Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 53
eingöngu um Word er 137 blað- síður og er skipt í eftirfarandi 10 kafla: Fyrstu kynni. Lagfæring og prentun rits. Útlitsmótun rits. Gluggaskipting, mótun skjásins. Endurbætur á riti. Útlitssíður. Fjölvar. Sameining rita. Ýmsar aðgerðir og Yfirlit. í bókinni er fjöldi skýringarmynda. Bókin „Ritvinnslan Microsoft Word 4.0“ kostar 1560 krónur hjá Bóksölu stúdenta. STÓRSNJÖLL HUGMYND: W TÆKISEM LEYSIR VANDAMAL OG RAKAR SAMAN FÉ í Svíþjóð er nú verið að setja á markaðinn nýtt tæki sem talið er að muni eiga eftir að raka saman fé, í þess orðs fyllstu merkingu, á komandi árum og gera uppfinnar- ann, Flans Eric Ovins og fyrirtæki hans ScanGoin, vellríkt. Tækið nefnist GlobeLotter. Tækið mun verða sett upp í stærri kjörbúðum og selur á sjálfvirkan hátt happ- drættismiða til fjáröflunar fyrir íþróttahreyfinguna í Svíþjóð. En það er þó ekki aðaltilgangurinn með þessu tæki heldur er því ætl- að að leysa eitt af þekktum sívax- andi vandamálum dagvöruversl- ana sem er skortur á skiptimynt. Verslunin þarf árlega milljarða króna í skiptimynt og kostnaður við öflun hennar nemur tugþús- undum króna á ári í verslunum auk þess sem bankar bera einnig töluverðan kostnað af vinnslu og miðlun skiptimyntar og ekki má gleyma því að flutningur skipti- myntar á milli fyrirtækja er tölu- verður þungaflutningur. Eftir því sem gjaldmiðillinn rýrnar að verð- gildi eykst tilhneiging fólks til að losa sig við smámynt heima fyrir þar sem hún safnast fyrir. Þannig fer ákveðinn hluti skiptimyntar úr notkun á hverju ári og nauðsyn- legt er að framleiða nýja með til- heyrandi kostnaði til að fylla í skörðin. Það er hér sem þetta tæki kem- ur til skjalana. Því mun verða komið fyrir framan við greiðslu- staði kjörbúða og fólk getur losað sig við smámyntina í þar til gert op á tækinu og keypt fyrir hana þátt- töku í happdrætti með mismun- andi vinningum. Þetta tæki, GlobeLotter, flokkar myntina og telur og hefur til reiðu fyrir viðkomandi verslun sem þá þarf ekki framar að standa í að- flutningum á skiptimynt langar leiðir. Enginn vafi er talin á því að tækið muni spara verslunareig- endum talsverða peninga, a.m.k. eru þeir sænsku þegar á biðlista eftir að fá það til sín. í hverju tæki mun verða hægt að spila í þrenns konar happ- drætti og getur vinningur t.d. verið úttektarkort í viðkomandi verslun eða happdrættismiði sem gefur kost á vinningi síðar eftir að dreg- ið hefur verið. Hámarksvinningur er 2 milljónir sænskra króna ásamt ferð umhverfis hnöttinn. í Svíþjóð mun tækið ekki taka við hærri upphæð í einu en 20 kr (150 ísl. kr.). Helmingi af heildar- tekjum tækjanna mun verða varið til vinninga en eftir að skattar, rekstrarkostnaður og einkaleyfis- gjald af tækinu hefur verið greitt rennur það sem eftir er til sænsku íþróttahreyfingarinnar. Heyrst hafa áætlaðar tölur uppá 200 milljónir sænskra króna á ári til íþróttahreyfingarinnar eftir að þetta kerfi hefur verið tekið upp (5000 tæki). GlobeLotter hefur vakið áhuga víðar en í Svíþjóð og eru uppi ráðagerðir um útflutning á kerfinu. Mun það verða í sam- vinnu fyrirtækjanna GlobeLotter AB og ScanCoin í Malmö. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.