Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 14
FRETTIR Ráðhús Reykjavíkur hefur verið umdeilt, allt frá skóflustungu til veisluhalda eftir að byggingu Iauk. RÁÐHÚSBYGGING OG VEISLUHÖLD: LEIÐARAHÖFUNDAR FORDÆMA VIÐSKIPTAFRÆÐINGAR: SLÆMAR AT- VINNUHORFUR Æ FLEIRISÆKJA í FRAMHALDSNÁM TILAÐ STANDA BETUR AÐ VÍGI Offramboð er á við- skiptafræðingum á ís- lenskum atvinnumarkaði og fjölmargir viðskipta- fræðingar ganga nú at- vinnulausir, segir í grein eftir Skúla Gunnar Sig- fússon sem birtist nýlega í riti Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga. Hann segir m.a. í grein sinni: „Ljóst er að það ástand, sem nú ríkir í at- vinnumálum viðskipta- fræðinga, heldur launum þeirra niðri sem stendur. í kjarakönnun, sem gerð var í febrúar 1991 á veg- um FVH, voru karlkyns viðskiptafræðingar á fyrsta ári á atvinnumark- aði með um 154.200,- kr. að meðaltali í mánaðar- laun að meðtalinni yfir- vinnu og hlunnindum. Þeir, sem höfðu haft at- vinnu í tvö til fjögur ár, höfðu að meðaltali 201.200,- í mánaðarlaun. Fyrir konur voru sam- svarandi tölur 140.000,- og 169.500,- kr. Líklega hafa þessar tölur nokk- urn veginn staðið í stað eða jafnvel lækkað vegna ástandsins á markaðn- um.“ Greinarhöfundur telur til ráða að viðskiptafræð- ingar leggi meiri áherslu á það í framtíðinni að sér- hæfa sig á ákveðnum sviðum. Þá telur hann að vegna mikils framboðs á viðskiptafræðingum með fjögurra ára háskólanám að baki verði þeir, sem vilja standa betur að vígi, að leggja á sig framhalds- nám. Það vakti athygli að Morgunblaðið skyldi senda kaldar kveðjur í leiðara tveimur dögum áður en ráðhús Reykja- víkur var vígt með millj- ónaveislum og miklum þyt. Blaðið sagði að með vígslu hússins væri lokið margra áratuga deilum meðal borgarbúa um það hvort byggja skyldi ráð- hús við Tjörnina. „Þótt deilan um það hvort ráðhús skyldi byggja við Tjörnina hafi verið til lykta leidd eiga enn eftir að vera deildar meiningar um það hvort hið nýja ráðhús sé fallegt og hvort það njóti sín við núverandi aðstæður. Þetta er myndarleg bygg- ing, sem þó mun ekki njóta sín til fulls fyrr en fjarlægð hafa verið sum af þeim húsum sem standa í nágrenni ráð- hússins og þrengja um of að því. Ekki skal dregið í efa að hart verður deilt um það hvort réttlætan- legt sé að rífa önnur hús til þess að ráðhúsið njóti sín.“ í leiðara Morgunblaðs- ins var jafnframt vakin athygli á því að húsið hafi kostað mikla fjármuni og að þeir hafi komið úr vös- um borgarbúa allra en ekki bara sumra. „Þess vegna hefði farið betur á því að ráðhúsið yrði opn- að með þeirri viðhöfn að bjóða borgarbúum öllum að skoða það í stað þess að opna það formlega með tveimur veislum fyrir út- valda. Með sama hætti og ekki er farið í manngrein- arálit þegar útsvör eru innheimt, til þess m.a. að standa undir byggingar- kostnaði ráðhússins, er ástæðulaust að velja úr lítinn hóp borgarbúa til þess að taka þátt í hinni formlegu opnun.“ Ellert Schram, ritstjóri DV, var ómyrkur í máli þegar hann fjallaði um „rándýrt ráðhús" í leið- ara blaðsins: „Ráðhús Reykvíkinga verður vígt formlega á morgun. Vígsludagurinn var valinn af fyrrverandi borgarstjóra einhvern tímann í fyrndinni þegar hann ákvað í öllu sínu veldi klukkan hvað ráð- húsið skyldi opnað. Með- reiðarsveinarnir í meiri- hluta borgarstjórnar og eftirmaðurinn hafa nátt- úrlega ekki þorað annað en hlýða þeim erkibisk- ups boðskap og allt kapp hefur verið lagt á að ljúka framkvæmdum á tilsett- um tíma. Goðin mega ekki reiðast.“ Ritstjórinn fjallaði síð- an um mikinn kostnað 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.