Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 10
FRETTIR
Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON.
SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS:
HAGNAÐUR 50 MILUÓNIR KRÓNA
Rekstrarafkoma Spari-
sjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis var mjög góð á ár-
inu 1991. Á aðalfundi
sparisjóðsins kom fram
að hagnaður eftir skatta
nam 50,5 milljónum
króna. Hagnaður fyrir
tekjuskatt og eignarskatt
nam 86 milljónum króna
árið 1991 samanborið við
79 milljónir árið á undan.
Þessi rekstrarárangur
hlýtur að teljast mjög
góður í ljósi þess að af-
koma viðskiptabankanna
var miklum mun lakari
árið 1991 en reyndist
vera árið 1990.
Innlán SPRON jukust
um 11,5% ár árinu og
námu 5.462 milljónum
króna í árslok. Heildarút-
lán sparisjóðsins jukust
um 17% á árinu og eru
sem fyrr einkum til ein-
staklinga.
Eigið fé sparisjóðsins
nam 583 milljónum
króna í lok árs og hafði
aukist um 89 milljónir
króna á árinu eða um
18,1%. Eiginfjárhlutfall
sparisjóðsins samkvæmt
lögum um sparisjóði var
um 11,2% eða rúmlega
tvöfalt hærra en það lág-
mark sem lög áskilja.
í árslok 1991 voru
stöðugildi við sparisjóð-
inn 88. Á síðustu 3 árum
hefur þau aðeins fjölgað
um 3. Það er lítið miðað
við vaxandi umsvif Spari-
sjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis á þessu tímabili.
Sem dæmi má nefna að
niðurstöðutölur efna-
hagsreiknings, auk
ábyrgða, hafa hækkað um
2,3 milljarða króna að
raungildi á þessum tíma
eða um 52,9% og færslu-
magn sparisjóðsins í
Reiknistofu bankanna
hefur á sama tímabili
vaxið um 64,6%. Þá hefur
eigið fé aukist um 237
milljónir króna að raun-
gildi á sama tímabili eða
um 68,7%. Einnig má
nefna að markaðshlut-
deild sparisjóðsins af
heildarinnlánum inn-
lánsstofnana hefur auk-
ist um 0,5% á þessum ár-
um.
Jón G. Tómasson er
stjórnarformaður Spari-
sjóðs Reykjavíkur og ná-
grennis og aðrir í stjóm
era Hjalti Geir Kristjáns-
son, Gunnlaugur Snædal,
Hildur Petersen og Sigur-
jón Pétursson. Baldvin
Tryggvason er spari-
sjóðsstjóri.
TOLL VORUGEYMSLAN
í HAFNARFIRÐIHF.
Melabraut 19, 220 Hafnarfiröi, sími 91-54422, fax 91-654463.
INNFLYTJENDUR ATH!
Hér er gott að geyma vörur eftir því sem með þarf.
Það sparar peninga. Ókeypis aðstoð veitt við gerð
tollskýrslna og úttektarbeiðna, ef óskað er.
10