Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 32
Litaval á veggjum minnir á gamla tíma. Spjaldahurðir, koparhúnar, panill á veggjum og lútaður viður í gólfi. Á gangi
og þvottahúsi eru ljósbrúnar steinflísar.
borgarminjavörð, að slitur undir
bárujárni í suður- og austurhliðum
hússins, væri upphaflega klæðningin.
Þá voru upprunalegir gluggar hússins
alveg horfnir og eftir mikla eftir-
grennslan í bókum og Ljósmyndasafni
Reykjavíkurborgar, fundum við eina
mynd frá því um aldamót sem við gát-
um nýtt okkur. Þar sést í norðurgafl
hússins og um leið gluggaumbúnað,
sem við höfum svo notað sem fyrir-
mynd til að smíða alla glugga hússins
eftir. Einnig höfum við haft önnur hús
í þessum stíl sem fyrirmyndir og það
hefur hjálpað okkur til að leita upprun-
ans, m.a. varðandi þakkanta, skreyt-
ingar o.fl. “
BYGGT í SVEITSERSTÍL
Finnur sagði að innandyra væri
nær allt horfið sem minnti á uppruna-
lega gerð þessa húss sem nú er 112
ára gamalt. Gerekti við hurðir eru
horfm, stigar á milli hæða voru ann-
arrar gerðar en í upphafi og her-
bergjaskipan var verulega breytt.
Hins vegar fundust leifar af veggþilj-
um í stofu og kistur undir tveimur
gluggum, sem telja verður frá upphafi
hússins.
„Burðarvirkið í húsinu er hins veg-
ar býsna heillegt og hinn einkennilegi
í risinu þurftu Finnur og smiðir hans
að koma fyrir kraftsperrum undir
signa súð ásaþaksins. Þessar stoðir
verða svo klæddar af með veggja-
klæðningu.
umbúnaður í þakinu kom glögglega í
ljós þegar þiljur frá síðari tímum voru
rifnar. Engar sperrur eru í þessu húsi
heldur ganga láréttir ásar á milli
stafna og bera þeir þakið uppi. Þá er
húsið klætt með láréttri plankaklæðn-
ingu milli stoða en hún kemur í stað
múrbindingsins sem gjarnan var not-
aður í hús af þessu tagi. “
Þetta sögufræga hús sem nú
stendur efst í Grjótaþorpinu er í svo-
kölluðum „sveitser-stíl“, en þessa
byggingarlags tók að gæta í Noregi
skömmu eftir 1840. Gætti áhrifa hans
talsvert fram á 20. öldina og hér á
landi risu nokkur hús í þessum stíl á
árunum í kringum aldamótin. í bók-
inni Kvosinni, byggingarsaga mið-
bæjar Reykjavíkur segir m.a.:
„Sveitserstíllinn var í Noregi bygg-
ingarstíll alþýðunnar og iðnvæðing
timburframleiðslunnar þar í landi tók
hann upp á sína arma. í lok nítjándu
aldarinnar var algengt að sögunar-
myllur byðu til kaups timburhús sem
unnin voru að mestu leyti við verk-
smiðjumar. Fljótlegt var að byggja
þessi hús og þau urðu vinsæl. Nokkur
„katalóghús" voru keypt hingað til
landsins en þau þóttu of dýr til þess að
32