Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 104
BREF FRA UTGEFANDA
LITLAR OG STÓRAR
SAMNINGANEFNDIR
Þegar þessar línur eru skrifaðar að lokinni páska-
hátíð ríkir enn óvissa um niðurstöður í kjarasamn-
ingamálum aðila vinnumarkaðarins. Allt frá því að
þjóðarsáttarsamningarnir runnu út og þreyfingar
hófust um nýjan samning hefur það raunar legið í
loftinu að mikill vilji sé fyrir því hjá öllum hlutaðeig-
andi að samið verði á svipuðum nótum áfram enda
liggur íyrir að meginmarkmið þjóðarsáttarinnar
náðist og fullyrða má að ástandið í atvinnumálum á
íslandi nú væri enn óbjörgulegra ef ekki hefði komið
til sá stöðugleiki og sú festa sem fylgdi þjóðarsáttar-
samningunum. Það voru flestum mikil vonbrigði
þegar upp úr samningaviðræðum slitnaði eftir lang-
varandi fundahöld og þegar flestir héldu að nú
myndu lausu endarnir verða hnýttir. Það eru gömul
sannindi og ný að fátt drepur athafnalíf í landinu í
eins mikinn dróma og óvissa um kjarasamninga,
einkum og sér í lagi þegar ástandið er þannig að
enginn veit í raun hvað verður. Allir eru að bíða.
Það þarf kannski engan að undra þótt kjarasamn-
ingar taki langan tíma. Það er eðlilegt að mismun-
andi viðhorf og skoðanir komi endalaust fram, ekki
síst þegar meginhluti launþegahreyfingarinnar
stendur sameiginlega að samningunum. Hagsmunir
hinna ýmsu hópa innan hreyfingarinnar eru gífur-
lega mismunandi. Sumir búa við bærileg kjör og
atvinnuöryggi meðan aðrir og þá sérstaklega þeir,
sem vinna í framleiðslugreinunum, hafa rýr kjör og
vita raunar aldrei hversu lengi þeim helst á vinn-
unni. Það, sem gerir samningamálin enn flóknari og
erfiðari, er sá gífurlegi mannsöfnuður sem stendur
að þeim. Þar eru „litlar" og “stórar“ samninganefnd-
ir og í fjölmiðlum má sjá myndir af fullum sölum af
fólki sem hefur einhverju hlutverki að gegna í samn-
ingamálunum. Á yfirborðinu lítur þetta kannski vel
út og á að vitna um valddreifingu en slíkar hópsam-
komur eru ekki líklegar til þess að skila miklum
árangri. Þvert á móti er sennilegra að þær geri lítið
annað en að þæfa málin og flækja. Launþegahreyf-
ingin kýs sér forystumenn, þá sem hún treystir best
til þess að reka sín mál, hvort heldur er í kjarasamn-
ingum eða öðrum málum, og það er misskilið lýð-
ræði þegar málum er svo fyrirkomið að þeir þurfa
síðan að vera að bera mál undir stóra og smáa hópa.
Sú hefð hefur einnig skapast að atkvæðagreiðsla fer
jafnan fram um kjarasamninga í öllum launþegafé-
lögum og þar fá allir tækifæri til þess að láta í ljós
skoðun sína. Stundum finnst þeim, sem standa utan
við sjálft samningaþrefið, að stóru og smáu nefnd-
irnar séu fyrst og fremst til þess að klappa fyrir
foringjunum þegar þeir flytja skörulegar ályktunar-
tillögur úr ræðustól. Sumir forystumennirnir þurfa
reyndar ekki á slíku klappi að halda og vita manna
best um hvað málið snýst.
Vissulega eru kjarasamningar nú erfiðari en oft
áður. Þjóðarframleiðslan dregst saman, þjóðartekj-
ur minnka og við Islendingar stefnum í aðra átt en
nágrannaþjóðirnar og helstu viðskiptaþjóðir okkar
sem búa nú við vaxandi hagvöxt. En við höfum fyrr
átt við vandamál að etja — niðursveiflur í íslensku
efnhags- og atvinnulífi eru ekkert einsdæmi og öldu-
dalurinn hefur jafnvel verið töluvert dýpri áður en
hann er nú. Og við höfum unnið okkur út úr vandan-
um og munum einnig gera það að þessu sinni. En til
þess þurfa vitanlega allir að taka höndum saman og
það er ekki síst hlutverk þeirra, sem sitja við samn-
ingaborð kjarasamninga, að finna skynsamlegustu
lausnlina og móta stefnuna. Það skref, sem stigið
var með þjóðarsáttarsamningum í fyrra, var mikils-
vert og hefur þegar skilað árangri. Það væri í meira
lagi óviturlegt ef nú yrði hopað og sá árangur, sem
náðst hefur, eyðilagður. En því miður sýnir reynsla
undangenginna áratuga að slíkt er síður en svo
óhugsandi. Oft áður hafa kjarasamningar miðað að
ákveðnu marki en blekið hefur stundum varla verið
þornað í undirskrift samningamannanna þegar allt
hefur farið á skjön. Svo má ekki verða nú.
104