Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 23
Sighvatur segir að Nord-Morue leggi mikla áherslu á að kynna framleiðslu- vörur sínar í stórmörkuðum enda séu þeir helsti dreifingaraðili saltfisks í Frakklandi. Fyrirtækið er með í gangi áætlun sem gerir ráð fyrir því að 80 daga á ári standi yfir kynningar á varningi þess í frönskum stórmörkuðum. Vörumerkið ISLANDIA hefur á sér gott orð en markmið stjórnenda Nord- Morue er að innan fárra ára verði það þekkt um allt Frakkland sem hágæða vara. „Nei, það kemur ekki allt að heim- an. En árið 1991 komu 64% alls hrá- efnis verksmiðjunnar frá íslandi, um 9% komu frá Kanada og nálægt 6% frá Noregi og Grænlandi. Við keypt- um einnig frá Sovétríkjunum, Spáni, Bretlandi og Bandaríkjunum. Við kaupum fiskinn að mestu beint en við kaupum einnig í gegnum umboðs- menn. Fyrirtækið er í viðskiptum á heimsmarkaði og við verðum að fylgj- ast með hræringum á fiskmörkuðum víða um heim. Okkar styrkleiki er að hafa góð sambönd á hinum alþjóðlega fiskmarkaði. í verksmiðju Nord-Morue höfum við lagt mikla áherslu á gjörnýtingu afurðanna til að auka verðmætasköp- un sem skilar sér heim í íslenskan saltfiskiðnað. Þess vegna vinnum við einnig úr marningi, afskurði frá frysti- togurum og þunnildum sem við ger- um úr ódýra, tilbúna rétti til notkunar í mötuneytum og stofriunum. T.d. er um að ræða eins konar plokkfisk og fiskibollur. Menn verða að átta sig á því að hver einasta tutla á fiski er verðmæt. Það er hægt að nota allt og koma öllu í verð með réttum vinnubrögðum. Við nýtum meira að segja sporðinn á fisk- inum. Hann er þurrkaður og seldur í hundafóður. Það er einn aðalkostur- inn við Nord-Morue að geta gjömýtt hráefnið. Það á að geta skilað sér í verðmætaaukningu fyrir íslenskan sjávarútveg." GÆÐAÁTAK I hverju felst starf framkvæmda- stjóra Nord-Morue aðallega? „Tími minn hefur aðallega farið í að samræma framleiðslu og sölu og inn- kaup og sölu. Einnig hefur farið mikill tími í endurskipulagningu fyrirtækis- ins. Hún hefur snúist um að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn mark- aðslega og að því er hráefnisútvegun varðar. Við réðumst einnig í kostnað- arniðurskurð og gerðum átak til að bæta ímynd fyrirtækisins út á við og inn á við. Við höfum lagt áherslu á að auka vitund starfsmanna hvað varðar gæði framleiðslunnara. Það höfum við gert með fræðslu og áróðri. Fyrir- tækið hefur eigið gæðaeftirlit og allir starfsmenn eru ábyrgir fyrir gæðum. Við leggjum höfuðáherslu á gæði og einsetjum okkur að standa við þau gæði sem við lofum úti á markaðnum. Að undanförnu höfum við verið að laga okkur að breyttum heilbrigðis- reglugerðum EB þó svo það sé ekki ennþá orðin skylda. Við viljum vera á undan og gera strangar kröfur. Okkur hefur gengið vel að fá starfs- Áhersla er lögð á snyrtilega um- gengni og að starfsfólkið sé hreint og þrifalegt. Sighvatur segir að starfsfólkið virði rnjög vel öll fyrir- mæli stjórnenda fyrirtækisins og sé ákaflega samviskusamt. fólkið í lið með okkur í gæðaátakinu. Við höfum ákaflega samviskusamt og gott starfsfólk hér. Það stafar eflaust eitthvað af atvinnuleysinu sem er mikið í Frakklandi. Samstarf fyrir- tækisins og fólksins er ákaflega gott. Hér gengur starfsemi verkalýðsfé- laga ekki út á baráttu heldur sam- starf." Hvemig er framtíðarsýn stjóm- enda þessa fyrirtækis? „Menn hafa sett sér þá stefnu að innan 5 ára verði velta fyrirtækisins komin yfir 300 milljónir franskra franka sem eru rúmir 3 milljarðar ís- lenskra króna. Þá er markmiðið að hagnaður á ári verði 4% af veltu eftir skatta. Stefnan er að ná 60% mark- aðshlutdeild í þurrfiski á franska markaðnum og 70% markaðahlut- deild í flökum. Markmiðið er að þá verði vörumerki okkar, ISLANDIA, orðið mjög vel þekkt á franska mark- aðnum sem hágæða vörumerki. Sam- kvæmt þessu er við það miðað að Nord-Morue haldi hér öruggri mark- aðsforystu. Þessa stefnu hefur stjóm fyrirtæk- isins markað. Stjómina skipa: Magn- ús Gunnarsson formaður, Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, Karl Njálsson, fiskverkandi í Garði, Gísli 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.