Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 45
 TÖLVUSAMVINNA — SAMVINNSLA EFTIR GUÐMUND HANNESSON REKSTRARHAGFRÆÐING „Er Samvinnuhreyfingin farin að hasla sér völl á tölvusviðinu?" gæti hvarflað að lesandanum þegar hann ber yfirskriftina augum. Ekki verða þær hugleiðingar ræddar nánar hér, heldur farið nokkrum orðum um samskipti og samtengingar tveggja eða fleiri tölva. Þá verður fjallað sérstaklega um nýja grein tölvuvinnslu eða tölvuvæðingar sem nú er að líta dagsins Ijós og talin eiga bjarta framtíð fyrir sér. SAMTENGING TÖLVA í lok síöasta áratugar þegar sí- vinnsla (on-line processing) hóf innreið sína fyrir alvöru, fóru menn að þreifa sig áfram með samtengingu á tveim eða fleiri tölvum. Markmiðið var aðallega að veita aðgang að og flytja gögn milli tölva. Gullöld tölvutenginganna hófst síðan með almennri útbreiðslu einmenningstölvanna. Þá urðu tölvurnar sem hægt var að tengja saman einfaldlega fleiri. Til skamms tíma hefur sam- tengingum verið þannig háttað að notandi gerir skýran greinarmun á því hvort unnið er í eigin tölvu eða annarri tölvu tengdri henni. Stundum er sagt að tengingin sé „ógagnsæ". Nýjungar í hugbúnaði, einkum stöðlun á tengiflötum milli stjórn- hugbúnaðar og notendahugbún- aðar, hafa gert mönnum kleift að gera tölvutengingarnar þannig úr garði að notandi veit ekki lengur á hvaða tölvu hann er að vinna. Tengslin eru „gagnsæ". HVAÐ ER SAMVINNSLA? Eflaust hafa fræðimenn þegar fastmótaða skilgreiningu á efninu „Cooperative Processing", sem hér á eftir verður nefnt sam- vinnsla. En hér verður ekki farið inn á verksvið fræðimannanna heldur fyrst og fremst ræddir verklegir þættir samvinnslu. Guömundur Hannesson Reynt verður að varpa Ijósi á það hvers vegna samvinnsla ryður sér til rúms. þá verða gefin dæmi um nota- gildi samvinnslu og þær hliðar hennar sem við munum sjá á al- mennum markaði á komandi mánuðum og árum. Það er oft erfitt að henda reiður á því í tölvuheiminum hvenær hugmynd, hugtak eða búnaður er orðinn gamall. Fyrir heilli tölvuöld, eða síðsumars 1983, minnist greinarhöfundur þess í samtali við dr. Jón Þór Þórhallsson for- stjóra Skýrr að hafa heyrt í fyrsta skipti heyrt minnst á samvinnslu, þ.e.a.s. í þeim skilningi sem hér er lagður í hugtakið. Umræðuefn- ið var tölvuskjáir, einmennings- tölvur og tenging þeirra við stærri tölvur. Gagnstætt venjulegum tölvu- skjám (skjástöðvum), getur ein- menningstölvan, auk þess að hegða sér eins og skjástöð, unnið með og úr gögnum sem skráð eru á tölvuna eða send til hennar. Þar kemur skýring á enska orðinu „Intelligent Workstation" sem stundum er í gamni og alvöru nefnd „vitræn vinnustöð". í áðurnefndu samtali voru greinarhöfundi einkum tvö atriði hugleikin. Annars vegar hug- myndin um að geyma skjámynd- irnar í einmenningstölvunni og senda einungis þau gögn á milli sem verið væri að vinna með hverju sinni. Hins vegar að villuprófa skrán- ingu og frumvinna gögn í ein- menningstölvunni áður en gögnin væru send til endanlegrar úr- vinnslu í stærri tölvu. Hér er freistandi að draga hlið- stæðu við hugmyndir hagfræð- innar um sérhæfingu vinnuafls og búnaðar á ákveðnum verksviðum svo og samvinnu þeirra á milli. Marmkið samvinnslu er einmitt að tengja tölvur saman í stærri heildir, sérhæfa og samnýta ein- staka hluta heildarinnar, hugbún- að og vélbúnað, þannig að not- andi verði ekki var við hvar raun- veruleg vinnsla fer fram, eins og sagt var hér að framan. EINMENNINGSTÖLVAN (ET) í byrjun áratugarins, þegar ein- menningstölvurnar hófu land- 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.