Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 46
INNRÉTTINGAR
Teikning af nýrri innréttingu frá BYKO sem kostar um 550.000 kr. og ætti
hún að gefa góða mynd af þessari þjónustu sem BYKO og reyndar flestir
aðilar á markaðnum bjóða í dag.
BYKO
I verslun BYKO að Skemmuvegi í
Kópavogi fást eldhúsinnréttingar frá
dönsku fyrirtækjunum Comet og IP-
Kokken sem einnig framleiðir baðinn-
réttingar en þær flytur BYKO líka inn
frá Svedberg í Svíþjóð. Þá eru margar
gerðir klæðaskápa á boðstólum. Plast
og viður, t.d. askur og beyki, er aðal-
efniviður framleiðslunnar. Að sögn
Sigurðar Fannars hjá BYKO er hvítt
ennþá vinsælasti liturinn á eldhúsinn-
réttingum en hægt er að fá þær
sprautulakkaðar í ýmsum litum. Sú
ódýrasta kostar aðeins 103.000 kr.
þótt vönduð sé og hægt er að breyta
henni síðar meir ef vilji er fyrir hendi,
skipta t.d. um hurðir. Algengt verð á
eldhúsinnréttingum er annars vegar
200.000-300.000 kr. og hins vegar
400.000-600.000 kr. Mikið úrval lita,
hurða og skápahalda býðst þegar um
baðinnréttingar er að ræða og kosta
þær yfírleitt um 150.000 kr. Klæða-
skáparnir, sem fást í BYKO, eru mjög
vandaðir. Rammarnir í hurðunum
geta verið hvítir á lit eða úr stáli eða
messing og eru þessir skápar í stuttu
máli sagt glæsilegir í alla staði. BYKO
gerir teikningar fyrir viðskiptavini
þeim að kostnaðarlausu, verði af
kaupum.
i
Á 20. afmælisári okkar tökum við upp nýtt símanúmer 650000, sem enginn gleymir
Við höfum einnig opnað nýtt fyrirtæki:
GLER & SPEGLAR - SPEGLABÚÐIN
sem selur spegla, hillur, borðplötur og allt annað sem þarf að skera, bora og slípa
Hringdu í nýja símanúmerið okkar
GLERBORG
DALSHRAUNI 5 - 220 HAFNARFIRÐI
46