Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 31
Fyrir endurbætur: Myndin er tekin í kjallara hússins og ef hún prentast vel má sjá samsetningu á burðarbita í milligólfi og nýjan steinvegg í neðra horni, hægra megin. Samband íslenskra samvinnufélaga keypti eignina árið 1954. Alþingi eign- aðist Tjarnargötu 3c árið 1982 og var það nýtt síðustu árin til fundahalda á vegum AA samtakanna. Má segja að húsið, sem var orðið býsna illa farið og lágreist í Tjarnarmýrinni, hafi verið nær ónýtt þegar Finnur Guð- steinsson og fjölskylda festu kaup á því sumarið 1990 með það fyrir aug- um að gera það upp og búa sér þar heimili. AUGASTAÐUR Á RAUÐU HÚSI En hver voru tildrög þess að nú- verandi eigendur föluðust eftir þessu húsi, sem fáir virtust kæra sig um? Finnur Guðsteinsson svarar þeirri spurningu: „Við gáfum þessu húsi engan sér- stakan gaum íýrrr en það var auglýst einn góðan veðurdag í lok apríl 1990. Þar óskaði Innkaupastofnun ríkisins fyrir hönd Alþingis eftir tilboðum í húsið og skyldi það flutt innan eins og hálfs mánaðar á lóðina Túngötu 12. Má segja að þar bætist enn eitt heim- ilisfestið á þetta hús því upphaflega var það talið til Veltusunds, svo Kirkjustrætis, þá Tjarnargötu, loks Túngötu og nú telst það Grjótagata 11! Við gerðum tilboð og vorum svo heppin að hljóta hnossið og þar með hófst undirbúningur að flutningi hing- að efst í Grjótaþorpið.“ Eins og Finnur sagði var þeim gert að fjaríægja húsið á skömmum tíma og því var unnið dag og nótt við hönn- un og uppsteypu kjallara undir húsið á nýja staðnum og undirbúning að flutn- ingi, en það verk varð að vanda vel. Borgarráð gaf Finni kost á lóðinni nr. 12 við Túngötu og athygli vakin á því að síðar yrði gerð nánari grein fyrir staðsetningu hússins á lóðinni. Var ákveðið að suðurhluti lóðarinnar, næst Túngötu, yrði almenningsgarð- ur en þar er nú barnaleikvöllur. Upp- haflega átti staðsetning hússins að taka mið af götumynd Garðastrætis en að athuguðu máli var talið eðlilegra að telja húsið til Grjótagötu 11 enda er inngangur í það frá þeirri götu. í UPPRUNALEGA MYND „Af okkar hálfu kom aldrei annað til greina en gera húsið upp í þeirri mynd sem það upphaflega var í. Við fengum Vilhjálm Hjálmarsson arkitekt í lið með okkur og húsið var virt og teikn- að upp að loknum nákvæmum mæl- ingum og í samráði við borgarminja- vörð. Húsið var mjög illa farið og við vorum svo óheppin að afar fáar mynd- ir eða teikningar eru til af húsinu eins og það var upphaflega. Því höfum við orðið að leita víða fanga og hefur Hjörleifur Stefánsson arkitekt og sér- fræðingur um gömul timburhús, verið okkur mjög hjálplegur í þeirri vinnu. Einnig hefur borgarminjavörð- ur aðstoðað okkur með ráðum og dáð.“ Finnur Guðsteinsson hefur unnið mikið við smíðar og m.a. vann hann að endurgerð hússins að Kiðjabergi í Grímsnesi, en það er frá árinu 1864, en Meistarafélag húsamiða stóð fyrir því verki. ,Jú, sú reynsla hjálpaði mjög við að átta sig á eðli þessa húss sem ég er nú að fást við. Hins vegar hefur verið mjög erfitt að finna í því heilleg dæmi um upprunalegan frágang og efnivið því viðhaldi hefur verið áfátt síðustu áratugina og ýmsu breytt til verri vegar. Til dæmis var nær ekkert lengur að finna af upprunalegri klæðn- ingu utan á húsinu en við komust þó að þeirri niðurstöðu í samráði við Eftir endurbætur: Mynd frá sama stað í kjallara Grjótagötu 11. Steinveggir í kjallara eru grófmúraðir með sérstökum hætti. Eldþolnar gifsplötur eru á milli loftabita. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.