Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 69
komið fyrir í borholu í bergi. í kynn-
ingu segir að 80% alls bergs spryngi
áður en þrýstingur í hylkinu nær 700
börum en í 20% tilfella þurfi að nota
fleiri en eitt hylki.
Þessi aðferð er sögð henta hvar
sem er, t.d. fyrir bændur, sem vilja
losna við björg úr túnum, húsbyggj-
endur, sem vilja fjarlægja stórgrýti af
lóðum, vegavinnuflokka, rafveitur,
vatnsveitur, símamenn, verktaka
o.fl. Kostirnir eru augljóslega margir,
svo sem að ekki þarf sérstakt leyfi,
efni og búnaður eru ekki eins hættu-
leg og þegar um önnur sprengiefni er
að ræða, ekki þarf að fergja yfir holu,
ekki þarf að loka vegum fyrir umferð
o.s.frv.
Þensluhylkin eru þrenns konar: 30
(staðalstærð) eða 20 sm löng auk 30
sm viðbótarhylkis. Staðalhylkið
myndar 60-125 tonna „sprengikraft“
eftir því hve öflug dæla er notuð.
SÍUGLER
Bandaríska fyrirtækið Hurd Millwork
Co. Inc. í Wisconsin (Fax: +1715 748
6043) hefur sett á markaðinn glerjaða
glugga sem í er gler sem útilokar út-
ljólubláa geisla sólarinnar. Gluggam-
ir, sem nefnast „Heat Mirror“, eru
ætlaðir fyrir íbúðarhús. Glerið útilok-
ar 99,5% útfjólublárra geisla, að sögn
framleiðandans, og kemur þannig í
veg fyrir að gluggatjöld, veggfóður,
teppi og áklæði missi lit með tíman-
um.
í samanburði við venjulegt tvöfalt
gler á „Heat Mirror" að hleypa ein-
ungis 1750 hluta útfjólublárrar geislun-
ar í gegn og 1/100 hluta af því sem
venjulegt einfalt gler gerir.
RÉn MÆLT
Bandaríska fyrirtækið Calculated
Industries Inc. í Kaliforníu (Fax: +1
714 9212799) hefur sett á markaðinn
merkilegt tæki sem nefnist „Metric
Scale Master“ og er ætlað tækni- og
verkfræðingum, arkitektum og öðr-
um sem fást við hönnun mannvirkja
og bygginga. Með þessu tæki er
hægt að mæla lengd, hæð eða breidd,
beina línu eða bogna á teikningum í 40
mælikvörðum og lesa raunverulega
málið í stafaglugga þess. Það eina
sem þarf að gera, er að stilla inn mæli-
kvarða teikningarinnar. Tækið getur
jafnframt sýnt flatarmál ferhyrninga
og rúmtak. Tækið er auðvelt taka
með sér hvert sem er.
STEINSTEYPUHÚÐUN
Bandaríska fyrirtækið Texture Coat-
ings of America Inc. í Los Angeles
(Fax: +1 213 232 1071) hefur sett á
markaðinn efni sem nefnist „XL-70“
og er sérstaklega ætlað til þess að
verja steinsteypta fleti ýmissa mann-
virkja, svo sem húsgrunna, brúa,
stíflna, bryggjao.fi. Efnið, semdreg-
ur úr rakaflutningi, að sögn framleið-
anda, er borið beint á steininn án und-
anfarandi grunnunar og má bera á
blautan stein, yfir mosa og annan
gróður. „XL-70“ er fáanlegt með
fínni, miðlungs eða grófri áferð.
INNBLÁSIN EINANGRUN
Bandaríska fyrirtækið Ark-Seal Inc. í
Colorado (Fax: +1309 934 2177) hef-
ur þróað sérstakt einangrunarefni
sem er sérstaklega ætlað til að blása
inn í holrými nýrra eða eldri veggja.
Efnið, sem nefnist „Big Blower De-
luxe“, hefur þann sérstaka eiginleika
að það myndar heilar mottur eða
stykki eftir að því hefur verið blásið
inn og rýrnar því ekki með tímanum
eða færist til. Tæknin er einkaleyfis-
vernduð.
Notuð er sérstök blástursvél sem
húðar trefjar venjulegs einangrunar-
efnis, svo sem steinullar eða glerull-
ar, með sérstöku lími sem bindur
trefjarnar saman, án þess að þær
klessist, eftir að efnið er komið inn í
holrými.
EINFALDARI HÆÐARMÆUNG
Franska fyrirtækið Rauh í Ville
d’Avray (Fax: +33147 50 0641) hef-
ur fengið einkaleyfi fyrir nýrri upp-
finningu, sem nefnist „Filabulle“, en
það er tæki sem gerir hverjum sem er
kleift að mæla afstæða hæð (yfir út-
gangspunkti) upp að 15 metrum. Jafn-
vel með til þess gerðum tækjabúnaði
af hefðbundinni gerð er allt annað en
einfalt mál að mæla fyrir hæðarpunkt-
um, segir í tilkynningu Rauh. Með
„Filabulle" verður það leikur einn og
þarfnast ekki aðstoðarmanns. Mæli-
tækið er jafn einfalt og það er hugvit-
samlega hannað. Það er venjuleg
bandvinda og lítið mælitæki (hallamál)
sem er látið renna eftir bandinu.
Þegar endi bandsins er festur við
ákveðinn hæðarpunkt og það strekkt
á milli hans og annars nægir að renna
mælitækinu eftir bandinu að hinum
punktinum og er þá hægt að lesa
hæðarmuninn af skala.
Þetta einfalda en nákvæma mæli-
tæki hentar fagmönnum jafnt sem
leikmönnum við margvísleg störf.
RAKAVANDAMÁL LEYST
Breska fýrirtækið Heatmax Insulat-
ions í Cheshire (Fax: +44 270
582824) hefur sett á markaðinn efni
sem kemur í stað fínpússningar og
nefnist „Grafo-Therm“. Hver fer-
metri efnisins getur, að sögn fram-
leiðanda, dregið til sín og haldið í sér 1
lítra af vatni.
Þegar hitnar og kólnar á víxl innan-
dyra í byggingum skapast hætta á
rakaþéttingu, sérstaklega innan á
þökum og jafnvel svo að slagi mynd-
ast á veggjum. Oft verður ekki vart
við rakaþéttingu í húsi fyrr en
skemmdir á þaki segja til sín. Með því
að setja „Grafo-Therm“ á einn eða
fleiri veggi er hægt að koma í veg fyrir
rakaskemmdir. Efnið, sem má mála
ofan á með hvaða vatnsmálningu sem
er, heldur í sér raka sem þéttist og
gefur hann frá sér aftur þegar hitnar
og ekki er hætta á þéttingu. Við eðli-
legar aðstæður dregur efnið ekki í sig
raka og hefur því engin áhrif á afstætt
rakastig í híbýlum.
69