Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 64
TÆKNI Framhald af síðu 62 er yfirleitt mjög stutt og oft þýtt á vélarmái þannig aö fyrirferð þess er óveruleg. Ýmsar aðferðir eru til að fela slík forrit í yfirgripsmeiri stýrikerfum tölva og það er ekki fyrr en nú á allra síðustu tímum að komin eru á markaðinn kerfi sem gera kleift að leita uppi faldar rök- rænar sprengjur = tölvuveirur = gagnaspilla. Þá gerir það málið allt flóknara og erfiðara viðfangs að rökrænar sprengjur geta verið tímastilltar eins og raunverulegar tíma- sprengjur, þær geta verið fjar- stýrðar, t.d. þannig að hægt sé að gera þær virkar með upphringi- mótaldi, jafnvel úr tugþúsund kílómetra fjarlægð eða að þær geta verið þannig útbúnar að ein- hver ákveðinn vaki, svo sem ástand í tölvukerfi, ákveðin skip- un eða ákveðnar aðgerðir ákveð- ins notanda, setur þær í gang. Eins og sjá má af þessu getur verið við ramman reip að draga. Ástæða er til þess að vera vel á verði gagnvart öllum hugbúnaði sem ekki er greitt fyrir. Tjónið sem gagnaspillar geta valdið og valda er geigvænlegt. Þannig hefur keðjuverkandi spillir sem nefnist „Brain" og er talinn hafa komið frá Pakistan, lagt tölvukerfi a.m.k. eins bresks háskóla í rúst á þessu ári og valdið gífurlegum töfum og tjóni. Hægt er að ímynda sér hví- líkt tjón, mælt í peningum, gagna- spillir gæti valdið sem komið væri fyrir í gagnasafnskjarna einhvers alþjóðlegs banka og hvílíkt tjón, mælt í mannslífum, gæti hlotist af því ef skemmdarverk væri unnið með þessum hætti á gagnasafni stofnunar sem miðlar upplýsing- um um krabbameinsrannsóknirtil lækna og sjúkrahúsa. HUGBÚNAÐUR PHILLIPE KAHN, stofnandi og aðalstjórnandi Borl- and International er litríkur kara- kter auk þess sem hann er maður þéttur á velli. Kahn rekur fyrirtæki sitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum þótt hann sé franskur ríkisborgari, enda þurfa þeir, sem stofna og reka eigið fyrirtæki í Bandaríkjun- um, ekki innflytjendaleyfi til að búa þar. Phillipe Kahn og Alan Sugar, stofnandi og aðalstjórnandi Amstrad í Bretlandi, feta að sumu leyti nákvæmlega sömu slóðina við markaðssetningu. Þeir leggja sig ekki í framkróka um að koma með nýjungar í vél- eða hugbún- aði heldur einbeita sér báðir að því að endurbæta það sem sýnt er að magnmarkaður er fyrir og demba því síðan í sölu á lægra verði en nokkur samkeppnisaðili telur sig geta boðið. Nú er þetta ekkert sérstaklega frumleg að- ferð í sjálfri sér því hana hafa Jap- anir iðkað um langt skeið; munur- inn er sá að þeir hafa notað hana við sölu á bílum. Þeim Kahn og Sugar var ekki spáð langlífi á þessu sviði. í Bandaríkjunum eyddu sam- keppnisaðilar drjúgum tíma í að bíða eftir að Borland gæfist upp. Sérfræðingar birtu meira að segja útreikninga í virtum tölvu- tímaritum sem sýndu að verð á kerfum frá Borland, t.d. á fyrstu útgáfu af Turbo Pascal, nægði ekki einu sinni til að standa straum af þeirri lágmarksþjón- ustu sem kaupendur hlytu að krefjast. Þrátt fyrir hrakspár hélt Borland velli og umsvif þess jukust. Fram- boð Borland hugbúnaðar jókst markvissum skrefum og þannig gat fjöldi tölvunotenda eignast kerfi fyrir 1/3 af verði þekktari kerfa og þessir notendur fullyrtu unnvörpum að þeir söknuðu einskis úr dýrari kerfunum. Sprint nefnist nýtt ritvinnslu- kerfi frá Borland. Það kostar tæp- ar 10 þúsund krónur. Verðið er þó ekki það merkilegasta við þetta ritvinnslukerfi heldur grundvallar- hugsunin sem liggur að baki hönnun þess. Auðvelt er að ímynda sér að í upphafi hafi verið spurt eitthvað á þessa leið: Hvernig er hægt að selja tveimur eða þremur notendum, sem vanir eru þremur ólíkum ritvinnslukerf- um, eitt og sama ódýra ritvinnslu- kerfið? í fljótu bragði myndi verða stungið uppá því að hanna svo einfalt kerfi að allir þrír ættu auð- Framhald á síðu 66 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.