Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 20
SJAVARUTVEGUR
Á
Áhersla er lögð á vöruþróun og aðgengilega pökkun vörunnar þannig að hún
sé kaupendum aðgengileg í alla staði. Á þessari mynd getur að líta nokkrar
tegundir eins og þær birtast neytendum í stórmörkuðum. Til fróðleiks má
geta þess að verð pr. kg. af saltfiski út úr stórmarkaði í Frakklandi er
yfirleitt 700,- til 900,- íslenskar krónur. Reyktur fiskur fer upp í 1.000,-
krónur en eftirspurn eftir reyktum afurðum fer mjög vaxandi. Nord-Morue
mætir þeirri eftirspurn m.a. með því að flytja inn síld frá Islandi og reykja
hana fyrir franskan neytendamarkað.
„Saltfiskhefðin tengist kaþólsku
trúnni út af föstum vikumar fyrir jól
og páska. Saltfiskneysla í Frakklandi
er um 12 þúsund tonn á ári. Þar af
kemur um helmingur frá íslandi. Eitt
af því, sem hefur mikil áhrif á salt-
fiskneysluna hér, er sú staðreynd að í
Frakklandi býr um ein og hálf milljón
Portúgala. Það er mikið í ljósi þess að
í Portúgal eru einungis um 10 milljónir
íbúa.
Saltfiskneyslan hér er mest í París,
Lyon, Bordaux og á svæðunum þar í
kring og niður til spænsku landamær-
anna.
Neyslan á ári per mann hér í Frakk-
landi er einungis um 200 grömm af
saltfiski. Til samanburðar má geta
þess að í sumum löndum í Karíbahaf-
inu fer ársneysla á mann upp í 8 kíló!“
Við markaðssetningu í Frakklandi
skipta stórmarkaðamir mjög miklu
máli fyrir sölu Nord-Morue. Það hef-
ur náðst mjög góður árangur hjá fyrir-
tækinu í að selja til stórmarkaðanna.
Nord-Morue selur til 67% allra stór-
markaða í Frakklandi, samkvæmt
niðurstöðum könnunar sem óháð
markaðskönnunarfyrirtæki gerði.
VERÐUM AÐ GJÖRÞEKKJA
ÞARFIR MARKAÐARINS
Sighvatur segir að það sé flókið mál
Nord-Morue þýðir „Norður-þorsk-
ur“. Það fer vel á því þar sem bróður-
partur hráefnis til framleiðslu í
fyrirtækinu kemur úr norðurhöfum,
mest frá íslandi eða 64% þess hrá-
efnis sem fyrirtækið keypti á síðasta
ári.
að selja til stórmarkaðanna og að það
sé alveg óhjákvæmilegt fyrir þá að
kunna mannganginn í þeim viðskipt-
um því þýðing stórmarkaðanna sé
mjög mikil fyrir markaðssetningu á
þessum vörum:
„Það er mikið talað um það heima
að fullvinna aflann og koma honum í
það horf sem fólk vill þegar það gerir
innkaup sín í verslunum. Þetta er
alveg rétt viðhorf. En menn verða að
vita nákvæmlega hvernig á að gera
þetta. Menn verða að gjörþekkja
þarfir markaðarins og menn þurfa að
vita hvað fólkið vill. Annars er ekki til
neins að fullvinna. Það þýðir ekki að
búa til einhverja fullumia vöru sem
markaðurinn vill ekki. Við þurfum
einnig að þekkja til hlítar þá skilmála,
sem stórmarkaðamir vinna eftir, og
þær umgengnisvenjur sem gilda í
samskiptum þeirra og seljenda. Ætli
menn að ná árangri í viðskiptum við
stórmarkaði hér í Frakklandi verða
þeir að geta boðið rétta vöru á réttum
tíma á réttu verði. Hljómar einfalt en
er býsna flókið mál.
Ef íslendingar ætla að ná árangri á
þessu sviði þurfa þeir að koma sér
upp fyrirtækjum á sjálfum mörkuðun-
um sem eru í nálægð við neytendur.
Helst þurfa fyrirtækin að vera fram-
leiðslufyrirtæki. Gangi það ekki þurfa
þau að minnsta kosti að vera dreifing-
arfyrirtæki.
f kynningarstarfi okkar leggjum við
mikla áherslu á stórmarkaðina. Við
erum með áætlun í gangi sem gerir
ráð fyrir því að í 80 daga á ári séum við
með beinar kynningar í stórmörkuð-
um. Þá komum við okkur á framfæri
með ýmsum hætti, t.d. með því að fá
fólk til að bragða á þeim réttum sem
unnt er að búa til úr framleiðslu okk-
ar. Þá veitum við kynningarafslátt í
tiltekinn tíma og við kynnum fyrir-
tækið auðvitað líka í fjölmiðlum.
Þegar viðskiptavinir okkar koma
hingað í heimsókn reynum við jafnan
að fara með þá á veitingastaði sem
matreiða vörur frá okkur. Það gefur
ávallt góða raun því réttir úr saltfiski
eru ákaflega góðir — oft mun betri en
menn gera sér í hugarlund.
Nord-Morue dreifir vörum að jafn-
aði til 500 kaupenda í Frakklandi í
hverri viku. Auk þess er selt til út-
landa, t.d. til Martinigue, Guatelupe,
20