Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Side 32

Frjáls verslun - 01.09.1992, Side 32
FRÉTTASKÝRING verslunarmáti. í dönsku Nettó-búð- unum er að jafnaði greitt með um 150 vörumerkjum af um 750 til 800 vöru- merkjum sem fást í búðunum. Það, sem býr þama að baki, er vit- neskja neytenda um að búðimar bjóði mjög lágt vöruverð. Þessi vitneskja kemur í gegnum verðkannanir og því þarf mjög lítið að auglýsa. Dæmi: í staðinn fyrir að eyða 500 þúsund krónum í að láta hanna og birta heil- síðuauglýsingu í dagblaði um að kaffi sé ódýrt er kaffið frekar niðurgreitt um 500 þúsund í versluninni. Budda viðskiptavinarins verður strax vör við slíkt. ÆGIVALD GAGNVART HEILDSÖLUM 0G FRAMLEIÐENDUM INNANLANDS Bónus og Hagkaup hafa bæði rekið mjög harða pólitík gagnvart framleið- endum og heildsölum. Fast og ákveð- ið hafa forráðamenn þessara verslana sagt: „Fáist varan ekki á lágu verði verður hún ekki keypt heldur sam- bærileg vara fengin í staðinn fijá öðr- um innanlands eða þá að ut- an.“ Það hefur lengi verið vitað að Bónus hefur keypt beint inn, fram hjá íslensk- um heildsölum, frá erlend- um vöruhúsum. Þannig hef- ur einn maður í Kaupmanna- höfn í Danmörku ekki gert neitt annað en kaupa inn fyrir Bónus og senda vör- urnar til íslands. Þetta hefur farið mjög fyrir brjóstið á ís- lenskum heildsölum. Sameiginleg innkaup Hagkaups og Bónus á þeim vörum, sem báðar verslan- irnar bjóða, er orðið ægivald gagnvart íslenskum fram- leiðendum og heildsölum. Hótunin, sem þeim þótti áður mikil, er orðin enn meiri: Fáist varan ekki keypt inn á ákveðnu verði verður hún ekki keypt af viðkomandi heldur fengin ódýrt að utan. Á bak við hót- unina er sú staðreynd að batteríið er með 50 prósent af markaðnum á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta þýðir á að íslenskir framleiðendur munu fram- leiða vöruna með eins hagkvæmum hætti og frekast er kostur til að bera eitthvað úr býtum. Með beinum stór- innkaupum erlendis frá næst einnig fram mikill afsláttur. Þess má geta að um 30 prósent af sölu Bónus eru inn- fluttar vörur og því 70 prósent inn- lendar. Hjá Hagkaup er þetta hlutfall 40-60, innlendum vörum í hag. FÆRRIEN STÆRRIHEILDSALAR Sameiginlegt innkaupakerfi Hag- kaups og Bónus mun þess vegna verða til þess að íslenskum heildsöl- um fækkar hratt á næstu árum. Þeir verða færri en stærri og panta inn í miklu stærri einingum en til þessa með tilheyrandi afslætti. Verði þetta raunin verða heildsalar betur í stakk búnir til að bjóða öðrum matvörukaupmönnum betri kjör og lægra verð en til þessa. Það þýðir aftur að þeir eiga auðveldara með að lækka sitt verð og keppa við Bónus og Hagkaup. Niðurstaðan af sameig- inlegu innkaupakerfi Hagkaups og Bónus gæti því orðið til að lækka inn- kaupsverð annarra matvöruverslana. Það er að sjálfsögðu mjög þýðingar- mikið fyrir landsmenn. Hagvöxtur heimilanna ykist stórlega. Tökum dæmi um þennan hagvöxt. Barnmörg fjölskylda eyðir 100 þús- und krónum á mánuði í mat og hrein- lætisvörur. Ef hún nær að koma matarinnkaupunum sínum niður í 70 þúsund með lækkuðu vöruverði hefur hún sparað 30 þúsund krónur á mán- uði. Þessi 30 þúsund króna sparnaður jafngildir 50 þúsund króna launa- hækkun á mánuði. Það er einnig fengið að ef viðkom- andi hefði ekki náð að spara hefði hann þurft að fá 50 þúsund króna launahækkun á mánuði, um 20 þús- und fara í skatta, til að eiga 30 þúsund krónur eftir í buddunni. (Til að gera dæmið ekki of flókið er ekki reiknað með hluta af persónuafslættinum.) Það er því mikið í húfi fyrir neytendur að matvöruverð sé lágt og hvergi slakað á í samkeppninni. VALD SIGURÐAR 0G JÓHANNESAR MEIRIEN STJÓRNMÁLAMANNA Af þessu sést að vald þeirra Sigurðar Gísla Pálma- sonar og Jóhannes Jónsson- ar er ótrúlega mikið. Þeir ráða miklu meiru um afkomu heimilanna en stjómmála- menn og svonefndir aðilar vinnumarkaðarins sem semja um kaup og kjör í þjóðfélagi sem býr við minnkandi þjóðarfram- leiðslu og hefur ekkert til skiptanna. Vald þeirra sést enn bet- ur í eftirfarandi dæmi. Um 70 prósent af útflutningi landsmanna er fiskur. Náist að selja fiskinn á hæsta verði í útlöndum með nýjungum og vörugæðum og lækka matarinnkaup til landsins þýðir það að íslendingar selja dýrt og kaupa inn ódýrt. Það vita allir hvað mis- munurinn þarna á milli heit- ir. Valdameiri en stjórnmálamenn & Hagvöxtur heimila 100 Sparn- aður 20 30 Launa- Skattar Sparn- hækkun aöur Þeir Sigurður Gísli Pálmason og Jóhannes Jónsson eru nú valdameiri en nokkrir stjórnmálamenn á ís- landi. Þeir ráða mestu um afkomu heimilanna. 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.