Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 8
FRETTIR
Gífurlegt tap varð á Miklagarði h/f í fyrra.
STORTAP HJA MIKLAGARÐIARIÐ1991:
300 MILUONIR KRONA?
Mikligarður hf., versl-
unarfyrirtæki SIS og
kaupfélaganna, mun hafa
verið rekið með stór-
felldu tapi á síðasta ári.
Mun tapið nema nær 300
milljónum króna.
Eigendur Miklagarðs
hafa miklar áhyggjur af
fjárhagsstöðu og afkomu
fyrirtækisins. Ymsar
breytingar hafa verið
gerðar á rekstrinum að
undanförnu og mun síðar
koma á daginn hvort þær
nægja til að snúa tap-
rekstrinum við og hvort
þær eru of seint fram
komnar.
A síðasta ári var hluta-
fé Miklagarðs aukið til
muna og gerðu menn sér
þá vonir um að það ætti að
nægja til að snúa rekstr-
inum til betri vegar. Sú
von hefur nú brugðist.
V erslunarreksturinn
virðist því ætla að verða
Sambandinu og sam-
starfsfyrirtækjum þess
áfram þungur í skauti, en
rekstur hinna hlutafélag-
anna, sem stofnuð voru
þegar rekstri Sambands-
ins var deilt upp, mun
hafa gengið vel á síðasta
ári. Hagnaður mun hafa
orðið hjá Islenskum sjáv-
arafurðum hf., Samskip
hf., Goðahf.og Islenskum
skinnaiðnaði hf. en ekki
hjá Jötni hf.
ISLANDSBANKI:
143 MILUONIRIMARKAÐSKOSTNAÐ
Á aðalfundi íslands-
banka hf. vegna ársins
1991 kom m.a. fram að
á árinu varði bankinn 143
milljónum króna til
markaðsmála.
Bankarnir eru meðal
umsvifamestu fyrirtækja
landsins í auglýsingum og
markaðsstarfsemi hvers
konar og þarf þessi fjárhæð
því ekki að koma á óvart.
LEIÐRÉTTING:
HP á íslandi hefur ósk-
að eftir því að koma á
framfæri leiðréttingum
vegna umfjöllunar um ís-
lenska tölvumarkaðinn í
3.tbl Frjálsrar verslunar
1992:
Á bls. 50 er sagt: „...
Örtölvutækni og HP á ís-
landi eru í eigu sömu að-
ila...“. Þetta er ekki rétt.
Eigendur að einungis
10% hlutafjár í HP á ís-
landi eru jafnframt hlut-
hafar í Örtölvutækni eða
með öðrum orðum, að
eigendur Örtölvutækni
eiga einungis 10% hlut í
HP á íslandi hf.
Þá hafa myndir á bls.
53 víxlast.
Þessu til viðbótar vill
blaðið geta þess að mynd-
ir á bls. 54 víxluðust.
Þeir, sem hlut eiga að
máli, eru beðnir velvirð-
ingar á þessum mistök-
um.
PENNINN MED
DAUPHIN STÓLA
Penninn sf. hefur tek-
ið við söluumboði fyrir
Dauphin stóla sem fram-
leiddir eru í Vestur-
Þýskalandi og seldir í
nær 50 löndum en um
helmingur af framleiðslu
fyrirtækisins er fluttur
út.
Þessir stólar eru ódýr-
ari en þeir skrifstofustól-
ar sem áður hafa boðist á
hérlendum markaði, að
sögn Einars Gylfasonar
hjá Pennanum.
8