Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 69

Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 69
komið fyrir í borholu í bergi. í kynn- ingu segir að 80% alls bergs spryngi áður en þrýstingur í hylkinu nær 700 börum en í 20% tilfella þurfi að nota fleiri en eitt hylki. Þessi aðferð er sögð henta hvar sem er, t.d. fyrir bændur, sem vilja losna við björg úr túnum, húsbyggj- endur, sem vilja fjarlægja stórgrýti af lóðum, vegavinnuflokka, rafveitur, vatnsveitur, símamenn, verktaka o.fl. Kostirnir eru augljóslega margir, svo sem að ekki þarf sérstakt leyfi, efni og búnaður eru ekki eins hættu- leg og þegar um önnur sprengiefni er að ræða, ekki þarf að fergja yfir holu, ekki þarf að loka vegum fyrir umferð o.s.frv. Þensluhylkin eru þrenns konar: 30 (staðalstærð) eða 20 sm löng auk 30 sm viðbótarhylkis. Staðalhylkið myndar 60-125 tonna „sprengikraft“ eftir því hve öflug dæla er notuð. SÍUGLER Bandaríska fyrirtækið Hurd Millwork Co. Inc. í Wisconsin (Fax: +1715 748 6043) hefur sett á markaðinn glerjaða glugga sem í er gler sem útilokar út- ljólubláa geisla sólarinnar. Gluggam- ir, sem nefnast „Heat Mirror“, eru ætlaðir fyrir íbúðarhús. Glerið útilok- ar 99,5% útfjólublárra geisla, að sögn framleiðandans, og kemur þannig í veg fyrir að gluggatjöld, veggfóður, teppi og áklæði missi lit með tíman- um. í samanburði við venjulegt tvöfalt gler á „Heat Mirror" að hleypa ein- ungis 1750 hluta útfjólublárrar geislun- ar í gegn og 1/100 hluta af því sem venjulegt einfalt gler gerir. RÉn MÆLT Bandaríska fyrirtækið Calculated Industries Inc. í Kaliforníu (Fax: +1 714 9212799) hefur sett á markaðinn merkilegt tæki sem nefnist „Metric Scale Master“ og er ætlað tækni- og verkfræðingum, arkitektum og öðr- um sem fást við hönnun mannvirkja og bygginga. Með þessu tæki er hægt að mæla lengd, hæð eða breidd, beina línu eða bogna á teikningum í 40 mælikvörðum og lesa raunverulega málið í stafaglugga þess. Það eina sem þarf að gera, er að stilla inn mæli- kvarða teikningarinnar. Tækið getur jafnframt sýnt flatarmál ferhyrninga og rúmtak. Tækið er auðvelt taka með sér hvert sem er. STEINSTEYPUHÚÐUN Bandaríska fyrirtækið Texture Coat- ings of America Inc. í Los Angeles (Fax: +1 213 232 1071) hefur sett á markaðinn efni sem nefnist „XL-70“ og er sérstaklega ætlað til þess að verja steinsteypta fleti ýmissa mann- virkja, svo sem húsgrunna, brúa, stíflna, bryggjao.fi. Efnið, semdreg- ur úr rakaflutningi, að sögn framleið- anda, er borið beint á steininn án und- anfarandi grunnunar og má bera á blautan stein, yfir mosa og annan gróður. „XL-70“ er fáanlegt með fínni, miðlungs eða grófri áferð. INNBLÁSIN EINANGRUN Bandaríska fyrirtækið Ark-Seal Inc. í Colorado (Fax: +1309 934 2177) hef- ur þróað sérstakt einangrunarefni sem er sérstaklega ætlað til að blása inn í holrými nýrra eða eldri veggja. Efnið, sem nefnist „Big Blower De- luxe“, hefur þann sérstaka eiginleika að það myndar heilar mottur eða stykki eftir að því hefur verið blásið inn og rýrnar því ekki með tímanum eða færist til. Tæknin er einkaleyfis- vernduð. Notuð er sérstök blástursvél sem húðar trefjar venjulegs einangrunar- efnis, svo sem steinullar eða glerull- ar, með sérstöku lími sem bindur trefjarnar saman, án þess að þær klessist, eftir að efnið er komið inn í holrými. EINFALDARI HÆÐARMÆUNG Franska fyrirtækið Rauh í Ville d’Avray (Fax: +33147 50 0641) hef- ur fengið einkaleyfi fyrir nýrri upp- finningu, sem nefnist „Filabulle“, en það er tæki sem gerir hverjum sem er kleift að mæla afstæða hæð (yfir út- gangspunkti) upp að 15 metrum. Jafn- vel með til þess gerðum tækjabúnaði af hefðbundinni gerð er allt annað en einfalt mál að mæla fyrir hæðarpunkt- um, segir í tilkynningu Rauh. Með „Filabulle" verður það leikur einn og þarfnast ekki aðstoðarmanns. Mæli- tækið er jafn einfalt og það er hugvit- samlega hannað. Það er venjuleg bandvinda og lítið mælitæki (hallamál) sem er látið renna eftir bandinu. Þegar endi bandsins er festur við ákveðinn hæðarpunkt og það strekkt á milli hans og annars nægir að renna mælitækinu eftir bandinu að hinum punktinum og er þá hægt að lesa hæðarmuninn af skala. Þetta einfalda en nákvæma mæli- tæki hentar fagmönnum jafnt sem leikmönnum við margvísleg störf. RAKAVANDAMÁL LEYST Breska fýrirtækið Heatmax Insulat- ions í Cheshire (Fax: +44 270 582824) hefur sett á markaðinn efni sem kemur í stað fínpússningar og nefnist „Grafo-Therm“. Hver fer- metri efnisins getur, að sögn fram- leiðanda, dregið til sín og haldið í sér 1 lítra af vatni. Þegar hitnar og kólnar á víxl innan- dyra í byggingum skapast hætta á rakaþéttingu, sérstaklega innan á þökum og jafnvel svo að slagi mynd- ast á veggjum. Oft verður ekki vart við rakaþéttingu í húsi fyrr en skemmdir á þaki segja til sín. Með því að setja „Grafo-Therm“ á einn eða fleiri veggi er hægt að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Efnið, sem má mála ofan á með hvaða vatnsmálningu sem er, heldur í sér raka sem þéttist og gefur hann frá sér aftur þegar hitnar og ekki er hætta á þéttingu. Við eðli- legar aðstæður dregur efnið ekki í sig raka og hefur því engin áhrif á afstætt rakastig í híbýlum. 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.