Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 17
Æöstu stjórnendur danskra fyrirtækja hafa hærri laun en starfsbræður þeirra annars staðar á Norðurlöndum samkvæmt niðurstöðum könnunar sem fyrirtækið P.A. Management Consultants gerði og gilti fyrir árið 1987. Meðaltekjur (brúttó) danskra aðalstjórnenda Framkvæmdastjóralaun 1988 1000-tal Pund 0 10 20 30 Afgangs eftir skatt Heildarlaun (Brúttó) I ■' l Kaupmáttur á Stóra-Bretlandi DANSKIR STJÓRNENDUR HAFA HÆSTU LAUNIN voru á bilinu 500-700 þúsund danskar krónur en það er sagt vera á svipuðu reki og það sem bandarískir stjórnendur hafa. Niðurstöður könnunarinnar birtust í ritinu „International Pay and Benefit Survey - 1988". Þar er íslenskra stjórnenda ekki getið. Séu bornar saman tekjur fjármálastjóra fyrirtækja kemur í Ijós að þeir sænsku eru lakast launaðir. Næsthæst laun hafa stjórnendur norskra fyrirtækja og í þriðja sæti eru finnskir stjórnendur. Það kemur einnig fram í könnuninni að danskir einkaritarar eru hæstlaun- aðir með 220 þúsund danskar krónur í brúttóárslaun. Þess ber að gæta að hér er aðeins getið um brúttólaun en ekkert tillit tekið til skatta og óbeinna launa í einni eða annarri mynd. Frosti Bergsson forstjóri Hewlett-Packard á íslandi er ánægður með árangur og stöðu fyrirtækisins. Nú nýlega voru hér á ferð sérstakir endurskoðendur sem ferðast um heiminn og taka árlega út rekstur fyrirtækja Hewlett-Packard en gagnorð skýrsla þeirra er lesin af John Young aðalforstjóra fyrirtækisins. Frosti segist vera mjög ánægður með niðurstöður skýrslunar en þar eru stjórnun og sölumál talin í góðu lagi og fyrirtækinu hrósað sérstaklega fyrir markvissa fjármálastjórn og vekti það jafnan eftirtekt þegar HP fyrirtæki kæmu án athugasemda út úr þessari skoðun. Þrátt fyrir samdrátt í GÓÐ AFKOMA HP Á ÍSLANDI Frosti Bergsson. atvinnulífinu væri umsetning á þessu ári svipuð og á árinu 1987 eða um 200 milljónir og með skipulögðu aðhaldi og áherslubreytingu í sölumálum yrði afkoman á þessu ári viðunandi. Frosti gat þess í stuttu spjalli að árið 1988 væri ár þjónustu hjá þeim og ýmsar nýjungar á því sviði væru athyglisverðar auk þess sem markaðshlutdeild HP hefði aukist á árinu 1988 og nefndi í því sambandi sölu og uppsetningu á stórum UNIX-kerfum (HP 9000) hjá Reiknistofnun HÍ og Orkustofnun auk uppsetningar stórra HP 3000-kerfa hjá Pósti & Síma, Ríkisendurskoðun og KEA á Akureyri. UM HUGBÚNAÐ FYRIR IÐNFYRIRTÆKI Þeim sem reka smærri iðnfyrirtæki og hafa fjárfest í PC tölvubúnaði stendur til boða úrval sérhæfðra hugbúnaðarkerfa sem (næstum öll) eiga það sameiginlegt að vera þau bestu sinnar tegundar og vís til að leysa allan vanda fyrirtækisins í einu vetfangi. Þrátt fyrir þróttmikla sölumennsku á köflum gætir enn nokkurrar tortryggni meðal smærri iðnrekenda gagnvart „frelsandi englum" á disklingum. Landsamband iðnaðar- manna kemur nú til hjálpar með bækling sem það nefnir „Létt og laggott um hugbúnað". í bæklingnum er að finna upplýsingar um flest hugbúnaðarkerfi fyrir iðnfyrirtæki sem fáanleg eru hérlendis, m.a. þau sem ætluð eru fyrir kostnaðareftirlit, tilboðsgerð, verðreikning og til eftirlits með framlegð. í frétt frá Landsamband- inu segir að tilgangurinn með bæklingnum sé m.a. sá að veita upplýsingar um notkunarmöguleika hug- búnaðarins, hvernig hann er settur upp, hvaða upp- lýsingar hann gefur, hver akkur kann að vera af notkun hans og hvernig eigi að undirbúa gangsetn- ingu í fyrirtækinu. I bæklingnum eru fjöldi skýringarmynda auk lista yfir þá aðila sem bjóða sérstakan hugbúnað fyrir iðnfyrirtæki. Bæklingurinn er til sölu hjá Landsam- bandi iðnaðarmanna að Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. Hann er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 400 krónur til annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.