Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 47
Hagkvæmni
Dreifð gögn
Samvinnsla
Venslagagnagrunnar
Tölvutengingar
Fjórðu kynslóðar mál
Gagnvirk vinnsla
Gagnagrunnar
Þriðju kynslóðar mál
Miðlæg vinnsla
Tími
Mynd (1)
1) tveggjaeðafleiri stórratölva
(fjölnotendatölva)
2) fjölnotendatölvu og ein-
menningstölva
3) tveggja eða fleiri einmenn-
ingstölva
Hér á eftir verður fjallað lítillega
um hverja þessara þriggja teng-
inga og greint frá dæmum um
notkun þeirra.
TENGING FJÖLNOTENDATÖLVA
Þróuðustu fjarvinnslu- og sí-
vinnslukerfin er að finna á stærri
fjölnotendatölvum. Brautryðjend-
urnir voru bókunarkerfi flugfélag-
anna. í fyrstu voru þau bundin við
eina stórtölvu. Tenging stórtölv-
anna gerði þær að eins konar
símstöðvum. Notendur gátu sent
skilaboð (farbókanir) sín á milli
þótt þeir væru í raun tengdir mis-
munandi tölvum.
Næsta skref var flutningur á
gagnaskrám, eða hlutum þeirra,
milli tölvanna. Einfaldasta form
slíks flutnings var þegar vélstjórn-
andi einnar tölvu sendi t.d. prent-
skrá yfir símalínu á seguldisk
annarrartölvu, ásvipaðan hátt og
skráin var send í prentbiðröð á
seguldisk eigin tölvu.
Nú til dags eru tengingar stórra
og smárra fjölnotendatölva mjög
algengar. Nærtækt dæmi er að
tryggingafélögin hafa um sínar
tölvur aðgang að bifreiðaskrá á
tölvu Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar (Skýrr).
TENGINGAR FJÖLNOTENDATÖLVA
OG EINMENNINGSTÖLVA
Mjög mikið framboð er af tengi-
búnaði fyrir einmenningstölvur til
samskipta við stærri tölvur. Hér
verða tekin nokkur dæmi um al-
genga og vinsæla notkun:
Hermiforrit (stælir). Þessi tengihátt-
ur gerir ET kleift að þjóna tvíþættu
hlutverki. Annars vegar að herma eft-
ir eða vera skjár sem tengdur er fjöln-
otendatölvunni. Hins vegar gagnast
einmenningstölvan notandanum
sem slík, milli þess sem hún „leikur“
skjá. Fullkomnari útgáfur hermiforrita
geta verið með margar skjálotur í
fjölnotendatölvunni í gangi í senn og
skiptir notandi þá á milli þeirra með
„heita hnappnum" (hot-key).
SýndardiskarAdisklingar. Með þess-
um búnaði getur notandi ET skilgreint
„sýndardisklinga eða diska“ (virtual
diskettes/virtual disks) á stærri tölvu.
Með því móti fær ET nær ótakmarkað
geymslurými, sem notandi getur jaf-
vel deilt með öðrum ET-notendum.
Gagnaflutningur: Einfaldasta gerð
gagnaflutnings er þegar skrár eru
sendar milli ET og FT. Dæmi um
þetta er þegar gögn, sem skráð hafa
verið á ET, eru send til framhalds-
vinnslu á stærri tölvu eða til samein-
ingar í safnskrá. Þá eru fullunnin
gögn og prentlistar oft send til baka til
einmenningstölvunnar um símalínu.
Samnýting: Það eru ekki aðeins
seguldiskar stærri tölvanna sem ein-
menningstölvurnar geta samnýtt
með þeim. Það getur verið hag-
kvæmt fyrir notanda ET að samnýta
öflugan prentara með öðrum tölvum
fyrir stærri útprentanir og sérhæft frá-
lag t.d. á gæðaletursprentara eða
„plotter".
Gagnanet: Eins og áður er bent á
getur tenging ET við stærri tölvur, um
mótöld og símalínur, verið æði kostn-
aðarsöm. Því hefur sérhæfður tengi-
búnaður við gagnanet áunnið sér
talsverðar vinsældir. Dæmi: Teng-
ingar fyrir Telex, Telefax og X.25 net.
Gagnagrunnur: Sífellt fullkomnari
forritakerfi eru nú fáanleg til tengingar
og vinnslu við gagnagrunna stærri
tölva. Þessi forrit gera ET-notendum
kleift að gera útdrætti úr stórum
gagnagrunnskerfum og flytja yfir á
(sýndar-)diska einmenningstölv-
anna. Hér kennir ýmissa grasa svo
sem fyrirspurnakerfis, gagnaflutn-
ings yfir í töflureikna og tengingar
gagnaskráa og ritvinnslu.
Þá er mikill munur á kerfunum eftir
því hvort þau vinna í sívinnslu eða
runuvinnsluham, hversu víðtækur út-
dráttur getur átt sér stað og hvernig
röðun gagna er háttað.
TENGINGAR EINMENNINGSTÖLVA
Samhliða almennri notkun á
einmenningstölvum fóru menn
að huga að því að tengja þær
saman auk þess að tengja þær
við stærri tölvur. Hér litu svæðis-
net eða staðbundin net (Local Ar-
ea Networks) dagsins Ijós. Helsti
ávinningur svæðisneta eru boð-
og gagnaskipti milli einmennings-
tölva og samnýting ílags- og frá-
lagsbúnaðar í netinu. Sagt með
öðrum orðum sameiginleg notk-
un á prenturum, seguldiskum,
teiknurum og skönnum.
Fullyrða má með nokkurri
sanngirni að þessi þróun hafi fyrst
orðið hröð, jafnvel byltingarkennd
47