Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 19
Procordia sem er dótturfyrirtæki
Volvo í Svíþjóð. Flestir kannast eink-
um við Volvo vegna bílanna en þótt
einkennilegt megi virðast er bílafram-
leiðsla minnihlutinn af umsvifum
Volvo. Fyrirtækið er stórtækt í mat-
vælaiðnaði og Abba var öflugt fyrir-
tæki í saltfiskviðskiptum þegar
ákveðið var að hætta á þeim vett-
vangi árið 1988 og selja þann hluta
rekstrarins. Abba átti margar salt-
fiskverksmiðjur og árið 1990 var röð-
in komin að því að selja Nord-Morue.
SÍF var í viðskiptum við verksmiðj-
una, seldi henni flattan saltfisk. SÍF
barst til eyrna að fyrirtækið væri til
sölu og fór í að kanna möguleika á
kaupum. Sighvatur tók þátt í undir-
búningi málsins með Magnúsi Gunn-
arssyni og fleiri frammámönnum hjá
SÍF.
Samkomulag náðist um kaup á
fyrirtækinu og var verðið 19 milljónir
franskra franka eða um 200 milljónir
króna á núverandi gengi. Sumarið
1990 tók hann til starfa sem aðstoðar-
framkvæmdastjóri en var ráðinn
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
haustið 1990. Sighvatur tók við af
frönskum manni og hefur unnið að
endurskipulagningu fyrirtækisins og
eflingu rekstrarins síðan. í fyrra varð
mikil aukning umsvifa hjá Nord-Mor-
ue. Veltan jókst úr 145 milljónum
franka í 210 milljónir. Það jafngildir
2.2 milljörðum íslenskra króna. Fjöldi
starfsmanna fór úr 96 í 150 og fram-
leiðslan jókst úr 4.500 tonnum í 6.700
tonn. Á þessu ári gera þeir sér vonir
um að framleiða meira en 7 þúsund
tonn og að veltan verði 230-240 millj-
ónir franka. Fyrirtækið er rekið með
hagnaði en það, sem eiganda þess,
SÍF á íslandi, þykir mest um vert, er
að þessi rekstur gerir það að verkum
að unnt er að skila heim til Islands
hærra verði fyrir þær sjávarafurðir,
sem fluttar eru út til vinnslu í verk-
smiðjunni, en ella væri.
Ein ástæða þess er sú að með því
að nýta kæligeymslur Nord-Morue til
fullnustu og flytja til fyrirtækisins ís-
lenskan saltfisk á þeim tíma árs þegar
tollfrjáls kvóti er inn í Evrópubanda-
lagið sparast gífurlegar fjárhæðir sem
annars færu í 13% tollinn síðar á ár-
inu. í byrjun ársins er enginn tollur á
flöttum saltfiski á meðan kvóti endist.
Loftmyndin sýnir húsakynni verksmiðju Nord-Morue. í baksýn eru frönsk
vínhéruð. Fyrirtækið er staðsett í smábæ um 80 kílómetra frá Bordaux.
Sighvatur Bjarnason segir að kaupverð verksmiðjunnar, sem nam um 200
milljónum króna á núverandi verðlagi, hafi þegar sparast í þeim tollasparn-
aði sem falist hefur í því að fyrirtækið hefur getað nýtt kæligeymslur sínar
til að kaupa saltfisk frá Islandi á þeim tíma árs þegar unnt er að hagnýta sér
tollfrjálsan kvóta á innflutningi saltfisks inn í Efnahagsbandalagið.
Síðan hækkar hann í 6% og endar í
13% tolli. Tollur á öðrum flöttum salt-
fiskafurðum er 12% allt árið en 20% á
þorskflökum og 16% á flökum og öðr-
um tegundum.
KAUPVERÐIÐ HEFUR SPARAST
MEÐ T0LLAHAGRÆÐI
„Það má gera því skóna,“ segir
Sighvatur, „að með því að nýta að-
stöðu okkar hér á réttan hátt hafi
kaupverð verksmiðjunnar þegar
sparast með því tollahagræði sem
náðst hefur og íslendingar hefðu ekki
getað náð án þess að hafa svona að-
stöðu.“
Á Islandi heyrir fólk einkum talað
um útflutning á saltfiski til Suður-
Evrópu og Suður-Ameríku. Þá er um
að ræða lönd eins og Spán, Portúgal,
Ítalíu, Grikkland og Brasilíu. Færri
hafa gert sér ljóst að Frakkland er
mikið saltfiskland. Sighvatur er beð-
inn að skýra hvers vegna Frakkland
sé í hópi öflugra saltfiskþjóða.
19