Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 23
Erling Ásgeirsson fyrir framan hús Skrifstofuvéla h.f. í Reykjavík búi. Fyrirtækið, sem byggt var upp í kringum hefðbundinn skrif- stofubúnað, missti af lestinni, ef svo má að orði komast, þegar tölvuvæðingin hélt innreið sína. Kunnugir halda því reyndar fram að þeir félagar hafi byrjað fyrir neðan núllið þegar þeir tóku við fyrirtækinu. En hvernig sem því var varið þá létu þeir Erling og Gunnar það ekki aftra sér frá því að stokka upp og leggja nýjar grunnlínur í takt við breyttar þarfir og kröfur þjóðfélagsins. Árið 1984 bætti IBM fyrirtækið við tveimur nýjum söluaðilum á íslandi. Annar þessara aðila var Gísli J. Johnsen s/f. Ef til vill má segja að þar með hafi verið mörk- uð sú stefna fyrirtækisins að leggja höfuðáherslu á sölu og þjónustu á tölvubúnaði. Árið 1985 fluttu þeir félagar starfsemina í nýtt og glæsilegt húsnæði við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Ef marka má hið gamla ís- lenska orðtæki að glöggt sé gests augað, verður ekki annað sagt en að svo virðist sem vel hafi tekist til hjá þeim félögum á þessum fáu árum sem liðin eru frá því að þeir tóku við fyrirtækinu. Eflaust hefur mörgum þótt sem þeir Erling og Gunnar hefðu nóg með að koma Gísla J. Johnsen s/f á fastan grunn og víst er að ekki skorti hrakspár og heldur þóttu þeir félagar fámálir um fyrirætlan- ir sínar. Það vakti því bæði almenna eft- irtekt og undrun þegar Ottó A. Michelsen seldi eigendum Gísla J. Johnsen s/f fyrirtæki sitt Skrif- stofuvélar h/f í september 1987. Höfðu þá nokkrir hinna vantrúuðu á orði að þar hefðu tveir haltir klárar sameinast í einn draghalt- an. Líkt og Gísli J. Johnsen s/f er Skrifstofuvélar h/f gamalt og gró- ið fyrirtæki og líkt og hið fyrr- nefnda byggt upp í kringum hefð- bundnar skrifstofuvélar og bún- að. Fyrirtækið var stofnað af Otto A. Michelssen árið 1946. Árið 1950 fékk Ottó umboð fyrir IBM á íslandi. Reyndar var IBM alls staðar rekið í gegnum eigin útibú en erlendur fyrirtækjarekstur var lögum samkvæmt ekki leyfilegur á Islandi. Árið 1967 klofnar fyrir- tækið og IBM kaupir þann hluta Skrifstofuvéla h/f sem sá um rekstur þeirra tækja og fékk þar með leyfi til þess að setja upp útibú á íslandi samkvæmt sér- stökum lögum. Ottó A. Michelsen starfaði áfram sem forstjóri IBM og stjórnarformaður Skrifstofu- véla h/f þar til hann lét af störfum sökum aldurs árið 1982. Skrif- stofuvélar h/f seldi hann svo, eins og áður segir, þeim Erling Ás- geirssyni og Gunnari Ólafssyni fimm árum síðar. Þó svo að Skrifstofuvélar h/f væri byggt upp í kringum hefð- bundið skrifstofuhald var tölvu- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.