Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 99
_ Y ^ ' ' ?] ^
UÓSID ER GLEÐIGJAFI!
MIKLU SKIPTIR AÐ RÉTT LÝSING SÉ NOTUÐ Á HEIMILUM. HÚN GETUR
SKAPAÐ SKEMMTILEGA STEMNINGU EN EINNIG FORÐAÐ HEILSUTJÓNISEM
ILLA VERÐUR BJETT.
Ljósið læðist langt og mjótt segir á einum stað en hætt
er við að nútímafólk láti sér ekki nægja slíka birtugjöf,
að minnsta kosti ekki í skammdeginu. Lýsing er eðli
málsins vegna mjög mikilvægur þáttur á hverju heimili
og röng eða ófullnægjandi notkun hennar getur haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu manna.
Lýsing er þó ekki aðeins til þess
ætluð að kljúfa náttmyrkrið eða
bregða birtu á þá hluti sem gera þarf
sýnilega. Með réttri lýsingu er nefni-
lega hægt að breyta umhverfinu; ým-
ist gera það hlýlegra eða skerpa liti og
draga fram það sem húsráðendur vilja
hafa í fyrirrúmi.
Ljóstæknifélag íslands hefur verið
við lýði í hartnær fjóra áratugi og á
þeim tíma sent frá sér ýmis hollráð
sem hýbýlaeigendur hafa notið góðs
af. Við ætlum að glugga í nokkur
þeirra og gefa ráð varðandi heppilega
lýsingu í helstu vistarverum hússins.
MISMUNANDINOTKUN
í anddyrinu þarf að leggja áherslu á
gott loftljós en gæta þess um leið að
það lýsi inn í skápa. Sé spegill í and-
dyri er nauðsynlegt að hafa ljós,
gjarnan halogenljós, ofan við spegil-
inn eða sitt hvoru megin við hann,
sem er enn betra.
Miklu skiptir að góð lýsing sé í eld-
húsinu, aðalvinnusvæði hvers heimil-
is. Auk loftljósa er nauðsynlegt að
lýsa vel niður á vinnuborð í eldhúsinn-
réttingu og ágætt er að hafa lampa
yfir eldhúsborði. Hann þarf að vera
a.m.k. 55 sentimetra yfir borðplötu.
í baðherbergi er gott að hafa skelli-
birtu. Innréttingar og veggir eru
gjarnan ljós og þessa flesti er heppi-
legt að lýsa vel upp með sterkum per-
um.
Barnaherbergi hússins þurfa að
vera með tvenns konar lýsingu. Ann-
ars vegar óbeinni loftlýsingu en hins
vegar með beina lýsingu, t.d. við rúm
og á skrifborði. Augu barnanna eru
afar viðkvæm ef þau njóta ekki nægr-
ar lýsingar við lestur og þess vegna
þarf að vanda vel val á þeim lömpum
sem þar koma til álita. Ekki er síður
nauðsynlegt að hafa öryggið í huga,
sérstaklega þegar lampar í herbergi
yngstu bamanna eru valdir.
Lýsingu í stigauppganga þarf að
miða við að hvert þrep sjáist greini-
lega til að minnka slysahættuna. Þá er
ekki síður nauðsynlegt að varpa
mildri birtu á stigana til að draga úr
mikilli lofthæð og oft á tíðum óspenn-
andi hönnun þeirra.
í stofum þarf að huga að margs
99