrial World, júní 1988. 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.