Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 43
Gunnar Árnason verslunarstjóri við innréttingu frá Ármannsfelli en hún
kostar um 350.000 kr. Borðplata og skápar eru úr kirsuberjaviði, hurðirnar
úr lökkuðu plasti og stállagt plast er í gufugleypi og skúffunni undir honum.
arkitekt til samstarfs. í dýrustu kn-
unni eru gram't, birkirót og mahorn í
fyrirrúmi, einhver viðartegund auk
harðplasts í annarri og þéttpressaðar
trefjaplötur og harðplast eða viður í
þeirri þriðju. Auk þess er hægt að
blanda saman h'num eftir smekk hvers
og eins enda er hver innrétting sér-
smíðuð eftir óskum kaupandans.
Mikil áhersla er lögð á allan innri frá-
gang innréttinganna og er hann alltaf
eins sama hversu dýr innréttingin er.
Hér er vinsæl eldhúsinnrétting frá Kvik sem kostar óuppsett og án eldhús-
tækja 321.293 kr. Meðalverð á Kvik innréttingum er á bilinu 200.000-
400.000 kr.
FIT
Fit er til húsa í Bæjarhrauni 8,
Hafnarfírði, og býður upp á mjög
ódýrar en vandaðar innréttingar frá
Kvik og einnig Multiform í Dan-
mörku. Kvik innréttingar eru mjög
vinsælar þar í landi og njóta íslending-
ar góðs af í lágu vöruverði. Að sögn
Inga Þórs Jakobssonar, innanhúss-
arkitekts hjá Fit, er beyki mest selt í
dag en nær allar aðrar viðartegundir
standa til boða, m.a.s. gúmmítré.
Annars er viður og plast uppistaðan í
innréttingunum frá Kvik. Klæðaskáp-
ar og innréttingar í baðherbergi frá
Kvik eru sömuleiðis á boðstólum í
Fit. Multiform innréttingarnar eru að
Við eigum ávallt á lager hellur, þrep,
kant- og hleðslusteina í ýmsum stærð-
um og gerðum. Hellur í gangstéttir,
bílastaeði, innkeyrslur, leiksvæði, úti-
vistarsvæði o.fl. Hleðsluefni í úrvali til
ýmissa nota. Þrepin og kantsteinninn
henta hvar sem er.
Hyrjarhöfða 8,112 Reykjavík - Sími 686211
z
f
i