Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 53

Frjáls verslun - 01.07.1988, Side 53
eingöngu um Word er 137 blað- síður og er skipt í eftirfarandi 10 kafla: Fyrstu kynni. Lagfæring og prentun rits. Útlitsmótun rits. Gluggaskipting, mótun skjásins. Endurbætur á riti. Útlitssíður. Fjölvar. Sameining rita. Ýmsar aðgerðir og Yfirlit. í bókinni er fjöldi skýringarmynda. Bókin „Ritvinnslan Microsoft Word 4.0“ kostar 1560 krónur hjá Bóksölu stúdenta. STÓRSNJÖLL HUGMYND: W TÆKISEM LEYSIR VANDAMAL OG RAKAR SAMAN FÉ í Svíþjóð er nú verið að setja á markaðinn nýtt tæki sem talið er að muni eiga eftir að raka saman fé, í þess orðs fyllstu merkingu, á komandi árum og gera uppfinnar- ann, Flans Eric Ovins og fyrirtæki hans ScanGoin, vellríkt. Tækið nefnist GlobeLotter. Tækið mun verða sett upp í stærri kjörbúðum og selur á sjálfvirkan hátt happ- drættismiða til fjáröflunar fyrir íþróttahreyfinguna í Svíþjóð. En það er þó ekki aðaltilgangurinn með þessu tæki heldur er því ætl- að að leysa eitt af þekktum sívax- andi vandamálum dagvöruversl- ana sem er skortur á skiptimynt. Verslunin þarf árlega milljarða króna í skiptimynt og kostnaður við öflun hennar nemur tugþús- undum króna á ári í verslunum auk þess sem bankar bera einnig töluverðan kostnað af vinnslu og miðlun skiptimyntar og ekki má gleyma því að flutningur skipti- myntar á milli fyrirtækja er tölu- verður þungaflutningur. Eftir því sem gjaldmiðillinn rýrnar að verð- gildi eykst tilhneiging fólks til að losa sig við smámynt heima fyrir þar sem hún safnast fyrir. Þannig fer ákveðinn hluti skiptimyntar úr notkun á hverju ári og nauðsyn- legt er að framleiða nýja með til- heyrandi kostnaði til að fylla í skörðin. Það er hér sem þetta tæki kem- ur til skjalana. Því mun verða komið fyrir framan við greiðslu- staði kjörbúða og fólk getur losað sig við smámyntina í þar til gert op á tækinu og keypt fyrir hana þátt- töku í happdrætti með mismun- andi vinningum. Þetta tæki, GlobeLotter, flokkar myntina og telur og hefur til reiðu fyrir viðkomandi verslun sem þá þarf ekki framar að standa í að- flutningum á skiptimynt langar leiðir. Enginn vafi er talin á því að tækið muni spara verslunareig- endum talsverða peninga, a.m.k. eru þeir sænsku þegar á biðlista eftir að fá það til sín. í hverju tæki mun verða hægt að spila í þrenns konar happ- drætti og getur vinningur t.d. verið úttektarkort í viðkomandi verslun eða happdrættismiði sem gefur kost á vinningi síðar eftir að dreg- ið hefur verið. Hámarksvinningur er 2 milljónir sænskra króna ásamt ferð umhverfis hnöttinn. í Svíþjóð mun tækið ekki taka við hærri upphæð í einu en 20 kr (150 ísl. kr.). Helmingi af heildar- tekjum tækjanna mun verða varið til vinninga en eftir að skattar, rekstrarkostnaður og einkaleyfis- gjald af tækinu hefur verið greitt rennur það sem eftir er til sænsku íþróttahreyfingarinnar. Heyrst hafa áætlaðar tölur uppá 200 milljónir sænskra króna á ári til íþróttahreyfingarinnar eftir að þetta kerfi hefur verið tekið upp (5000 tæki). GlobeLotter hefur vakið áhuga víðar en í Svíþjóð og eru uppi ráðagerðir um útflutning á kerfinu. Mun það verða í sam- vinnu fyrirtækjanna GlobeLotter AB og ScanCoin í Malmö. 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.