Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 8

Frjáls verslun - 01.04.1992, Side 8
FRETTIR Gífurlegt tap varð á Miklagarði h/f í fyrra. STORTAP HJA MIKLAGARÐIARIÐ1991: 300 MILUONIR KRONA? Mikligarður hf., versl- unarfyrirtæki SIS og kaupfélaganna, mun hafa verið rekið með stór- felldu tapi á síðasta ári. Mun tapið nema nær 300 milljónum króna. Eigendur Miklagarðs hafa miklar áhyggjur af fjárhagsstöðu og afkomu fyrirtækisins. Ymsar breytingar hafa verið gerðar á rekstrinum að undanförnu og mun síðar koma á daginn hvort þær nægja til að snúa tap- rekstrinum við og hvort þær eru of seint fram komnar. A síðasta ári var hluta- fé Miklagarðs aukið til muna og gerðu menn sér þá vonir um að það ætti að nægja til að snúa rekstr- inum til betri vegar. Sú von hefur nú brugðist. V erslunarreksturinn virðist því ætla að verða Sambandinu og sam- starfsfyrirtækjum þess áfram þungur í skauti, en rekstur hinna hlutafélag- anna, sem stofnuð voru þegar rekstri Sambands- ins var deilt upp, mun hafa gengið vel á síðasta ári. Hagnaður mun hafa orðið hjá Islenskum sjáv- arafurðum hf., Samskip hf., Goðahf.og Islenskum skinnaiðnaði hf. en ekki hjá Jötni hf. ISLANDSBANKI: 143 MILUONIRIMARKAÐSKOSTNAÐ Á aðalfundi íslands- banka hf. vegna ársins 1991 kom m.a. fram að á árinu varði bankinn 143 milljónum króna til markaðsmála. Bankarnir eru meðal umsvifamestu fyrirtækja landsins í auglýsingum og markaðsstarfsemi hvers konar og þarf þessi fjárhæð því ekki að koma á óvart. LEIÐRÉTTING: HP á íslandi hefur ósk- að eftir því að koma á framfæri leiðréttingum vegna umfjöllunar um ís- lenska tölvumarkaðinn í 3.tbl Frjálsrar verslunar 1992: Á bls. 50 er sagt: „... Örtölvutækni og HP á ís- landi eru í eigu sömu að- ila...“. Þetta er ekki rétt. Eigendur að einungis 10% hlutafjár í HP á ís- landi eru jafnframt hlut- hafar í Örtölvutækni eða með öðrum orðum, að eigendur Örtölvutækni eiga einungis 10% hlut í HP á íslandi hf. Þá hafa myndir á bls. 53 víxlast. Þessu til viðbótar vill blaðið geta þess að mynd- ir á bls. 54 víxluðust. Þeir, sem hlut eiga að máli, eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistök- um. PENNINN MED DAUPHIN STÓLA Penninn sf. hefur tek- ið við söluumboði fyrir Dauphin stóla sem fram- leiddir eru í Vestur- Þýskalandi og seldir í nær 50 löndum en um helmingur af framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út. Þessir stólar eru ódýr- ari en þeir skrifstofustól- ar sem áður hafa boðist á hérlendum markaði, að sögn Einars Gylfasonar hjá Pennanum. 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.