Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 17
Æöstu stjórnendur
danskra fyrirtækja hafa
hærri laun en starfsbræður
þeirra annars staðar á
Norðurlöndum samkvæmt
niðurstöðum könnunar
sem fyrirtækið P.A.
Management Consultants
gerði og gilti fyrir árið 1987.
Meðaltekjur (brúttó)
danskra aðalstjórnenda
Framkvæmdastjóralaun 1988
1000-tal Pund 0 10 20 30
Afgangs eftir skatt
Heildarlaun (Brúttó)
I ■' l Kaupmáttur á Stóra-Bretlandi
DANSKIR STJÓRNENDUR HAFA HÆSTU LAUNIN
voru á bilinu 500-700
þúsund danskar krónur en
það er sagt vera á svipuðu
reki og það sem
bandarískir stjórnendur
hafa. Niðurstöður
könnunarinnar birtust í
ritinu „International Pay
and Benefit Survey -
1988". Þar er íslenskra
stjórnenda ekki getið. Séu
bornar saman tekjur
fjármálastjóra fyrirtækja
kemur í Ijós að þeir
sænsku eru lakast
launaðir. Næsthæst laun
hafa stjórnendur norskra
fyrirtækja og í þriðja sæti
eru finnskir stjórnendur.
Það kemur einnig fram í
könnuninni að danskir
einkaritarar eru hæstlaun-
aðir með 220 þúsund
danskar krónur í
brúttóárslaun. Þess ber að
gæta að hér er aðeins
getið um brúttólaun en
ekkert tillit tekið til skatta
og óbeinna launa í einni
eða annarri mynd.
Frosti Bergsson forstjóri
Hewlett-Packard á íslandi
er ánægður með árangur
og stöðu fyrirtækisins. Nú
nýlega voru hér á ferð
sérstakir endurskoðendur
sem ferðast um heiminn
og taka árlega út rekstur
fyrirtækja Hewlett-Packard
en gagnorð skýrsla þeirra
er lesin af John Young
aðalforstjóra fyrirtækisins.
Frosti segist vera mjög
ánægður með niðurstöður
skýrslunar en þar eru
stjórnun og sölumál talin í
góðu lagi og fyrirtækinu
hrósað sérstaklega fyrir
markvissa fjármálastjórn
og vekti það jafnan eftirtekt
þegar HP fyrirtæki kæmu
án athugasemda út úr
þessari skoðun.
Þrátt fyrir samdrátt í
GÓÐ AFKOMA
HP Á ÍSLANDI
Frosti Bergsson.
atvinnulífinu væri
umsetning á þessu ári
svipuð og á árinu 1987 eða
um 200 milljónir og með
skipulögðu aðhaldi og
áherslubreytingu í
sölumálum yrði afkoman á
þessu ári viðunandi. Frosti
gat þess í stuttu spjalli að
árið 1988 væri ár þjónustu
hjá þeim og ýmsar
nýjungar á því sviði væru
athyglisverðar auk þess
sem markaðshlutdeild HP
hefði aukist á árinu 1988
og nefndi í því sambandi
sölu og uppsetningu á
stórum UNIX-kerfum (HP
9000) hjá Reiknistofnun HÍ
og Orkustofnun auk
uppsetningar stórra HP
3000-kerfa hjá Pósti &
Síma, Ríkisendurskoðun
og KEA á Akureyri.
UM
HUGBÚNAÐ
FYRIR
IÐNFYRIRTÆKI
Þeim sem reka smærri
iðnfyrirtæki og hafa fjárfest
í PC tölvubúnaði stendur til
boða úrval sérhæfðra
hugbúnaðarkerfa sem
(næstum öll) eiga það
sameiginlegt að vera þau
bestu sinnar tegundar og
vís til að leysa allan vanda
fyrirtækisins í einu
vetfangi. Þrátt fyrir
þróttmikla sölumennsku á
köflum gætir enn nokkurrar
tortryggni meðal smærri
iðnrekenda gagnvart
„frelsandi englum" á
disklingum.
Landsamband iðnaðar-
manna kemur nú til hjálpar
með bækling sem það
nefnir „Létt og laggott um
hugbúnað". í bæklingnum
er að finna upplýsingar um
flest hugbúnaðarkerfi fyrir
iðnfyrirtæki sem fáanleg
eru hérlendis, m.a. þau
sem ætluð eru fyrir
kostnaðareftirlit,
tilboðsgerð, verðreikning
og til eftirlits með framlegð.
í frétt frá Landsamband-
inu segir að tilgangurinn
með bæklingnum sé m.a.
sá að veita upplýsingar um
notkunarmöguleika hug-
búnaðarins, hvernig hann
er settur upp, hvaða upp-
lýsingar hann gefur, hver
akkur kann að vera af
notkun hans og hvernig
eigi að undirbúa gangsetn-
ingu í fyrirtækinu.
I bæklingnum eru fjöldi
skýringarmynda auk lista
yfir þá aðila sem bjóða
sérstakan hugbúnað fyrir
iðnfyrirtæki. Bæklingurinn
er til sölu hjá Landsam-
bandi iðnaðarmanna að
Hallveigarstíg 1 í
Reykjavík. Hann er
ókeypis fyrir félagsmenn
en kostar 400 krónur til
annarra.