Frjáls verslun - 01.09.1992, Side 143
SKOÐUN
SAMKEPPNISHÆFNI
Samkeppnishæfni íslendinga end-
urspeglast í raungengi krónunnar.
Raungengið er yfirleitt annað hvort
mælt með afstöðu innlends og er-
lends verðlags eða hlutfallslegum
launakostnaði. Síðan hefur fram-
leiðni, laun, vextir, skattar og að-
fangaverð áhrif á innlent verðlag og
þannig mætti lengi telja því að hvað er
öðru innbyrðis háð í hagkerfmu. Ég
get ekki setið á mér að nefna mennt-
un, rannsóknir og tækni í sambandi
við framleiðni og samkeppnisstöðu.
Það hlýtur að vera varhugavert að
rýra menntun í landinu á sama tíma og
við ætlum að bæta samkeppnisað-
stöðu okkar í „nýrri“ Evrópu. Ef við
flytjum menntunina úr landi fer vinnan
með.
Það er ekkert óeðlilegt við það að
erlend tilboð séu stundum hagstæð-
ari en innlend. Við þetta getur vinna
flust úr landi en hagur neytenda batn-
ar. Mótleikurinn er að við flytjum út í
staðinn og séum ódýrari á öðrum
sviðum. Á sama tíma og Belgar
prenta fyrir okkur bók erum við að
prenta auglýsingabækling fyrir
Bandaríkjamenn.
MIKILVÆGT AÐ RYÐJA BURT
ÖLLUM VIÐSKIPTAHINDRUNUM
Okkur svíður það að aðrar þjóðir
beiti óheiðarlegum aðferðum í sam-
keppni, sbr. niðurgreiðslur í skipa-
smíðum, fiskveiðum og orkusölu.
Það er okkar hagur að það verði frjáls
verðmyndun á mörkuðum fyrir þess-
ar afurðir. Það yrði t.d. mikill ávinn-
ingur af því fyrir okkur og myndi örva
atvinnu og hagvöxt ef Norðmenn
hættu að greiða niður raforkuverð til
stóriðju. Ég hef bent á að þetta kunni
að stangast á við samkeppnisreglur
EES. Ef orkufrekur iðnaður yrði að
greiða markaðsverð fyrir raforkuna í
Noregi yrði hann að flytjast úr landi
því hann yrði ekki lengur samkeppn-
ishæfur. Þetta er gott dæmi um hvað
EES getur haft að segja fyrir okkur.
ATVINNUBÓTAVINNA
OG NIÐURGREIÐSLUR
Sumir stjómarandstæðingar á Al-
Pia—
þingi íslendinga láta í veðri vaka að
við getum boðið markaðsöflunum
byrginn og tryggt hér fulla atvinnu af
almannafé og lágt vöruverð með nið-
urgreiðslum úr ríkissjóði. Með því
móti yrði ísland gert að atvinnubóta-
og niðurgreiðslueyju þar sem vinnu-
vilji og framtakssemi hinna duglegu
væri drepinn í dróma. Við erum svo
heppin að þurfa ekki að fara langt aft-
ur í tímann til þess að sjá hvernig allt
frumkvæði koðnar niður, lífkjörum
hrakar og hagkerfið hrynur við slíkar
aðstæður.
DANIR GÓÐ FYRIRMYND
Ef við viljum leita okkur að fyrir-
mynd um hvemig á að taka til í hag-
kerfi með of miklu ríkisbákni, þrúg-
andi erlendum lánum, óhagstæðum
viðskiptajöfnuði og ríkishalla getum
við horft til fyrrverandi drottnara
okkar Dana. Þeir völdu, fyrir tíu ár-
um, milli gengisfellingarleiðarinnar og
þess að skera niður ríkisútgjöld og
örva samkeppni. Þeir gengu í gegn-
um tíu ára erfitt tímabil. Nú er svo
komið að viðskiptajöfnuðurinn er já-
kvæður. Það er ekki síður athyglis-
vert að þjónustuútflutningur þeirra er
næstum jafnmikill orðinn og vöruút-
flutningurinn.
LEIKREGLURNAR SKIPTA SKÖPUM
Ég er þess fullviss að þátttaka okk-
ar í EES á eftir að skila íslenskum
neytendum lægra vöruverði og fram-
leiðendum lægra aðfangaverði. ís-
lendingar hafa hlutfallslega yfirburði í
sjávarútvegi og í orkuframleiðslu og á
fleiri sviðum. Við búum við úrelt og
þjakandi fyrirkomulag á mörgum
sviðum. Stjómmálamenn eru t.d. enn
að stunda fisksölu og seðlaprentun og
reyna að hafa vit fyrir okkur á flestum
sviðum. Þetta getur bætt stundarhag
en er framförum fjötur um fót þegar
til lengdar lætur. En þetta horfir allt
til bóta og við emm að búa í haginn
fyrir íslenska atvinnustarfsemi með
því að taka þátt í efnahagssamvinnu
Evrópuþjóða.
Guðmundur Magnússon
®
BÚNAÐAR
BANKINN
-Trauitur banki
83
SPARISJÓÐURINN
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS OG
SPARISJÓÐIRNIR
ERU EIGENDUR
KAUPÞINGS.
VELDU
ÖRYGGI
í FJÁRMÁLUM.
KAUPÞING HF
iJággilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, sfmi 689080
/ rtgn Biinaiarötinit tiUndi og spansjóianna