Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Síða 35

Frjáls verslun - 01.09.1992, Síða 35
Góð landkynning skilar sér á alþjóðavettvangi GÆÐI HEILBRIGÐI HREINLEIKI ARANGUR 1. Hærra verö fyrir íslenskar vörur á alþjóðamörkuðum 2. Hærra verð fyrir þjónustu íslendinga á alþjóöa- mörkuðum 3. Fleiri ríkir erlendir ferðamenn til landsins 4. Fleiri erlendar ráðstefnur til landsins 5. Aukinn hagvöxtur JRJ Landkynning skilar sér á alþjóðavettvangi og er nauðsynlegt bakland fram- fara á fleiri sviðuin en í ferðaþjónustunni. Engu að síður hefur lögbundið fé til Ferðamálaráðs verið skorið niður og sett í annað. Landkynningarmál verða að komast framar í forgangsröðina samkvæmt mati markaðssérfræð- inga. deildar Samvinnuferða-Landsýn. „Fólk sem ferðast hefur á okkar veg- um, á hótelhringferðum, gönguferð- um eða öðrum skipulögðum ferðum þar sem okkur hefur verið gefinn kostur á að skipuleggja ferðirnar og selja það sem við höldum að lienti hverjum markhópi best, hefur farið hæstánægt heim. Það á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Fleiri og fleiri vilja nú eyða fríi sínu úti í náttúrunni í fersku lofti og í áhugaverðu umhverfi. Þetta hefur ísland upp á að bjóða. Við eigum þó enn langt í land varðandi kynningu á íslandi sem ferðamanna- landi, það er verkefni sem leggja þarf miklu meiri áherslu á,“ segir Hildur. Pétur J. Eiríksson segir að ísland hafi ekki neina ákveðna ímynd í aug- um erlendra aðila. ímyndin sé a.m.k. mjög klofin. „Þeir sem markaðssetja þjónustu eða vörur frá íslandi þyrftu að hafa í huga einhverja sameiginlega ímynd sem mætti tengja við fersk- leikann. Það sem skiptir máli er að allt íslenskt þyki gott. Staðreynd málsins er sú að allt of fáir nota nafnið fsland þegar varan er kynnt. Sem dæmi um mikilvægi þessa má nefna að Norð- menn og Skotar hafa náð góðurn ár- angri með réttri markaðssetningu á laxinum. Norskur lax er álitinn gæða- lax, þetta vita allir og hann er seldur hærra verði fyrir bragðið. Við, hins vegar, erum „bara“ að selja lax, nán- ast eins og verið væri að selja kol. Við vitum að gæðin eru ekki minni hjá okkur en þeirra vara er eftirsóttari og selst hærra verði engu að síður,“ segir hann. ÍSLENDINGAR KOMI FRAM ERLENDIS SEM EIN HEILD Pétur segir að íslendingar eigi að reyna að koma fram sem ein heild. Svíar, til dæmis, hafi beitt þeirri að- ferð og í dag hafi sænskar vörur á sér gæðastimpil, jafnt góðar vörur sem aðrar! „Hér á landi þyrfti að fara af stað með herferð á þessum nótum. Hins vegar er engin ákveðin forysta, engin ákveðin pólitísk forysta, sem tekur af skarið. Þetta verður til þess að hver og einn er að vinna þetta í sínu homi. Eins og málin standa í dag sé ég ekki fyrir mér neinar breytingar á þessu í nánustu framtíð." Ólafur Stephensen, markaðsráð- gjafi, hefur tekið þátt í umræðunni um markaðssetningu íslenskra afurða og þjónustu. Hann segir m.a.: „Eins og málum er háttað í dag eru hinir ýmsu hagsmunaaðilar, auk opinberra stofn- ana og ráðuneyta, að kynna ísland og íslenskar afurðir. Er mestu til tjaldað hjá stærstu útflutnings- og þjónustu- aðilum landsins, Útflutningsráði og Ferðamálaráði, svo og hinum ýmsu ráðuneytum, af og til, í einstökum verkefnum. Kynningar og auglýsingar í kynn- ingarherferðum ofamiefndra aðila eiga það sameiginlegt að í flestum til- vikum fer meira rými, og þar af leið- andi meiri kostnaður, í að kynna land- ið Island en þær vörur og þjónustu sem íslensku fyrirtækin eru að selja. Að sjálfsögðu er landið ísland mikil- vægur samnefnari alls þess sem ís- lenskt er og boðið er af Islendingum á erlendri grund. En á hinn bóginn er ekkert íslenskt fyrirtæki þess megn- ugt að sinna báðum hlutverkunum — landkynningu og því að bjóða íslensk- ar vörur og þjónustu til sölu.“ Ólafur telur að leggja verði meiri áherslu á skipulagða kynningu á landi okkar og þjóð, með ímynd gæða og hreinleika ómengaðs umhverfis og heilbrigðs lífs að leiðarljósi. Slíkri 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.