Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 76
GÓLFEFNI
PARKETGÓLF SF.
Verslunin Parketgólf sf., Skútu-
vogi 11, selur eingöngu parket og
vörur tengdar því eins og nafnið gef-
ur til kynna. Að sögn Kristjáns
Kristjánssonar sölustjóra hafa þeir
sérhæft sig í gegnheilu parketi sem
þeir segja að henti aðstæðum hér
mjög vel. í Parketgólfi fæst einnig
mjög vandað borðaparket. Kristján
segir að við val á parketi verði að
taka tillit til þess að aðstæður hér á
landi eru aðrar en t.d. í suðrænum
löndum þar sem loftraki er mun
meiri. Hér er húshiti mjög mikill og
alltaf hætta á að gólf gliðni ef viður-
inn er ekki fullþurrkaður áður en
hann er lagður á gólfið. Parket, sem
ætlað er til notkunar á norðlægum
slóðum, er framleitt fyrir 22 gráðu
meðal gólfhita og fremur þurrt loft.
Rakastig viðarins þarf þess vegna
að vera 6%-8%. Að sögn Kristjáns
hefur þeim boðist ódýrt hágæða
parket frá suðrænum löndum sem
framleitt er fyrir allt aðrar aðstæður
en fyrirfinnast hér en hættan á að
slíkt parket rýrni eftir lagningu er
mikil.
Kristján segir fólk almennt vera
orðið fróðara um parket en það var
fyrir aðeins örfáum árum enda ekki
svo ýkja langt síðan parket náði
miklum vinsældum hérlendis. Nú
vita flestir muninn á gegnheilu park-
eti og fljótandi parketi. Margir séu
þegar orðnir meðvitaðir um þau atr-
iði sem þarf að gæta að þegar parket
er valið sem eru rakastigið í viðn-
um, að parketið sé nákvæmt skor-
ið, að viðurinn sé vel valinn saman
og að gólfið undir sé slétt og jafnt.
Kostir gegnheils parkets fram yfir
LISTAR í HÓLF OG GÓLF
Súðarvogi 9 -104 Reykjavík, símar 679133 og 985-32532
V ið hjá Listasmíði sf. bjóðum þér lista af öllum
stærðum og gerðum. - Ef listinn í gamla hús-
inu er skemmdur eða þarf að endurnýja, en
halda sama svip, sérsmíðum við fyrir þig.
Eigum á lager mikið úrval lista.
Einnig bjóðum við flaggstangir úr tré, glugga
og hurðasmíði.
76