Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.07.1988, Blaðsíða 32
VIÐSKIPTI draga til sín um helming allra sjónvarpsáhorfenda. Undirbúningur aö uppsetningu auglýsingasjónvarps hófst áriö 1986 meö því aö samþykkt voru um það lög á danska Joinginu með naumum meirihluta. I þeim lögum var gert ráö fyrir að 70% tekna stöðvarinnar skyldu nást með sölu auglýsinga en 30% meö hækkun afnotagjalds um 154 danskar krónur á árinu 1989. Not- endur sem greiða afnotagjald eru um 1,6 milljón talsins. Dreifikerfi TV 2 verður ekki fullbyggt fyrr en aö ári liðnu en þangað til munu um 70% landsmanna geta náö sendingu stöðvarinnar. Lögin takmarka auglýsingatím- ann við hámarkið 10 mínútur á dag á almennu rásinni og 5 mín- útur á dag fyrir svæðisútsendingu TV Syd sem hófst fyrir ári síðan. En lögin fjalla um fleiri atriði. Þannig er stöðinni gert að starfa í tveimur aðskildum fyrirtækjum, annað sér um dagskrárgerð en hitt um auglýsingar. Tilgangurinn er sá að girða fyrir hugsanlega samtengingu dagskrárefnis og auglýsinga. Til að undirstrika frekar alvöru málsins er dagskrá- in og efnisgerð í Óðinsvéum en auglýsingafyrirtækið í Kaup- mannahöfn. Á fyrstu 12 mánuðunum sem TV 2 starfar er reiknað með að rekstrarkostnaðurinn verði um 550 milljón danskar krónur. Það þýðir að auglýsingatekjurnar þurfa að ná 385 milljónum dkr. Auglýsingastjóri TV 2, Jens Howitz, telur að þær tekjur muni nást enda hafi allur auglýsinga- tíminn til næstu áramóta selst fyrirfram fyrir 70 milljónir dkr og þegar sé búið að selja auglýs- ingatímafyrir meira en 30 milljónir dkr á árinu 1989. í Finnlandi hefur auglýsinga- sjónvarp aflað jafngildi 870 millj- ón danskra króna á ársgrundvelli. Samkvæmt útreikningum sam- taka danskra atvinnurekenda mun árlega varið um 9 milljörðum danskra króna til auglýsinga í fjölmiðlum. TV 2 reiknar með að ná til sín um 5% af öllum auglýs- ingum og ýmis rök hníga að því að þau 5% verði hrein viðbót á mark- aðinum. Jens Howitz telur að reynslan í öðrum löndum hafi sýnt að auglýsingar í sjónvarpi auki frekar en minnki auglýsingar í prentmiðlum þar sem fyirtæki fylgi iðulega auglýsingum í sjón- SJÓNVARP DREGUR MEST ÚR LESTRIVIKURITA varpi eftir með auglýsingum í dagblöðum og á veggspjöldum, það séu helst vikuritin sem tapi viðskiptum með tilkomu sjón- varpsauglýsinga, enda sé reynsl- an sú að engir aðrir miðlar stand- ist sjónvarpi snúning þegar skemmtiefni sé annars vegar, reynslan sýni að upplag vikurita dragist jafnt og þétt saman með auknu úrvali sjónvarpsefnis. Verðlagning auglýsinga á TV 2 er í fyrstu háð þeirri staðreynd að stöðin nær ekki til allra Dana en í framtíðinni mun verðið verða breytilegt eftir árstíma og eftir- spurn. Samkvæmt upplýsingum Jens Howitz mun kosta, að með- altali, um 70 þúsund danskar krónur að birta 30 sekúndna aug- lýsingamynd í TV 2 á árinu 1989. Stjórnmálamennirnir gera ráð fyrir því með lögunum um TV 2 að stöðin sendi út í um 1000 klst á fyrsta starfsárinu. Það þýðir 2,5 útsendingartímar að jafnaði á dag. í Ijós hefur komið að þetta er Eldtraustir tölvugagnaskápar @ Rosengrens Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulböhd og seguldiska Geymið viðkvæmustu og verðmætustu upplýsingar fyrirtækisins í öruggum skáp. E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 HAFNARFIRÐI SÍMI 651000 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.