Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 47
 Hagkvæmni Dreifð gögn Samvinnsla Venslagagnagrunnar Tölvutengingar Fjórðu kynslóðar mál Gagnvirk vinnsla Gagnagrunnar Þriðju kynslóðar mál Miðlæg vinnsla Tími Mynd (1) 1) tveggjaeðafleiri stórratölva (fjölnotendatölva) 2) fjölnotendatölvu og ein- menningstölva 3) tveggja eða fleiri einmenn- ingstölva Hér á eftir verður fjallað lítillega um hverja þessara þriggja teng- inga og greint frá dæmum um notkun þeirra. TENGING FJÖLNOTENDATÖLVA Þróuðustu fjarvinnslu- og sí- vinnslukerfin er að finna á stærri fjölnotendatölvum. Brautryðjend- urnir voru bókunarkerfi flugfélag- anna. í fyrstu voru þau bundin við eina stórtölvu. Tenging stórtölv- anna gerði þær að eins konar símstöðvum. Notendur gátu sent skilaboð (farbókanir) sín á milli þótt þeir væru í raun tengdir mis- munandi tölvum. Næsta skref var flutningur á gagnaskrám, eða hlutum þeirra, milli tölvanna. Einfaldasta form slíks flutnings var þegar vélstjórn- andi einnar tölvu sendi t.d. prent- skrá yfir símalínu á seguldisk annarrartölvu, ásvipaðan hátt og skráin var send í prentbiðröð á seguldisk eigin tölvu. Nú til dags eru tengingar stórra og smárra fjölnotendatölva mjög algengar. Nærtækt dæmi er að tryggingafélögin hafa um sínar tölvur aðgang að bifreiðaskrá á tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar (Skýrr). TENGINGAR FJÖLNOTENDATÖLVA OG EINMENNINGSTÖLVA Mjög mikið framboð er af tengi- búnaði fyrir einmenningstölvur til samskipta við stærri tölvur. Hér verða tekin nokkur dæmi um al- genga og vinsæla notkun: Hermiforrit (stælir). Þessi tengihátt- ur gerir ET kleift að þjóna tvíþættu hlutverki. Annars vegar að herma eft- ir eða vera skjár sem tengdur er fjöln- otendatölvunni. Hins vegar gagnast einmenningstölvan notandanum sem slík, milli þess sem hún „leikur“ skjá. Fullkomnari útgáfur hermiforrita geta verið með margar skjálotur í fjölnotendatölvunni í gangi í senn og skiptir notandi þá á milli þeirra með „heita hnappnum" (hot-key). SýndardiskarAdisklingar. Með þess- um búnaði getur notandi ET skilgreint „sýndardisklinga eða diska“ (virtual diskettes/virtual disks) á stærri tölvu. Með því móti fær ET nær ótakmarkað geymslurými, sem notandi getur jaf- vel deilt með öðrum ET-notendum. Gagnaflutningur: Einfaldasta gerð gagnaflutnings er þegar skrár eru sendar milli ET og FT. Dæmi um þetta er þegar gögn, sem skráð hafa verið á ET, eru send til framhalds- vinnslu á stærri tölvu eða til samein- ingar í safnskrá. Þá eru fullunnin gögn og prentlistar oft send til baka til einmenningstölvunnar um símalínu. Samnýting: Það eru ekki aðeins seguldiskar stærri tölvanna sem ein- menningstölvurnar geta samnýtt með þeim. Það getur verið hag- kvæmt fyrir notanda ET að samnýta öflugan prentara með öðrum tölvum fyrir stærri útprentanir og sérhæft frá- lag t.d. á gæðaletursprentara eða „plotter". Gagnanet: Eins og áður er bent á getur tenging ET við stærri tölvur, um mótöld og símalínur, verið æði kostn- aðarsöm. Því hefur sérhæfður tengi- búnaður við gagnanet áunnið sér talsverðar vinsældir. Dæmi: Teng- ingar fyrir Telex, Telefax og X.25 net. Gagnagrunnur: Sífellt fullkomnari forritakerfi eru nú fáanleg til tengingar og vinnslu við gagnagrunna stærri tölva. Þessi forrit gera ET-notendum kleift að gera útdrætti úr stórum gagnagrunnskerfum og flytja yfir á (sýndar-)diska einmenningstölv- anna. Hér kennir ýmissa grasa svo sem fyrirspurnakerfis, gagnaflutn- ings yfir í töflureikna og tengingar gagnaskráa og ritvinnslu. Þá er mikill munur á kerfunum eftir því hvort þau vinna í sívinnslu eða runuvinnsluham, hversu víðtækur út- dráttur getur átt sér stað og hvernig röðun gagna er háttað. TENGINGAR EINMENNINGSTÖLVA Samhliða almennri notkun á einmenningstölvum fóru menn að huga að því að tengja þær saman auk þess að tengja þær við stærri tölvur. Hér litu svæðis- net eða staðbundin net (Local Ar- ea Networks) dagsins Ijós. Helsti ávinningur svæðisneta eru boð- og gagnaskipti milli einmennings- tölva og samnýting ílags- og frá- lagsbúnaðar í netinu. Sagt með öðrum orðum sameiginleg notk- un á prenturum, seguldiskum, teiknurum og skönnum. Fullyrða má með nokkurri sanngirni að þessi þróun hafi fyrst orðið hröð, jafnvel byltingarkennd 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.