Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 52
HOLLUSTA
HEITAR LAUGAR LEYSA
VANDANN
Útivera af ýmsu tagi og hollir lifnaðarhættir eru
það sem nútímamenn kjósa í síauknum mæli.
Þeir, sem búa úti í sveitum landsins, eiga auðvelt
með að uppfylla þessar þarfir með ýmsu móti enda
í nánum tengslum við óspillta náttúru og þá kosti
sem hún býður upp á. í borgarsamfélaginu bæta
menn sér upp skort á náttúrugæðum með ýmsu
móti svo sem að skokka, fara í göngutúra um opin
svæði, í sundlaugar eða njóta útiveru í garðinum
heima hjá sér.
Flestir þekkja þá vellíðan að leggjast í heita laug undir
berum himni. Þetta gerðu Islendingar mjög til foma og
nægir að nefna Snorra Sturluson í Reykholti í því sam-
bandi. í heitri laug geta mennhvílt lúin bein, gefið sér næði
til að hugsa háleitar hugsanir, rabbað við vini eða kunningja
í notalegu umhverfi og svo auðvitað gefið krökkunum
tækifæri til að busla í heitu vatninu þess á milli!
Heitir pottar eru nú að verða algengir í görðum manna
enda er þar um tiltölulega ódýran munað að ræða. All-
nokkrir aðilar selja potta sem fluttir eru inn erlendis frá en
einnig er nokkuð um framleiðslu hér heima. Einn slíkra
aðila er Norm-X í Garðabæ en þar hafa verið framleiddir
heitir pottar af ýmsum stærðum um árabil.
Þegar tíðindamenn blaðsins litu inn í verksmiðju
Norm-X fyrir skömmu mátti sjá að menn voru að búa sig
undir vertíðina, en aðalsölutími þessarar framleiðslu er
auðvitað vor og sumar. Þrjár gerðir potta eru framleiddar
hjá Norm-X; 1900 lítra-átthymd setlaug sem ætluð er allt
að 10 manns, 1200 lítra hringlaga laug sem er 170 sm. í
þvermál og er sérlega hentug við heimahús og sumarbú-
staðinn og loks 2800 lítra laug sem hentar vel fyrir allt að
12 manns.
Hægt er að fá laugarnar frá Norm-X í fjölbreyttum litum
og allar eru þær fáanlegar með loki. Slíkur búnaður er
nauðsynlegur af öryggisástæðum en hann kemur ekki
síður í veg fyrir að óhreinindi safnist í laugina.
Setlaugar af þessu tagi nýta afrennslisvatn af hitavatn-
skerfi húsa þannig að rekstrarkostnaður er í lágmarki.
Laugarnar kosta frá rúmlega 50 þúsund krónum án virðis-
aukaskatts en að auki þarf að kosta til uppsetningar og
einhvers tengibúnaðar á vatni og afrennsli.
Jahnsan
UTA NBORÐSM0 TORA R
-m RYDS plastbátar
m- AVON gúmmíbátar
m- NITRO sjóskíðabúnaður
UMBOÐSSALAN HF.
Seljavegi 2, Rvk.
Slmi 91-26488
52