Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 6
EFNI
5 RITSTJORNARGREIN
8 FRÉTTIR
18 SALTFISKUR í NÁVÍGI
VIÐ NEYTENDUR
í þessu viðtali við Sighvat Bjamason,
framkvæmdastjóra Nord-Morue,
verksmiðju SÍF í Frakklandi, kemur fram
að fyrirtækið skiptir gífurlegu máli fyrir
íslenskan saltfiskiðnað vegna þess að þar
er aflað mikillar og dýrmætrar þekkingar
á markaðsaðstæðum ytra. „Hér erum
við í návígi við neytendur og getum áttað
okkur á óskum þeirra. Framleiðsla
verksmiðjunnar er jafnóðum aðlöguð
þörfum markaðarins og þannig næst
bestur árangur," segir Sighvatur m.a. í
viðtali. Hann hefur starfað í Frakklandi
frá því sumarið 1990 þegar SÍF festi
kaup á verksmiðjunni. Hann er nú á leið
heim til íslands til að taka við
framkvæmdastjóm Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum.
26 ENDURNÝJUN
LÍFDAGANNA
Um þessar mundir er verið að gera upp
afar sögufrægt hús sem nýlega hefur
verið komið fyrir við Gijótagötu 11 í
Reykjavík. Það var byggt árið 1880 og
hefur haft ýmis heimilisföng í gegnum
tíðina þótt ekki hafið það verið á ferðinni
fyrr en nú. Það var reist á
Tjamarbakkanum skammt frá þeim stað
sem Alþingishúsið var reist tveimur
ámm síðar. Þar stóð það, í niðumíðslu
síðustu árin, uns Finnur Guðsteinsson
og flölskylda keyptu húsið og fluttu það
efst í Grjótaþorpið. í þessu sögufræga
húsi bjó lengst Indriði Einarsson en þar
stofnaði hann Leikfélag Reykjavíkur árið
1897 og samdi m.a. leikritið
Nýársnóttina . Við fræðumst um sögu
þessa húss og ekki síður þá endumýjun
lífdaga sem það gengur í gegnum um
þessar mundir.
35 INNRÉTTINGA-
MARKAÐURINN
Blaðamaður gerði úttekt á
innréttingamarkaðnum og skoðaði m.a.
framleiðslu og innflutning nokkurra
helstu aðila á þessu sviði. Með greininni
birtast flölmargar myndir og koma þar
fram ýmsar upplýsingar um
uppröðunarmöguleika og verð á
innréttingum.
47 VIÐ STÖNDUM Á
TÍMAMÓTUM
Rætt er við Öm Kjæmested,
framkvæmdastjóra Alftaróss og formann
Verktakasambands íslands. Hann er
ómyrkur í máli um það öngstræti sem
hann telur að húsnæðiskerfið sé komið í
og vill að vextir á húsnæðismarkaði
verði samræmdir. Þá telur hann
nauðsynlegt að einkaaðilum verði gefinn
kostur á að fjármagna og ráðast í
stórframkvæmdir til að mæta samdrætti
á verktakamarkaði.
52 HEITIR POTTAR
Það er notalegt að skella sér í heita laug
að loknum erli vinnudagsins og við
kynnum innlenda framleiðslu á þessum
vinsæla hollustukosti.
54 ER HÆGT AÐ FÁ LÁN?
Þeir, sem standa í húsbyggingum þurfa
oftast fyrirgreiðslu varðandi fjármögnun
á síðasta hluta framkvæmdarinnar. Við
könnuðum hvað byggingavöruverslanir
hefðu upp á að bjóða í þeim efnum og
rætt er við fulltrúa BYKO, Húsa-
smiðjunnar, Þýsk-íslenska og KEA á
Akureyri.
56 STÍLL HÚSGAGNA
Á síðasta ári kom út merk bók um
stíltegundir húsgagna í gegnum tíðina
eftir Helga Hallgrímsson
húsgagnaarkitekt. Við flettum þessu
ágæta riti.
69 GLUGGAFRAMLEIÐSLA
AÐ BREYTAST
Jón Sigurjónsson, yfirverkfræðingur
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins skrifar hér grein um nýjar
aðferðir við hönnun og ísetningu glugga í
húsum. Þar kemur m.a. fram að
verulegar endurbætur er verið að gera á
gluggaframleiðslunni með það fyrir
augum að bæta hana í baráttunni við
íslenska veðráttu.
6